Líkt og Besta-deildin hér á Íslandi skiptist danska deildin í tvo hluta þegar tvöföld umferð hefur verið leikin, efri og neðri hluta.
AGF og Randers voru bæði í hörkubaráttu um sæti í efri hlutanum fyrir leik kvöldsins og ljóst að sigur hefði nægt báðum liðum til að tryggja sæti sitt.
Mikael var í byrjunarliði AGF og lék allar mínútur venjulegs leiktíma, en var tekinn af velli á þriðju mínútu uppbótartíma.
AGF hafði að lokum betur, 2-1, og liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp. Randers situr hins vegar í sjötta sæti með 29 stig og þarf sigur gegn Álaborg í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í efri hlutanum.
Top 6 👏👏👏👏 #ksdh #agfrfc #agf pic.twitter.com/I5q7TQT1iH
— AGF (@AGFFodbold) March 13, 2023