„Ég bind miklar vonir við sveppi" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. mars 2023 16:19 Björk segir að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. Getty Björk Guðmundsdóttir var í viðtali við franska miðilinn Numéro nú á dögunum og fór þar um víðan völl. Tíunda hljómplata Bjarkar , Fossora, kom út í október síðastliðnum og líkt og fram kemur í viðtalinu koma sveppir þar víða við sögu, bæði í texta og myndum. Aðspurð um hvað sé svona heillandi við sveppi segist Björk vera heilluð af lækningamætti þeirra, útlit þeirra og orku, og tengingu þeirra við taugakerfi manna. „Í dag erum við að uppgötva svo margt um sveppi: á Chernobyl svæðinu og öðrum stöðum þar sem kjarnorkuhamfarir áttu sér stað eru sveppirnir fyrstu lífverurnar sem byrja að vaxa á ný. Ég bind miklar vonir við sveppi þegar kemur að loftlagskrísunni sem við stöndum frammi fyrir. Við ættum að veita þeim sem eru að rannsaka sveppi nánari gaum.“ Elskar að vera á Íslandi Í viðtalinu ræðir Björk einnig um lífið á Íslandi, en hún var búsett í London á tíunda áratugnum og síðan í New York í fjölda ára, áður en hún flutti alfarið til Íslands. „Þegar ég átti hús í London eða í Brooklyn þá bjó ég samt sem áður helminginn af tímanum á Íslandi, þar af leiðandi eru þessar tvær borgir mitt annað heimili. Ég elska að vera á Íslandi, ég var himinlifandi þegar ferðatakmarkanir voru settar á og ég þurfti þar af leiðandi hvorki af yfirgefa heimilið mitt á Íslandi eða fara á flugvöllinn, sem var ótrúlegt.“ Þá segir Björk að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. „Að búa í þorpi af þessari stærð gerir lífið afar auðvelt. Ég elska að ef mig langar að fara og sjá sýningu þá tekur það mig fimm mínútur að komast þangað. Ef ég vil eiga heimspekilegar samræður við vin minn, þá þarf ég ekki annað en að senda honum skilaboð og hitt hann svo á kaffihúsi eftir tíu mínútur. Ef ég vil sjá nýju Star Wars myndina þá er það í nokkurra mínútna göngufæri frá heimilinu mínu.“ Björk segir veðrið og smæð Reykjavíkur gera það að verkum að Íslendingar eru afar óheflaðir og frjálslegir. „Hér þarft þú ekki að plana hlutina fyrirfram. Ef þú segir við Íslending: „Þú getur komið í mat til mín eftir viku,“ þá heldur viðkomandi að maður sé eitthvað klikkaður, eins og ég upplifði þegar ég var að tala við Lundúnabúa eða New York búa! Í dag upplifi ég það ekki eins og ég sé að fórna öllum þessum hlutum sem ég gæti verið að gera í þessum stórborgum. Það er eiginlega þveröfugt. Núna er mikið af sýningum, leikverkum og tónleikum sem koma hingað til Íslands, þannig var það ekki þegar ég var á þrítugsaldri.“ Björk Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Tíunda hljómplata Bjarkar , Fossora, kom út í október síðastliðnum og líkt og fram kemur í viðtalinu koma sveppir þar víða við sögu, bæði í texta og myndum. Aðspurð um hvað sé svona heillandi við sveppi segist Björk vera heilluð af lækningamætti þeirra, útlit þeirra og orku, og tengingu þeirra við taugakerfi manna. „Í dag erum við að uppgötva svo margt um sveppi: á Chernobyl svæðinu og öðrum stöðum þar sem kjarnorkuhamfarir áttu sér stað eru sveppirnir fyrstu lífverurnar sem byrja að vaxa á ný. Ég bind miklar vonir við sveppi þegar kemur að loftlagskrísunni sem við stöndum frammi fyrir. Við ættum að veita þeim sem eru að rannsaka sveppi nánari gaum.“ Elskar að vera á Íslandi Í viðtalinu ræðir Björk einnig um lífið á Íslandi, en hún var búsett í London á tíunda áratugnum og síðan í New York í fjölda ára, áður en hún flutti alfarið til Íslands. „Þegar ég átti hús í London eða í Brooklyn þá bjó ég samt sem áður helminginn af tímanum á Íslandi, þar af leiðandi eru þessar tvær borgir mitt annað heimili. Ég elska að vera á Íslandi, ég var himinlifandi þegar ferðatakmarkanir voru settar á og ég þurfti þar af leiðandi hvorki af yfirgefa heimilið mitt á Íslandi eða fara á flugvöllinn, sem var ótrúlegt.“ Þá segir Björk að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. „Að búa í þorpi af þessari stærð gerir lífið afar auðvelt. Ég elska að ef mig langar að fara og sjá sýningu þá tekur það mig fimm mínútur að komast þangað. Ef ég vil eiga heimspekilegar samræður við vin minn, þá þarf ég ekki annað en að senda honum skilaboð og hitt hann svo á kaffihúsi eftir tíu mínútur. Ef ég vil sjá nýju Star Wars myndina þá er það í nokkurra mínútna göngufæri frá heimilinu mínu.“ Björk segir veðrið og smæð Reykjavíkur gera það að verkum að Íslendingar eru afar óheflaðir og frjálslegir. „Hér þarft þú ekki að plana hlutina fyrirfram. Ef þú segir við Íslending: „Þú getur komið í mat til mín eftir viku,“ þá heldur viðkomandi að maður sé eitthvað klikkaður, eins og ég upplifði þegar ég var að tala við Lundúnabúa eða New York búa! Í dag upplifi ég það ekki eins og ég sé að fórna öllum þessum hlutum sem ég gæti verið að gera í þessum stórborgum. Það er eiginlega þveröfugt. Núna er mikið af sýningum, leikverkum og tónleikum sem koma hingað til Íslands, þannig var það ekki þegar ég var á þrítugsaldri.“
Björk Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira