Metnaðarfull þróunaráætlun í kringum Keflavíkurflugvöll Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 16:55 Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, kynnti í dag þróunaráætlun sína þar sem nýtt nafn og merki áætlunnar var afhjúpað. Í tilkynningu frá félaginu segir að áætlunin sé heildstæð sýn á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Uppbyggingin sé á þróunarsvæðum sem „saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.“ K64 er nafnið sem valið var á þróunaráætlunina. Nafnið vísar til staðsetningar Suðurnesja sem er á 64. Breiddargráðu. Á fundinum fluttu ávörp þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri og Steinunn Sigvaldadóttir, formaður stjórnar Kadeco. Þá var Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt og eigandi hjá KCAP, arkitekta- og skipulagsstofunni sem varð hlutskörpust í alþjóðlegri samkeppni Kadeco um þróun svæðisins, með erindi. Í kynningarmyndbandi Kadeco er farið yfir það helsta í áætluninni. Í því má sjá myndir af því hvernig svæðið í kringum flugvöllinn mun koma til með að líta út og óhætt er að segja að áætlunin sé metnaðarfull. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Þróunaráætlun Kadeco fyrir Suðurnes Sannfærður um að afraksturinn verði þess virði Áætlunin sem um ræðir nær til ársins 2050 en fyrstu skrefin í henni verða þó tekin strax. Þar má nefna þróun grænna iðngarða við Helgavíkurhöfn, bættar almenningssamgöngur á milli flugvallar og höfuðborgar, tilraunir með eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur og uppbygging íbúða á Ásbrú. „Þróunaráætlunin var unnin í afar umfangsmiklu samráði með hagaðilum á svæðinu og víðar sem skilar afurð sem er í takti við væntingar samfélagsins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn,“ er haft eftir Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. Pálmi segir að margir þurfi að leggjast saman á árarnar svo þessi sýn geti orðið að veruleika. Hann sé þó sannfærður um að afraksturinn verði þess virði og vel það. „Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með fólkinu á Suðurnesjum.“ Keflavíkurflugvöllur Arkitektúr Suðurnesjabær Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að áætlunin sé heildstæð sýn á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Uppbyggingin sé á þróunarsvæðum sem „saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.“ K64 er nafnið sem valið var á þróunaráætlunina. Nafnið vísar til staðsetningar Suðurnesja sem er á 64. Breiddargráðu. Á fundinum fluttu ávörp þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri og Steinunn Sigvaldadóttir, formaður stjórnar Kadeco. Þá var Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt og eigandi hjá KCAP, arkitekta- og skipulagsstofunni sem varð hlutskörpust í alþjóðlegri samkeppni Kadeco um þróun svæðisins, með erindi. Í kynningarmyndbandi Kadeco er farið yfir það helsta í áætluninni. Í því má sjá myndir af því hvernig svæðið í kringum flugvöllinn mun koma til með að líta út og óhætt er að segja að áætlunin sé metnaðarfull. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Þróunaráætlun Kadeco fyrir Suðurnes Sannfærður um að afraksturinn verði þess virði Áætlunin sem um ræðir nær til ársins 2050 en fyrstu skrefin í henni verða þó tekin strax. Þar má nefna þróun grænna iðngarða við Helgavíkurhöfn, bættar almenningssamgöngur á milli flugvallar og höfuðborgar, tilraunir með eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur og uppbygging íbúða á Ásbrú. „Þróunaráætlunin var unnin í afar umfangsmiklu samráði með hagaðilum á svæðinu og víðar sem skilar afurð sem er í takti við væntingar samfélagsins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn,“ er haft eftir Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. Pálmi segir að margir þurfi að leggjast saman á árarnar svo þessi sýn geti orðið að veruleika. Hann sé þó sannfærður um að afraksturinn verði þess virði og vel það. „Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með fólkinu á Suðurnesjum.“
Keflavíkurflugvöllur Arkitektúr Suðurnesjabær Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Sjá meira