Alvarlegt að ekki hafi tekist að manna sjúkraflug Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2023 18:27 Heilbrigðisráðherra segir alvarlegt að maður sem beið eftir lifrarígræðslu hafi misst af tækifærinu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflug. Tryggja þurfi að atvikið endurtaki sig ekki en til greina komi að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að manninum hafi verið tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð í tæka tíð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp á Alþingi í dag. „Þetta er staða innviða á Íslandi í dag og öryggismála að flugvél Landhelgisgæslunnar er ekki tæk. Samningar við flugrekstraraðila sem hafa tekið að sér að annast flug milli landa í lífsnauðsynlegar aðgerðir það var ekki hægt að manna þá vél. Ég held að við verðum að gera þá kröfu að ríkisstjórnin sinni störfum sínum fyrir allan almenning hér á landi og tryggi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu“ Ekkert samkomulag er við flugfélögin um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir til greina koma að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. „Það er einn þátturinn sem við verðum að horfa inn í og skoða það. Ég hef átt óformlegt samtal við forstjóra Sjúkratrygginga og allir aðilar sem eiga hlut að máli í þessu harma auðvitað atvikið og það sem við verðum að gera núna er að fara yfir atburðarásina og formið og samninginn og með öllum ráðum tryggja að svona alvarlegt atvik eigi sér ekki stað.“ Heilbrigðismál Alþingi Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52 Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að manninum hafi verið tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð í tæka tíð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp á Alþingi í dag. „Þetta er staða innviða á Íslandi í dag og öryggismála að flugvél Landhelgisgæslunnar er ekki tæk. Samningar við flugrekstraraðila sem hafa tekið að sér að annast flug milli landa í lífsnauðsynlegar aðgerðir það var ekki hægt að manna þá vél. Ég held að við verðum að gera þá kröfu að ríkisstjórnin sinni störfum sínum fyrir allan almenning hér á landi og tryggi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu“ Ekkert samkomulag er við flugfélögin um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir til greina koma að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. „Það er einn þátturinn sem við verðum að horfa inn í og skoða það. Ég hef átt óformlegt samtal við forstjóra Sjúkratrygginga og allir aðilar sem eiga hlut að máli í þessu harma auðvitað atvikið og það sem við verðum að gera núna er að fara yfir atburðarásina og formið og samninginn og með öllum ráðum tryggja að svona alvarlegt atvik eigi sér ekki stað.“
Heilbrigðismál Alþingi Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52 Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. 7. mars 2023 13:52
Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34