Stjórnvöld í Bandaríkjunum hóta að banna TikTok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 07:28 TikTok er gríðarvinsælt í Bandaríkjunum og víðar. Getty/Anadolu Agency/Celal Gunes Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hótað því að banna samfélagsmiðilinn TikTok ef kínverskir fjárfestar selja ekki hlut sinn í fyrirtæknu. Áhyggjur eru uppi um að gögn fyrirtækisins endi í höndum yfirvalda í Kína. Stjórnvöld í Bretlandi, Kanada og Ástralíu hafa nú þegar í hyggju að banna einstaklingum sem starfa hjá hinu opinbera að vera með TikTok á símum sínum. Óttast er að Kínverjar séu að eða muni nota hið geysivinsæla smáforrit til að njósna um erlenda aðila. Vestanhafs hefur starfsmönnum alríkisins sömuleiðis verið bannað að vera með TikTok á símtækjum sínum. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, freistaði þess árið 2020 að banna Tik Tok en var stöðvaður af dómstólum. Brooke Oberwetter, talsmaður TikTok, staðfesti í gær að opinber nefnd um erlenda fjárfestingu í Bandaríkjunum hefði nýlega krafist þess að kínverskir fjárfestar seldu hlut sinn í fyrirtækinu. Annars væri hætta á að smáforritið yrði bannað. Oberwetter segir breytt eignarhald á fyrirtækinu hins vegar ekki munu breyta neinu varðandi gagnaflutninga og -öryggi. Framkvæmdastjóri TikTok, Shou Zi Chew, mun mæta fyrir bandaríska þingið í næstu viku. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims með yfir 100 milljón notendur í Bandaríkjunum. Fyrirtækið tilkynnti í febrúar um nýja öryggisáætlun fyrir Evrópu sem felur meðal annars í sér geymslu gagna á Írlandi og í Noregi og eftirlit óháðs þriðja aðila á öllum gögnum sem fara frá Evrópu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kína TikTok Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi, Kanada og Ástralíu hafa nú þegar í hyggju að banna einstaklingum sem starfa hjá hinu opinbera að vera með TikTok á símum sínum. Óttast er að Kínverjar séu að eða muni nota hið geysivinsæla smáforrit til að njósna um erlenda aðila. Vestanhafs hefur starfsmönnum alríkisins sömuleiðis verið bannað að vera með TikTok á símtækjum sínum. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, freistaði þess árið 2020 að banna Tik Tok en var stöðvaður af dómstólum. Brooke Oberwetter, talsmaður TikTok, staðfesti í gær að opinber nefnd um erlenda fjárfestingu í Bandaríkjunum hefði nýlega krafist þess að kínverskir fjárfestar seldu hlut sinn í fyrirtækinu. Annars væri hætta á að smáforritið yrði bannað. Oberwetter segir breytt eignarhald á fyrirtækinu hins vegar ekki munu breyta neinu varðandi gagnaflutninga og -öryggi. Framkvæmdastjóri TikTok, Shou Zi Chew, mun mæta fyrir bandaríska þingið í næstu viku. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims með yfir 100 milljón notendur í Bandaríkjunum. Fyrirtækið tilkynnti í febrúar um nýja öryggisáætlun fyrir Evrópu sem felur meðal annars í sér geymslu gagna á Írlandi og í Noregi og eftirlit óháðs þriðja aðila á öllum gögnum sem fara frá Evrópu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kína TikTok Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent