Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Máni Snær Þorláksson skrifar 7. mars 2023 16:10 Valli flatbaka mun standa síðustu vaktina í mars. Eftir það verður hann Valli indican. Instagram Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgeiri. Í henni kemur fram að nýir eigendur, athafna- og veitingamennirnir Páll Ágúst Aðalheiðarson og Hafþór Rúnar Sigurðsson, muni taka við rekstrinum í lok mánaðarins. Þetta verður ekki þeirra fyrsta ródeó í pizzubakstri þar sem þeir hafa rekið saman matarvagninn PopUp Pizza. Átta ár eru liðin síðan Valli stofnaði Íslensku flatbökuna. Hann segir að ástæðan fyrir sölunni sé sú að hann er að einbeita sér meira að rekstrinum á öðrum veitingastaði sem er í hans eigu, Indican. „Flatbakan er barnið mitt sem ég hef nært og gefið alla mína athygli og orku síðastliðin 8 ár. Það hefur gengið vel og ég er virkilega þakklátur fyrir það. En uppá síðkastið hef ég þurft að sinna hinu barninu mínu sem er indican og öll mín orka og athygli fer í það núna ásamt öðrum verkefnum. Mér fannst því vera kominn tími á að rétta flatböku kyndilinn áfram,“ er haft eftir Valla í tilkynningunni. Hann segir að sér þyki virkilega vænt um Flatbökuna og því hafi það skipt hann miklu máli að reksturinn færi í réttar hendur. „Ég er búinn að þekkja Pál í mörg ár, hann vann fyrir mig á flatbökunni á sínum tíma og hefur verið spenntur í langan tíma að koma að rekstri flatbökunnar. Ég er sannfærður að Páll og Hafþór muni koma sterkir inn og halda áfram því góða starfi sem ég og mitt frábæra starfsfólk höfum gert hingað til.“ Valli flatbaka ekki lengur Valli flatbaka Sem fyrr segir hefur Valli verið kenndur við Flatbökuna undan farin ár. Hann segir að það sé skrýtin tilfinning að kallast ekki lengur Valli flatbaka. „Ég held ég heiti Valli flatbaka í símaskránni hjá 80% af fólki sem ég þekki. Auðvitað er þetta skrýtin tilfinning. Þetta er nú ekki mikil breyting, Valli flatbaka breytist í Valli indican og í staðinn kemur Palli flatbaka” Þá kemur fram að Valli sé ekki búinn að leggja pizzuspaðann alveg á hilluna. Hann ætlar nefnilega að standa síðustu vaktina á Flatbökunni sunnudaginn 19. mars. „Mig langar að kveðja með stæl og ætla að bjóða allar pizzur á 2500kr og láta 500kr af hverri seldri pizzu renna til góðgerðamála. Að lokum lofar hann að gráta ekki of mikið ofan í pizzur viðskiptavinanna á síðasta deginum sínum. Vistaskipti Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgeiri. Í henni kemur fram að nýir eigendur, athafna- og veitingamennirnir Páll Ágúst Aðalheiðarson og Hafþór Rúnar Sigurðsson, muni taka við rekstrinum í lok mánaðarins. Þetta verður ekki þeirra fyrsta ródeó í pizzubakstri þar sem þeir hafa rekið saman matarvagninn PopUp Pizza. Átta ár eru liðin síðan Valli stofnaði Íslensku flatbökuna. Hann segir að ástæðan fyrir sölunni sé sú að hann er að einbeita sér meira að rekstrinum á öðrum veitingastaði sem er í hans eigu, Indican. „Flatbakan er barnið mitt sem ég hef nært og gefið alla mína athygli og orku síðastliðin 8 ár. Það hefur gengið vel og ég er virkilega þakklátur fyrir það. En uppá síðkastið hef ég þurft að sinna hinu barninu mínu sem er indican og öll mín orka og athygli fer í það núna ásamt öðrum verkefnum. Mér fannst því vera kominn tími á að rétta flatböku kyndilinn áfram,“ er haft eftir Valla í tilkynningunni. Hann segir að sér þyki virkilega vænt um Flatbökuna og því hafi það skipt hann miklu máli að reksturinn færi í réttar hendur. „Ég er búinn að þekkja Pál í mörg ár, hann vann fyrir mig á flatbökunni á sínum tíma og hefur verið spenntur í langan tíma að koma að rekstri flatbökunnar. Ég er sannfærður að Páll og Hafþór muni koma sterkir inn og halda áfram því góða starfi sem ég og mitt frábæra starfsfólk höfum gert hingað til.“ Valli flatbaka ekki lengur Valli flatbaka Sem fyrr segir hefur Valli verið kenndur við Flatbökuna undan farin ár. Hann segir að það sé skrýtin tilfinning að kallast ekki lengur Valli flatbaka. „Ég held ég heiti Valli flatbaka í símaskránni hjá 80% af fólki sem ég þekki. Auðvitað er þetta skrýtin tilfinning. Þetta er nú ekki mikil breyting, Valli flatbaka breytist í Valli indican og í staðinn kemur Palli flatbaka” Þá kemur fram að Valli sé ekki búinn að leggja pizzuspaðann alveg á hilluna. Hann ætlar nefnilega að standa síðustu vaktina á Flatbökunni sunnudaginn 19. mars. „Mig langar að kveðja með stæl og ætla að bjóða allar pizzur á 2500kr og láta 500kr af hverri seldri pizzu renna til góðgerðamála. Að lokum lofar hann að gráta ekki of mikið ofan í pizzur viðskiptavinanna á síðasta deginum sínum.
Vistaskipti Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira