Í hvaða höndum endar VR Arnþór Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 13:31 Eftir kynni mín af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR hefur hann vaxið í mínum augum sem einstaklingur. Hann er ekki bara mikill baráttumaður fyrir réttlæti í samfélaginu okkar heldur er hann mjög viðkunnanlegur einstaklingur. Hann er laus við allan hroka og yfirgang og maður sátta. Það sést best í þessari kosningabaráttu um formannsætið í VR að ekki einu sinni hefur hann ráðist að mótframbjóðanda sínum heldur hefur hann gefið honum svigrúm til þess að útskýra eða kynna sína afstöðu til ýmissa málefna. Ragnar Þór hefur hinsvegar mátt þola ótrúlegar ávirðingar frá meðframbjóðanda sínum og jafnvel þurft að leiðrétta upplognar ávirðingar og dylgjur og hefur gert það af stakri prúðmennsku. Í þessum kosningum er öllum meðulum beitt, og lýsir það kannski meðframbjóðandanum betur heldur en ávirðingunum og dylgjunum sem dynja á Ragnari. En hversvegan er sótt svo hart af einum besta og ötulasta baráttumanni sem VR hefur átt í áraraðir? Stutta svarið er að Ragnar Þór lætur ekki segja sér fyrir verkum og hlýðir ekki kerfislægum undirlægjuhætti í verkalýðshreyfingunni eða krýpur á kné fyrir auðvaldinu. En svarið er mun lengra og á sér magra ára sögu. Ragnar rís upp eftir efnahagshrunið og gagnrýnir verkalýðhreyfinguna harðlega fyrir að líta undan þegar tugþúsundir heimila eru tekin af venjulegu launafólki sem hafði ekkert til saka unnið í hildarleik stjórnmálamanna, seðlabankastjóra og útrásavíkinga. Ragnar Þór heldur áfram í gegnum áratuginn að benda á óeðlilega sjáftöku og spillinguna í samfélaginu. Verkalýðshreyfingin var vel á veg komin með að afsala sér verkfallsréttinum og undirgangast svo kallað SALEK þar sem kjör launafólks eru ákvörðuð af stjórnmálastéttinni og fjármagnseigendum þegar Ragnar verður formaður VR. Ragnar Þór hefur gagnrýnt þessa vegferð verkalýðshreyfingarinnar harðlega og hefur kjarni í verkalýðshreyfingunni lagt fæð á hann fyrir þessa óþægilegu andstöðu . Ólgan innan ASÍ er einmitt tilkomin að stórum hluta vegna SALEK og það er ósköp eðlilegt að það sé tekist á um þetta risastóra mál. Þegar andstæðingar Ragnars tala um óeiningu þá nefna þeir aldrei hvað liggur undir heldur fara þeir í ófræingarherferð gegn honum persónulega. Það má vel kalla Ragnar Þór róttækan verkalýðssinna en ef vel er skoða þá er rödd hans ávalt gegn misréttinu, spillingunni og undirgefni verkalýðshreyfingarinnar. Eftir að Ragnar Þór verður formaður VR varð rödd hans sterkari og fólk fór að hlusta á það sem hann hafði að segja. Að vera formaður í stærsta verkalýðsfélagi landsins gefur þeim einstaklingi mikið vægi og það skiptir máli hver þar situr fyrir félagsmenn VR og raunar fyrir samfélagið allt. Það hefur farið illa í marga hversu duglegur hann er að koma ýmsum málefnum í umræðun og vilja margir losna við Ragnar af sviðinu, SALEK hópur verkalýðshreyfingarinnar er þar framalega í flokki en fremstir eru þó stjórnarflokkarnir og fjármagnseigendur enda er Mogginn undirlagður þessa dagana í óhróðri um Ragnar og röddin sem er notuð er mótframbjóðandi Ragnars úr innsta hring VG. Það er svo sem skiljanlegt að ríkisstjórnarflokkarnir reyni að yfirtaka stærsta og öflugasta verkalýðsfélag landsins og trúverðugast að senda fulltrúa úr VG í þá vegferð, þá verður auðveldara að hemja verkalýðshreyfinguna og láta hana taka þá brauðmola sem hæfilegt er að skammta hverju sinni og ekki síður losnar ríkisstjórnin við að varpað sé ljósi á óþægileg mál sem hún hefur engan áhuga á því að sinna eins og húsnæðisskorti, fátækt, heilbrigðisþjónustu, menntun, listinn er langur en með því að yfirtaka bara verkalýðhreyfinguna verða stjórnarstöfin þægilegri. Nú þurfa VR félagar að rísa upp og koma í veg fyrir það sem vofir yfir. Stóra spurningin er eigum við að láta VR í hendur ríkisstjórnarinnar og fjármagnseigenda eða eigum við að halda áfram veginn og standa vörð um réttindi og kjör okkar? Kjósum Ragnar Þór sem formann áfram og forðum stórslysi sem er yfirvofandi. Höfundur er varamaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Eftir kynni mín af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR hefur hann vaxið í mínum augum sem einstaklingur. Hann er ekki bara mikill baráttumaður fyrir réttlæti í samfélaginu okkar heldur er hann mjög viðkunnanlegur einstaklingur. Hann er laus við allan hroka og yfirgang og maður sátta. Það sést best í þessari kosningabaráttu um formannsætið í VR að ekki einu sinni hefur hann ráðist að mótframbjóðanda sínum heldur hefur hann gefið honum svigrúm til þess að útskýra eða kynna sína afstöðu til ýmissa málefna. Ragnar Þór hefur hinsvegar mátt þola ótrúlegar ávirðingar frá meðframbjóðanda sínum og jafnvel þurft að leiðrétta upplognar ávirðingar og dylgjur og hefur gert það af stakri prúðmennsku. Í þessum kosningum er öllum meðulum beitt, og lýsir það kannski meðframbjóðandanum betur heldur en ávirðingunum og dylgjunum sem dynja á Ragnari. En hversvegan er sótt svo hart af einum besta og ötulasta baráttumanni sem VR hefur átt í áraraðir? Stutta svarið er að Ragnar Þór lætur ekki segja sér fyrir verkum og hlýðir ekki kerfislægum undirlægjuhætti í verkalýðshreyfingunni eða krýpur á kné fyrir auðvaldinu. En svarið er mun lengra og á sér magra ára sögu. Ragnar rís upp eftir efnahagshrunið og gagnrýnir verkalýðhreyfinguna harðlega fyrir að líta undan þegar tugþúsundir heimila eru tekin af venjulegu launafólki sem hafði ekkert til saka unnið í hildarleik stjórnmálamanna, seðlabankastjóra og útrásavíkinga. Ragnar Þór heldur áfram í gegnum áratuginn að benda á óeðlilega sjáftöku og spillinguna í samfélaginu. Verkalýðshreyfingin var vel á veg komin með að afsala sér verkfallsréttinum og undirgangast svo kallað SALEK þar sem kjör launafólks eru ákvörðuð af stjórnmálastéttinni og fjármagnseigendum þegar Ragnar verður formaður VR. Ragnar Þór hefur gagnrýnt þessa vegferð verkalýðshreyfingarinnar harðlega og hefur kjarni í verkalýðshreyfingunni lagt fæð á hann fyrir þessa óþægilegu andstöðu . Ólgan innan ASÍ er einmitt tilkomin að stórum hluta vegna SALEK og það er ósköp eðlilegt að það sé tekist á um þetta risastóra mál. Þegar andstæðingar Ragnars tala um óeiningu þá nefna þeir aldrei hvað liggur undir heldur fara þeir í ófræingarherferð gegn honum persónulega. Það má vel kalla Ragnar Þór róttækan verkalýðssinna en ef vel er skoða þá er rödd hans ávalt gegn misréttinu, spillingunni og undirgefni verkalýðshreyfingarinnar. Eftir að Ragnar Þór verður formaður VR varð rödd hans sterkari og fólk fór að hlusta á það sem hann hafði að segja. Að vera formaður í stærsta verkalýðsfélagi landsins gefur þeim einstaklingi mikið vægi og það skiptir máli hver þar situr fyrir félagsmenn VR og raunar fyrir samfélagið allt. Það hefur farið illa í marga hversu duglegur hann er að koma ýmsum málefnum í umræðun og vilja margir losna við Ragnar af sviðinu, SALEK hópur verkalýðshreyfingarinnar er þar framalega í flokki en fremstir eru þó stjórnarflokkarnir og fjármagnseigendur enda er Mogginn undirlagður þessa dagana í óhróðri um Ragnar og röddin sem er notuð er mótframbjóðandi Ragnars úr innsta hring VG. Það er svo sem skiljanlegt að ríkisstjórnarflokkarnir reyni að yfirtaka stærsta og öflugasta verkalýðsfélag landsins og trúverðugast að senda fulltrúa úr VG í þá vegferð, þá verður auðveldara að hemja verkalýðshreyfinguna og láta hana taka þá brauðmola sem hæfilegt er að skammta hverju sinni og ekki síður losnar ríkisstjórnin við að varpað sé ljósi á óþægileg mál sem hún hefur engan áhuga á því að sinna eins og húsnæðisskorti, fátækt, heilbrigðisþjónustu, menntun, listinn er langur en með því að yfirtaka bara verkalýðhreyfinguna verða stjórnarstöfin þægilegri. Nú þurfa VR félagar að rísa upp og koma í veg fyrir það sem vofir yfir. Stóra spurningin er eigum við að láta VR í hendur ríkisstjórnarinnar og fjármagnseigenda eða eigum við að halda áfram veginn og standa vörð um réttindi og kjör okkar? Kjósum Ragnar Þór sem formann áfram og forðum stórslysi sem er yfirvofandi. Höfundur er varamaður í stjórn VR.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun