Atvinnubílstjóri keyrði framan á bíl á Borgarfjarðarbrú Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. mars 2023 23:22 Það stórsér á bíl ökukennarans Þorsteins sem er samt sem áður þakklátur fyrir að ekki fór verr. Þorsteinn Bjarki Bíll ökukennara er illa farinn eftir að annar bílstjóri keyrði á miklum hraða framan á bílinn á öfugum vegarhelmingi á Borgarfjarðarbrú. Sá er leiðsögumaður og ásamt honum voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum. „Þriðjudaginn 3. janúar síðastliðinn var ég að kenna á bíl, eins og ég hef gert töluvert af síðasta árið. Undir stýri var ungur maður í sínum öðrum ökutíma. Við ætluðum að taka smá dreifbýlisrúnt,“ skrifar Þorsteinn Bjarki Pétursson ökukennari sem segir frá ákeyrslunni á Facebook. Vegna framkvæmda hafi önnur akreinin verið lokuð og og umferð hleypt í gegn til skiptis á hinni akreininni og stýrt með umferðarljósum. Á vinnusvæðinu er hámarkshraði jafnframt 50 km/klst. „Þegar við komum út úr þrengingunni eru fjórir bílar sem bíða á rauða ljósinu sunnan við vinnusvæðið. Fimmti bíllinn kemur aðvífandi undan Hafnarfjalli á fullri ferð. Við (kennarinn og neminn) vorum ansi samstíga á bremsuna þegar við sáum hann koma, en það er einungis um tvær sekúndur frá því að bíllinn kemur yfir á okkar vegarhelming þar til árekstur verður, eins og myndbandið sýnir. Myndavélin sýnir hraða bílsins okkar rétt fyrir áreksturinn: 43 km/klst. Hver ætli hraði hins bílsins sé við áreksturinn?“ spyr Þorsteinn. Þegar ökumaðurinn tekur loksins eftir bílunum sem hafa numið staðar keyrir hann yfir á hinn vegarhelminginn og loks framan á bíl Þorsteins. Myndband náðist af árekstrinum með mælaborðsmyndavél bílsins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það stórsér á bíl Þorsteins að gerð Skoda octavia eftir áreksturinn. Bíll Þorsteins er handónýtur eftir áreksturinn.Þorsteinn Bjarki „Til að bæta gráu ofaná svart var þarna á ferð íslenskur leiðsögumaður með tvo erlenda ferðamenn í bílnum. Atvinnubílstjóri.“ Minna sér á bíl ökuníðingsins sem er að gerð Land rover defender. Þorsteinn Bjarki Þorsteinn kveðst þakklátur að ekki hafi farið verr en bæði hann og ökuneminn hafa fundið fyrir töluverðum eymslum eftir slysið. „Kæru vinir, stöndum saman um að aka varlega og höfum hugann við aksturinn, ekki farsímann eða nokkuð annað.“ Samgönguslys Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Drónaumferð við herstöð í Belgíu Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Hvassast á Vestfjörðum Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
„Þriðjudaginn 3. janúar síðastliðinn var ég að kenna á bíl, eins og ég hef gert töluvert af síðasta árið. Undir stýri var ungur maður í sínum öðrum ökutíma. Við ætluðum að taka smá dreifbýlisrúnt,“ skrifar Þorsteinn Bjarki Pétursson ökukennari sem segir frá ákeyrslunni á Facebook. Vegna framkvæmda hafi önnur akreinin verið lokuð og og umferð hleypt í gegn til skiptis á hinni akreininni og stýrt með umferðarljósum. Á vinnusvæðinu er hámarkshraði jafnframt 50 km/klst. „Þegar við komum út úr þrengingunni eru fjórir bílar sem bíða á rauða ljósinu sunnan við vinnusvæðið. Fimmti bíllinn kemur aðvífandi undan Hafnarfjalli á fullri ferð. Við (kennarinn og neminn) vorum ansi samstíga á bremsuna þegar við sáum hann koma, en það er einungis um tvær sekúndur frá því að bíllinn kemur yfir á okkar vegarhelming þar til árekstur verður, eins og myndbandið sýnir. Myndavélin sýnir hraða bílsins okkar rétt fyrir áreksturinn: 43 km/klst. Hver ætli hraði hins bílsins sé við áreksturinn?“ spyr Þorsteinn. Þegar ökumaðurinn tekur loksins eftir bílunum sem hafa numið staðar keyrir hann yfir á hinn vegarhelminginn og loks framan á bíl Þorsteins. Myndband náðist af árekstrinum með mælaborðsmyndavél bílsins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það stórsér á bíl Þorsteins að gerð Skoda octavia eftir áreksturinn. Bíll Þorsteins er handónýtur eftir áreksturinn.Þorsteinn Bjarki „Til að bæta gráu ofaná svart var þarna á ferð íslenskur leiðsögumaður með tvo erlenda ferðamenn í bílnum. Atvinnubílstjóri.“ Minna sér á bíl ökuníðingsins sem er að gerð Land rover defender. Þorsteinn Bjarki Þorsteinn kveðst þakklátur að ekki hafi farið verr en bæði hann og ökuneminn hafa fundið fyrir töluverðum eymslum eftir slysið. „Kæru vinir, stöndum saman um að aka varlega og höfum hugann við aksturinn, ekki farsímann eða nokkuð annað.“
Samgönguslys Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Drónaumferð við herstöð í Belgíu Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Hvassast á Vestfjörðum Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira