Handbolti

Öruggur sigur Dana gegn læri­sveinum Al­freðs í fyrsta leiknum eftir heims­meistara­titilinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason mátti þola tap gegn Dönum í kvöld.
Alfreð Gíslason mátti þola tap gegn Dönum í kvöld. Vísir/Getty

Danir unnu öruggan sjö marka sigur á Þjóðverjum á æfingamóti í handknattleik en leikið var í Álaborg í kvöld.

Danir urðu heimsmeistarar í janúar þegar heimsmeistaramótinu lauk í Svíþjóð. Leikurinn í Álaborg í kvöld var þeirra fyrsti eftir heimsmeistaratitilinn og það er óhætt að segja að þeir hafi haldið partýinu gangandi.

Þeir unnu öruggan sjö marka sigur á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar á æfingamóti í kvöld. Heimamenn náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddu 16-11 í hálfleik.

Þeir bættu síðan í eftir hlé og náðu mest tíu marka forskoti. Munurinn varð að lokum sjö mörk og góður sigur Dana staðreynd.

Thormas Arnoldsen var markahæstur Dana með sjö mörk en Emil Nielsen átti stórleik í markinu og varði 43% þeirra skota sem hann fékk á sig. Juri Knorr skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja og var þeirra markahæstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×