Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Bryndís Einarsdóttir skrifar 3. mars 2023 15:31 Samkvæmt Vinnueftirlitinu bera allir atvinnurekendur ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans. Áætlunin felur í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og skal áætlun vera fylgt eftir í daglegum rekstri og vera skýr og aðgengileg öllum á vinnustaðnum. Ein af fimm meginstoðum vinnuverndar er félagslegt vinnuumhverfi og einn af þeim þáttum sem er skoðaður sérstaklega við mat á heilbrigði í félagslegu vinnuumhverfi er sálrænt öryggi á vinnustaðnum. En hvað er sálrænt öryggi í starfsumhverfinu? Sálrænt öryggi þýðir að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að gera mistök, taka ábyrgð á þeim mistökum og leiðrétta. Starfsfólk getur beðið um hjálp og stuðning án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar. Enn fremur er mikilvægt að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að spyrja spurninga, gagnrýna og koma með hugmyndir og skoðanir án þess að verða fyrir aðkasti eða niðurlægingu. Algengur misskilningur er að sálrænt öryggi þýði að þá verði aldrei skoðanaágreiningur, allir séu sammála og allir séu vinir. Auðvitað er gott þegar öllum kemur vel saman og eru sammála um hvert skal halda og hvað skuli gera en það er ekki hægt að ætlast til þess að öll dýrin í skóginum séu alltaf vinir. Dýrin í Hálsaskógi er frábært leikrit en það er ekki endilega raunveruleikinn. Starfsfólk gegnir mismunandi hlutverkum, er með mismikla ábyrgð, innsýn og reynslu. Þar fyrir utan hefur starfsfólk mismunandi hugmyndir um leiðir að settum markmiðum og eru ekki alltaf með sama ásetning í mismunandi starfshlutverkum. Þegar sálrænt öryggi er til staðar í starfsumhverfinu þá ríkir sú menning og þau viðhorf að fólk megi og eigi að skiptast á hugmyndum, rökræða, takast á málefnalega og þannig víkka sjóndeildarhringinn, auka hugmyndaauðgi og þekkingu og fjölga leiðum til lausna. Sé sálrænt öryggi til staðar í starfsumhverfi aukast lýkur á þátttöku starfsfólks, hugvit og frumkvæði eykst, slysum fækkar og neikvæð hegðun minnkar. Þannig leiðir sálrænt öryggi af sér frjósamara vinnuumhverfi þar sem fólk upplifir framlag sitt metið og það finnur að það er mikilvægur liðsmaður í heildinni. Hvernig geta stjórnendur aukið sálrænt öryggi? Mikilvægast er að stjórnendur fari fyrir með góðu fordæmi. Það þýðir í stuttu máli að stjórnendur leyfi sér að vera manneskjur sem stundum geri mistök, viti ekki allt en séu tilbúnir að bæta þekkingu og færni sína og bjóði starfsfólki að gera slíkt hið sama. Það þýðir að mæta starfsfólkinu sem manneskjum af virðingu, áhuga og hvatningu. Sálrænt öryggi í starfsumhverfinu kemur ekki í veg fyrir að fólk misstígi sig en það eykur líkur á því að þegar fólk misstígur sig, hvort sem um er að ræða stjórnanda eða starfsmann, þá er það gripið fyrr og leiðrétt á farsælli hátt. Allir á vinnustaðnum styðja hvern annan í jákvæðum samskiptum og láta hvern annan vita þegar einhver misstígur sig til að viðkomandi geti leiðrétt hegðun sína án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar og það er gert í virðingu og umhyggju. Það er nokkurn veginn það sem dýrunum í Hálsaskógi tókst að gera, kannski geta öll dýrin í skóginum verið vinir eftir allt. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál og viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirlitinu við úttekt á félagslegu vinnuumhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Vinnueftirlitinu bera allir atvinnurekendur ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans. Áætlunin felur í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og skal áætlun vera fylgt eftir í daglegum rekstri og vera skýr og aðgengileg öllum á vinnustaðnum. Ein af fimm meginstoðum vinnuverndar er félagslegt vinnuumhverfi og einn af þeim þáttum sem er skoðaður sérstaklega við mat á heilbrigði í félagslegu vinnuumhverfi er sálrænt öryggi á vinnustaðnum. En hvað er sálrænt öryggi í starfsumhverfinu? Sálrænt öryggi þýðir að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að gera mistök, taka ábyrgð á þeim mistökum og leiðrétta. Starfsfólk getur beðið um hjálp og stuðning án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar. Enn fremur er mikilvægt að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að spyrja spurninga, gagnrýna og koma með hugmyndir og skoðanir án þess að verða fyrir aðkasti eða niðurlægingu. Algengur misskilningur er að sálrænt öryggi þýði að þá verði aldrei skoðanaágreiningur, allir séu sammála og allir séu vinir. Auðvitað er gott þegar öllum kemur vel saman og eru sammála um hvert skal halda og hvað skuli gera en það er ekki hægt að ætlast til þess að öll dýrin í skóginum séu alltaf vinir. Dýrin í Hálsaskógi er frábært leikrit en það er ekki endilega raunveruleikinn. Starfsfólk gegnir mismunandi hlutverkum, er með mismikla ábyrgð, innsýn og reynslu. Þar fyrir utan hefur starfsfólk mismunandi hugmyndir um leiðir að settum markmiðum og eru ekki alltaf með sama ásetning í mismunandi starfshlutverkum. Þegar sálrænt öryggi er til staðar í starfsumhverfinu þá ríkir sú menning og þau viðhorf að fólk megi og eigi að skiptast á hugmyndum, rökræða, takast á málefnalega og þannig víkka sjóndeildarhringinn, auka hugmyndaauðgi og þekkingu og fjölga leiðum til lausna. Sé sálrænt öryggi til staðar í starfsumhverfi aukast lýkur á þátttöku starfsfólks, hugvit og frumkvæði eykst, slysum fækkar og neikvæð hegðun minnkar. Þannig leiðir sálrænt öryggi af sér frjósamara vinnuumhverfi þar sem fólk upplifir framlag sitt metið og það finnur að það er mikilvægur liðsmaður í heildinni. Hvernig geta stjórnendur aukið sálrænt öryggi? Mikilvægast er að stjórnendur fari fyrir með góðu fordæmi. Það þýðir í stuttu máli að stjórnendur leyfi sér að vera manneskjur sem stundum geri mistök, viti ekki allt en séu tilbúnir að bæta þekkingu og færni sína og bjóði starfsfólki að gera slíkt hið sama. Það þýðir að mæta starfsfólkinu sem manneskjum af virðingu, áhuga og hvatningu. Sálrænt öryggi í starfsumhverfinu kemur ekki í veg fyrir að fólk misstígi sig en það eykur líkur á því að þegar fólk misstígur sig, hvort sem um er að ræða stjórnanda eða starfsmann, þá er það gripið fyrr og leiðrétt á farsælli hátt. Allir á vinnustaðnum styðja hvern annan í jákvæðum samskiptum og láta hvern annan vita þegar einhver misstígur sig til að viðkomandi geti leiðrétt hegðun sína án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar og það er gert í virðingu og umhyggju. Það er nokkurn veginn það sem dýrunum í Hálsaskógi tókst að gera, kannski geta öll dýrin í skóginum verið vinir eftir allt. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál og viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirlitinu við úttekt á félagslegu vinnuumhverfi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun