Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nemendum í Taksindu flíspeysu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2023 17:08 Vinstri: Tómas og Dendi á tindi Kala Patarr með Dendi. Everestfjall í baksýn. Hægri: Börn og kennarar í Nepal í peysum sem þeir félagar söfnuðu. Aðsend Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda. Sjerpinn Dendi hefur aðstoðað hátt í þrjú hundruð íslendinga við fjallmennsku í Nepal og fylgt fjölmörgum upp í grunnbúðir Everest. Haraldur Örn Ólafsson, Vilborg Arna Gissurardóttir og John Snorri Sigurjónsson eru meðal þeirra sem hann hefur aðstoðað. Dendi og hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson eru góðir vinir en Tómas er annálaður áhugamaður um fjallaklifur og hefur klifið mörg hæstu fjöll heims. Tómas og Dendi hafa verið vinir í nokkur ár.Aðsend Í september á síðasta ári voru þeir félagar á ferðalagi í Nepal. „Þar opnaðist landið fyrir mér, ekki bara fjöllin heldur heimsóttum við einnig skóla í Kumbudalnum, spítala og heilsugæslustöðvar,“ segir Tómas. Í heimabæ Dendi, Taksindu, vatt ferðalagið upp á sig og þeir ákváðu að stofna til söfnunar. „Það er kalt þarna, þetta er hátt uppi í fjöllunum og í skólunum og á heimilum er mun minna kynt en venjulega þar sem olíuverð hefur rokið upp vegna stríðsins í Úkraínu,“ útskýrði Tómas í samtali við Vísi. Tvö hundruð nepölsk börn fengu afhentar stílabækur og skriffæri.Aðsend Þeir Dendi fengu þá hugmynd að safna fyrir flíspeysum handa börnum í þorpinu. Tómas segir að börnin neyðist til að vera kappklædd í skólanum, séu oft í dúnúlpu innandyra en kvarti þó aldrei. Afhentu níutíu peysur Þegar Dendi kom til Íslands í desember settu félagarnir upp fyrirlestra til styrktar verkefninu. Aðgangseyrir var þúsund krónur og rann óskiptur til verkefnisins. Allur ágóði fór í að kaupa flíspeysur en síðar ákváðu þeir að kaupa líka stílabækur og penna þar sem mikil þörf er á slíku. Tómas sagði að í staðinn fyrir að kaupa eða fá fyrirtæki hérlendis til að styrkja verkefnið hafi þeir ákveðið að kaupa flíspeysurnar í Nepal. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var annarsvegar sú að flutningskostnaður er gríðarlega hár en þeir vildu einnig styrkja innviði í Nepal. Kennarar og börn í flíspeysum sem Tómas og Dendi söfnuðu fyrir.Aðsend Söfnunin gekk vel og bæði einstaklingar og fyrirtæki styrktu verkefnið. Á föstudag voru svo afhentar níutíu flíspeysur til sjötíu barna og tuttugu kennara í skólanum Taksindu Monastery Lama School sem er fyrir munaðarlaus börn. Auk þess fengu yfir tvö hundruð nemendur stílabækur og penna. Allt var þetta merkt íslenska fánanum og vakti mikla lukku. Stefna á að gefa öllum nemendum peysu Tómas og Dendi eru þó hvergi nærri hættir. Þeir stefna nú á að kaupa flíspeysur á alla nemendur í þorpinu Dendli en til þess þurfa þeir að safna 4-500 þúsund krónum. Þá segir Tómas mikla þörf á skólatöskum sem þeir vonast einnig til að geta keypt. „Nepal er eitt af fátækustu löndum heims. Framleiðsla á hvern íbúa er í kringum 1.100 dollarar en 70.000 dollara á íbúa á Íslandi, segir Tómas. „Við erum því klárlega aflögufær, bæði einstaklingar og fyrirtæki.“ Hann segir fólkið í Nepal stálheiðarlegt og afar vinalegt, og því fái allir að kynnast sem ferðast um Nepal. Tómas bendir á að ef fyrirtæki eða einstaklingar hafi áhuga á að styrkja verkefnið er hægt að gera það með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: 0137-05-070295, kt. 110165-3829. Fjallamennska Ferðalög Góðverk Nepal Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Sjerpinn Dendi hefur aðstoðað hátt í þrjú hundruð íslendinga við fjallmennsku í Nepal og fylgt fjölmörgum upp í grunnbúðir Everest. Haraldur Örn Ólafsson, Vilborg Arna Gissurardóttir og John Snorri Sigurjónsson eru meðal þeirra sem hann hefur aðstoðað. Dendi og hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson eru góðir vinir en Tómas er annálaður áhugamaður um fjallaklifur og hefur klifið mörg hæstu fjöll heims. Tómas og Dendi hafa verið vinir í nokkur ár.Aðsend Í september á síðasta ári voru þeir félagar á ferðalagi í Nepal. „Þar opnaðist landið fyrir mér, ekki bara fjöllin heldur heimsóttum við einnig skóla í Kumbudalnum, spítala og heilsugæslustöðvar,“ segir Tómas. Í heimabæ Dendi, Taksindu, vatt ferðalagið upp á sig og þeir ákváðu að stofna til söfnunar. „Það er kalt þarna, þetta er hátt uppi í fjöllunum og í skólunum og á heimilum er mun minna kynt en venjulega þar sem olíuverð hefur rokið upp vegna stríðsins í Úkraínu,“ útskýrði Tómas í samtali við Vísi. Tvö hundruð nepölsk börn fengu afhentar stílabækur og skriffæri.Aðsend Þeir Dendi fengu þá hugmynd að safna fyrir flíspeysum handa börnum í þorpinu. Tómas segir að börnin neyðist til að vera kappklædd í skólanum, séu oft í dúnúlpu innandyra en kvarti þó aldrei. Afhentu níutíu peysur Þegar Dendi kom til Íslands í desember settu félagarnir upp fyrirlestra til styrktar verkefninu. Aðgangseyrir var þúsund krónur og rann óskiptur til verkefnisins. Allur ágóði fór í að kaupa flíspeysur en síðar ákváðu þeir að kaupa líka stílabækur og penna þar sem mikil þörf er á slíku. Tómas sagði að í staðinn fyrir að kaupa eða fá fyrirtæki hérlendis til að styrkja verkefnið hafi þeir ákveðið að kaupa flíspeysurnar í Nepal. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var annarsvegar sú að flutningskostnaður er gríðarlega hár en þeir vildu einnig styrkja innviði í Nepal. Kennarar og börn í flíspeysum sem Tómas og Dendi söfnuðu fyrir.Aðsend Söfnunin gekk vel og bæði einstaklingar og fyrirtæki styrktu verkefnið. Á föstudag voru svo afhentar níutíu flíspeysur til sjötíu barna og tuttugu kennara í skólanum Taksindu Monastery Lama School sem er fyrir munaðarlaus börn. Auk þess fengu yfir tvö hundruð nemendur stílabækur og penna. Allt var þetta merkt íslenska fánanum og vakti mikla lukku. Stefna á að gefa öllum nemendum peysu Tómas og Dendi eru þó hvergi nærri hættir. Þeir stefna nú á að kaupa flíspeysur á alla nemendur í þorpinu Dendli en til þess þurfa þeir að safna 4-500 þúsund krónum. Þá segir Tómas mikla þörf á skólatöskum sem þeir vonast einnig til að geta keypt. „Nepal er eitt af fátækustu löndum heims. Framleiðsla á hvern íbúa er í kringum 1.100 dollarar en 70.000 dollara á íbúa á Íslandi, segir Tómas. „Við erum því klárlega aflögufær, bæði einstaklingar og fyrirtæki.“ Hann segir fólkið í Nepal stálheiðarlegt og afar vinalegt, og því fái allir að kynnast sem ferðast um Nepal. Tómas bendir á að ef fyrirtæki eða einstaklingar hafi áhuga á að styrkja verkefnið er hægt að gera það með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: 0137-05-070295, kt. 110165-3829.
Fjallamennska Ferðalög Góðverk Nepal Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira