El Clasico er eins og flestir vita leikurinn á milli erkifjendanna í spænska fótboltanum; Real Madrid og Barcelona.
Busquets hefur spilað með Barcelona frá árinu 2008 en hann er nú orðinn 34 ára gamall.
Leikurinn í gær, fyrri leikur Real Madrid og Barcelona í undanúrslitum spænska bikarsins, var 46. El Clasico leikur Busquets á ferlinum í öllum keppnum.
Barcelona vann leikinn 1-0 og er því í góðum málum fyrir þann seinni sem fer fram á Nývangi.
Metið áttu áður þeir Lionel Messi (fyrir Barcelona) og Sergio Ramos (fyrir Real) en þeir höfðu á sínum tíma slegið met þeirra Xavi Hernandez, Manolo Sanchis og Paco Gento.
Sergio Busquets hefur leikið yfir sjö hundruð leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og unnið yfir þrjátíu titla með liðinu.
Lionel Messi er leikjahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi með 778 leiki en Busquets er kominn upp í 710 leiki.