Biden sagður munu leggja blessun sína yfir umfangsmikla olíuborun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 10:23 Heimildarmenn NYT segja stjórnvöld ekki telja sig hafa heimild til að koma í veg fyrir boranir ConocoPhillips. AP/ConocoPhillips New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfis Bandaríkjanna að stjórnvöld muni í dag samþykkja umfangsmiklar olíuboranir í Alaska, sem munu mögulega gefa af sér 600 milljón tunnur af hráolíu á 30 ára tímabili. Ákvörðun stjórnvalda um að heimila olíuvinnsluna hefur verið harðlega gagnrýnd en áætlað er að nýting olíunnar muni leiða til losunar nærri 280 milljón tonna af kolefnum í andrúmsloftið, sem jafngildir 9,2 milljón tonnum af kolefnismengun árlega. Um er að ræða losun á við tvær milljónir bifreiða. Samkvæmt New York Times munu stjórnvöld einnig tilkynna um verulegar takmarkanir á olíuborun í Norður-Íshafi og gefa út nýjar reglur til að vernda um það bil 16 milljón ekrur í National Petroleum Reserve-Alaska. Gagnrýnendur segja fyrirhugaðar aðgerðir hins vegar ekki munu draga úr áhyggjum manna vegna svokallaðs Willow-verkefnis, þar sem olíurisinn ConocoPhillips er í fararbroddi. Talsmenn olíuiðnaðarins og þingmenn í Alaska eru sagðir hafa verið duglegir við að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að samþykkja olíuborunina, sem mun fara fram innan National Petroleum Reserve-Alaska. Þá segja talsmenn stéttarfélaga og fleiri að framkvæmdirnar muni skapa 2.500 störf og afla stjórnvöldum 17 milljarða dala í tekjur. Umhverfisverndarsinnar og fulltrúar frumbyggja hafa hins vegar mótmælt harðlega og segja samþykki forsetans svik við loforð hans um að draga úr þörf Bandaríkjanna á jarðefnaeldsneyti. Þá hefur Alþjóðaorkumálastofnunin sagt að stjórnvöld vestanhafs verði að hætta að samþykkja ný olíu-, gas- og kolaverkefni ef heimsbyggðinni á að takast að milda áhrif loftslagsbreytinga. Samkvæmt New York Times hyggjast stjórnvöld samþykkja heimildir til borunar á þremur svæðum en hafna umsóknum um tvö svæði en annað liggur að votlendinu Teshekpuk Lake. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um fregnir af málinu fyrir helgi að öðru leyti en að segja að engin ákvörðun hefði verið tekin. Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Joe Biden Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda um að heimila olíuvinnsluna hefur verið harðlega gagnrýnd en áætlað er að nýting olíunnar muni leiða til losunar nærri 280 milljón tonna af kolefnum í andrúmsloftið, sem jafngildir 9,2 milljón tonnum af kolefnismengun árlega. Um er að ræða losun á við tvær milljónir bifreiða. Samkvæmt New York Times munu stjórnvöld einnig tilkynna um verulegar takmarkanir á olíuborun í Norður-Íshafi og gefa út nýjar reglur til að vernda um það bil 16 milljón ekrur í National Petroleum Reserve-Alaska. Gagnrýnendur segja fyrirhugaðar aðgerðir hins vegar ekki munu draga úr áhyggjum manna vegna svokallaðs Willow-verkefnis, þar sem olíurisinn ConocoPhillips er í fararbroddi. Talsmenn olíuiðnaðarins og þingmenn í Alaska eru sagðir hafa verið duglegir við að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að samþykkja olíuborunina, sem mun fara fram innan National Petroleum Reserve-Alaska. Þá segja talsmenn stéttarfélaga og fleiri að framkvæmdirnar muni skapa 2.500 störf og afla stjórnvöldum 17 milljarða dala í tekjur. Umhverfisverndarsinnar og fulltrúar frumbyggja hafa hins vegar mótmælt harðlega og segja samþykki forsetans svik við loforð hans um að draga úr þörf Bandaríkjanna á jarðefnaeldsneyti. Þá hefur Alþjóðaorkumálastofnunin sagt að stjórnvöld vestanhafs verði að hætta að samþykkja ný olíu-, gas- og kolaverkefni ef heimsbyggðinni á að takast að milda áhrif loftslagsbreytinga. Samkvæmt New York Times hyggjast stjórnvöld samþykkja heimildir til borunar á þremur svæðum en hafna umsóknum um tvö svæði en annað liggur að votlendinu Teshekpuk Lake. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um fregnir af málinu fyrir helgi að öðru leyti en að segja að engin ákvörðun hefði verið tekin.
Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Joe Biden Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira