„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. mars 2023 22:07 Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur tók nokkur góð samtöl við dómarana í kvöld, þó ekki við Bjarka Þór enda dæmdi hann ekki leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur. „Hann var mjög kærkominn. Eins og við töluðum um fyrir leik þá erum við búnir að vera að strögla mikið og okkur var farið að þyrsta í sigur. Þannig að þetta var mjög kærkomið.“ Það fór ekkert á milli mála að Grindvíkinga þyrsti í þennan sigur, og ákefðin í þeirra leik og hugarfarið var til fyrirmyndar allar 40 mínútur leiksins. „Þetta er það sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Þessi litlu smáatriði sem skipta rosalega miklu máli, sérstaklega fyrir okkar lið. Það var til fyrirmyndar í dag og ég er bara mjög sáttur.“ „Það komu kaflar þarna í fyrri hálfleik og við vissum alltaf að þeir myndu setja einhver skot eftir að við komumst þarna á skrið í þriðja. En eins og þú segir, við vorum bara „kassinn út“ og settum fókusinn á næstu sókn. Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið.“ Gkay Skordilis var drjúgur fyrir Grindvíkinga í kvöld, skoraði 23 stig og virtist varla geta klikkað úr skoti í byrjun leiks. Jóhann tók undir að hann hefði átt skínandi leik í kvöld. „Ég held ég geti bara verið sammála því. Hann var að fá boltann á réttum stöðum, sérstaklega í upphafi leiks og kom okkur af stað í þessu. Það náttúrulega þrengir teiginn og opnar fyrir hina úti og þegar við fáum þetta jafnvægi á leikinn inni og fyrir utan þá er þetta að lúkka mjög vel.“ Með þessum sigri þá má segja að framhaldið sé í höndum Grindvíkinga sjálfra, en þeir eiga mjög mikilvægan leik í næstu umferð gegn Hetti, sem eru einum sigri á eftir Grindavík eftir úrslit kvöldsins. „Algjörlega. Það eru risaleikir framundan hjá okkur þessir fjórir sem eftir eru og munu skera úr um það hvernig þetta endar hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik var töluvert meira dæmt á Grindvíkinga en Stjörnumenn, en munurinn var tvöfaldur þegar mest var. Eftir leik varði Jóhann drjúgum tíma á spjalli við Davíð Tómas Tómasson dómara. Var Jóhann eitthvað að reyna að leggja honum línurnar? „Alls ekki. Hann er mikið betri í þessu en ég. Við vorum bara að spjalla um daginn og veginn, þetta var ekkert alvarlegt. Hvort ég var sáttur eða ekki sáttur, stór hluti af okkar leik er að einbeita okkur að því sem við stjórnum.“ „Það eru hlutir sem við getum ekki stjórnað og við getum ekki haft nein áhrif á dómarana. Mér fannst við gera mjög vel í því í kvöld og það hefur vantað upp á í því í síðustu leikjum. Þar ég meðsekur og við allir. Það þýðir ekkert að vera að hengja sig á dómgæsluna. Það er nóg að einbeita sér að annað. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að hafa áhrif á þessa þrjá sem blása í flautuna.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
„Hann var mjög kærkominn. Eins og við töluðum um fyrir leik þá erum við búnir að vera að strögla mikið og okkur var farið að þyrsta í sigur. Þannig að þetta var mjög kærkomið.“ Það fór ekkert á milli mála að Grindvíkinga þyrsti í þennan sigur, og ákefðin í þeirra leik og hugarfarið var til fyrirmyndar allar 40 mínútur leiksins. „Þetta er það sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Þessi litlu smáatriði sem skipta rosalega miklu máli, sérstaklega fyrir okkar lið. Það var til fyrirmyndar í dag og ég er bara mjög sáttur.“ „Það komu kaflar þarna í fyrri hálfleik og við vissum alltaf að þeir myndu setja einhver skot eftir að við komumst þarna á skrið í þriðja. En eins og þú segir, við vorum bara „kassinn út“ og settum fókusinn á næstu sókn. Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið.“ Gkay Skordilis var drjúgur fyrir Grindvíkinga í kvöld, skoraði 23 stig og virtist varla geta klikkað úr skoti í byrjun leiks. Jóhann tók undir að hann hefði átt skínandi leik í kvöld. „Ég held ég geti bara verið sammála því. Hann var að fá boltann á réttum stöðum, sérstaklega í upphafi leiks og kom okkur af stað í þessu. Það náttúrulega þrengir teiginn og opnar fyrir hina úti og þegar við fáum þetta jafnvægi á leikinn inni og fyrir utan þá er þetta að lúkka mjög vel.“ Með þessum sigri þá má segja að framhaldið sé í höndum Grindvíkinga sjálfra, en þeir eiga mjög mikilvægan leik í næstu umferð gegn Hetti, sem eru einum sigri á eftir Grindavík eftir úrslit kvöldsins. „Algjörlega. Það eru risaleikir framundan hjá okkur þessir fjórir sem eftir eru og munu skera úr um það hvernig þetta endar hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik var töluvert meira dæmt á Grindvíkinga en Stjörnumenn, en munurinn var tvöfaldur þegar mest var. Eftir leik varði Jóhann drjúgum tíma á spjalli við Davíð Tómas Tómasson dómara. Var Jóhann eitthvað að reyna að leggja honum línurnar? „Alls ekki. Hann er mikið betri í þessu en ég. Við vorum bara að spjalla um daginn og veginn, þetta var ekkert alvarlegt. Hvort ég var sáttur eða ekki sáttur, stór hluti af okkar leik er að einbeita okkur að því sem við stjórnum.“ „Það eru hlutir sem við getum ekki stjórnað og við getum ekki haft nein áhrif á dómarana. Mér fannst við gera mjög vel í því í kvöld og það hefur vantað upp á í því í síðustu leikjum. Þar ég meðsekur og við allir. Það þýðir ekkert að vera að hengja sig á dómgæsluna. Það er nóg að einbeita sér að annað. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að hafa áhrif á þessa þrjá sem blása í flautuna.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira