Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi, en hann leiðir rannsókn málsins.
Maðurinn, sem er um þrítugt, var leiddur fyrir dómara nú fyrir stundu.
Skýrslutaka yfir manninum hófst fyrr í dag og lauk nú síðdegis.
Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Grímur að maðurinn hefði verið handtekinn í gærkvöldi með sérsveit ríkislögreglustjóra.
„Hann finnst á grundvelli þess að við erum með allskonar upplýsingar, bæði úr öryggismyndavélum, sem og upplýsingar frá almenningi, og svo bara upplýsingar sem við notum við svona leit, sem við förum kannski ekki nákvæmlega út í hverjar eru.“
Hann gat engar frekari upplýsingar gefið um hinn handtekna.