Hópferð á leik Vals í Göppingen – „gætu verið að skrifa söguna“ Stöð 2 Sport 7. mars 2023 11:23 Valur spilar við Göppingen í Þýskalandi í 16 liða úrslitum þann 28. mars og Stöð 2 Sport og Visitor standa fyrir hópferð til að styðja strákana. „Þetta er stórt móment, ekki bara fyrir Valsmenn heldur íslenskan handbolta. Þetta eru stjörnur framtíðarinnar, okkar næstu landsliðsmenn sem spila og eiga virkilega möguleika á að komast áfram,“ segir Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport um leik Vals við Göppingen í 16 liða úrslitum í Evrópudeild handbolta. Stöð 2 Sport stendur fyrir hópferð á leikinn í samstarfi við ferðaskrifstofuna Visitor og eru 50 sæti í boði. Flogið verður út þann 27. og heim 29. mars. Ásamt Stefáni fara Logi Geirsson og Gummi Ben með út. „Við Logi sjáum um umfjöllunina á vellinum og Gummi lýsir leiknum. Það er algjörlega stórkostlegt að vera komin á þennan stað og það sem gerir þetta svo spennandi er að Valur á virkilega séns. Lið Göppingen er risa stórt lið, spilar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en Valsmenn hafa verið að standa sig fáránlega vel og komið handboltasamfélaginu í Evrópu á óvart. Þeir hafa verið óstöðvandi hér heima og sagan mun dæma þetta lið sem það besta sem spilað hefur í íslensku deildinni! Þjálfari Göppingen er goðsögn í handboltaheiminum og hann var víst ekkert sérstaklega ánægður með að hafa fengið Val. Valsmenn gætu vel komist áfram í 8 liða úrslit og þá væru þeir að skrifa söguna í íslenska handboltanum,“ segir Stefán og lofar frábærri stemmningu á leiknum og í ferðinni. „Það verður mikil upplifun að mæta á þennan leik Höllin tekur 6000 manns og verður líklega full. Það verður brjáluð stemming þarna,“ segir Stefán. „Logi spilaði í Þýskalandi í mörg ár og hann elskar Göppingen á vorin, segir þetta einn fallegasta staðinn í Þýskalandi." Göppingen er fallegur og ekta þýskur bær í Suður-Þýskalandi, nálægt Stuttgart-héraði Baden-Württemberg. Siggi Hlö, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Visitor tekur undir það. Göppingen sé sextíuþúsund manna kósý bær sem gaman sé að heimsækja. „Þetta verður kjörin ferð fyrir vini eða hjón að fara saman, fá sér eitt stígvél af bjór, versla smá og skella sér á leik. Það er ekki algengt að félagslið í íslenska handboltanum nái svona langt og algjörlega tilefni til að henda í Hú-ið og „Ég er kominn heim“ stemmninguna,“ segir Siggi. Gist verður á 3 stjörnu hóteli með morgunverði í einungis 6 mínútna akstursfjarlægð frá EWS handboltahöllinni og hægt að tryggja sér sæti hér. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira
Stöð 2 Sport stendur fyrir hópferð á leikinn í samstarfi við ferðaskrifstofuna Visitor og eru 50 sæti í boði. Flogið verður út þann 27. og heim 29. mars. Ásamt Stefáni fara Logi Geirsson og Gummi Ben með út. „Við Logi sjáum um umfjöllunina á vellinum og Gummi lýsir leiknum. Það er algjörlega stórkostlegt að vera komin á þennan stað og það sem gerir þetta svo spennandi er að Valur á virkilega séns. Lið Göppingen er risa stórt lið, spilar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en Valsmenn hafa verið að standa sig fáránlega vel og komið handboltasamfélaginu í Evrópu á óvart. Þeir hafa verið óstöðvandi hér heima og sagan mun dæma þetta lið sem það besta sem spilað hefur í íslensku deildinni! Þjálfari Göppingen er goðsögn í handboltaheiminum og hann var víst ekkert sérstaklega ánægður með að hafa fengið Val. Valsmenn gætu vel komist áfram í 8 liða úrslit og þá væru þeir að skrifa söguna í íslenska handboltanum,“ segir Stefán og lofar frábærri stemmningu á leiknum og í ferðinni. „Það verður mikil upplifun að mæta á þennan leik Höllin tekur 6000 manns og verður líklega full. Það verður brjáluð stemming þarna,“ segir Stefán. „Logi spilaði í Þýskalandi í mörg ár og hann elskar Göppingen á vorin, segir þetta einn fallegasta staðinn í Þýskalandi." Göppingen er fallegur og ekta þýskur bær í Suður-Þýskalandi, nálægt Stuttgart-héraði Baden-Württemberg. Siggi Hlö, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Visitor tekur undir það. Göppingen sé sextíuþúsund manna kósý bær sem gaman sé að heimsækja. „Þetta verður kjörin ferð fyrir vini eða hjón að fara saman, fá sér eitt stígvél af bjór, versla smá og skella sér á leik. Það er ekki algengt að félagslið í íslenska handboltanum nái svona langt og algjörlega tilefni til að henda í Hú-ið og „Ég er kominn heim“ stemmninguna,“ segir Siggi. Gist verður á 3 stjörnu hóteli með morgunverði í einungis 6 mínútna akstursfjarlægð frá EWS handboltahöllinni og hægt að tryggja sér sæti hér.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira