Þetta segir í stöðuuppfærslu Landhelgisgæslunnar á Facebook. Þar segir að flogið hafi verið um Garðskaga, fyrir Reykjanes og austur að Surtsey. Við Reykjanesskaga og suður af landinu hafi sést miklir flekkir sem virtust vera af völdum mengunar.
Þá segir að mikill fjöldi uppsjávarskipa hafi verið á svæðinu, þar á meðal fjögur færeysk loðnuskip og eitt þeirra á veiðum.
Þyrlusveitin ákvað að gera stopp við Þrídranga og taka hífingar. Sigmanni var slakað niður og hann kannaði í leiðinni hvort allt væri ekki eins og það ætti að vera í vitahúsinu, sem það var, að því er segir í tilkynningunni.

Því næst hafi sigmaðurinn verið hífður um borð í TF-GNA og stefnan tekin á Heimaey þar sem eldsneyti var sett á tankinn áður en haldið var til Reykjavíkur.