Konan fótbrotnaði ofarlega í fjallinu og þurfti að koma henni niður á börum í buggy-bíl björgunarsveitarinnar. Dóttir hennar gekk niður ásamt björgunarsveitarmanni og passaði upp á að skór móður hennar myndi ekki týnast.
Útkallið barst klukkan tvö í gærdag en rúmlega klukkutíma síðar var konan komin í sjúkrabíl.