Hætta við yfirtökuna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júlí 2025 18:17 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Play til kauphallar. Þann 10. júní tilkynnti Fly Play hf. að félaginu hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 ehf., þess efnis BBL 212 ehf. og yfirtökuhópur, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni, að yfirtökuhópurinn hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. „Play hefur borist tilkynning frá BBL 212 ehf. og yfirtökuhópnum um að fallið sé frá áformum um valfrjálst tilboð,“ segir í tilkynningunni. Eftirfarandi hafi komið fram í tilkynningu frá BBL 212 og yfirtökuhópnum: „Áform og framtíðarsýn yfirtökuhópsins hafa fengið góðar viðtökur hluthafa félagsins, en eftir samtöl við hluthafa hefur komið fram að vilji margra er að Play hafi hlutabréf sín áfram skráð á aðalmarkað. Í ljósi framangreinds hefur yfirtökuhópurinn tekið ákvörðun um að falla frá áformum um að gera valfrjálst yfirtökutilboð í hlutabréf félagsins, en mun áfram styðja við félagið í komandi vegferð, sem einhugur er um meðal hluthafa félagsins.“ Í fréttatilkynningu frá Play segir að félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 20 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði um 2,425 milljónum króna. Fjármögnunin verði í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Stærstu eigendur félagsins og aðrir íslenskir fjárfestar verði meðal þeirra sem taka þátt í fjármögnuninni. „Er það skýr stuðningsyfirlýsing við áframhaldandi uppbyggingu Play og breytingar sem boðaðar hafa verið á viðskiptalíkani félagsins,“ segir í tilkynningu. Breytingarnar sem boðaðar hafa verið eru eftirfarandi: Gott framboð verði til sólarlandastaða og vinsælla borga meðal Íslendinga. Fjórar flugvélar sinni flugi frá Íslandi. Vélarnar fjórar verði áfram rauðar, áhafnir frá Íslandi og á íslenskum kjarasamningum. Hinar sex vélarnar verði leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025 og borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu fækkað. Flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu skilað. Á sama tíma verði líkt og fyrr segir fallið frá boðuðu yfirtökutilboði í allt hlutafé. „Við áttum mörg góð samtöl við hluthafa þar sem þeir lýstu yfir miklum vilja til að hafa félagið áfram skráð á aðalmarkaði Kauphallar. Þess vegna var þessi leið farin við útfærslu á fjármögnun félagsins. Félagið hefur þess í stað safnað áskriftarloforðum að breytanlegu skuldabréfi að upphæð 2.425 m.kr. Þessi niðurstaða er skýr stuðningsyfirlýsing við áætlanir félagsins og áframhaldandi uppbyggingu. Viðbrögðin við nýju viðskiptamódeli eru góð og það er ánægjulegt að sjá aukið vægi stofnanafjárfesta í þessari fjármögnunarlotu. Við höfum nú þegar séð jákvæð áhrif breytts viðskiptalíkans á rekstur félagsins þar sem við einblínum á flugleiðir sem skila góðri afkomu og leigjum út þotur í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Við ætlum að byggja upp öflugt og gott flugfélag sem Íslendingar velja og höldum ótrauð áfram á þeirri braut,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Play til kauphallar. Þann 10. júní tilkynnti Fly Play hf. að félaginu hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 ehf., þess efnis BBL 212 ehf. og yfirtökuhópur, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni, að yfirtökuhópurinn hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. „Play hefur borist tilkynning frá BBL 212 ehf. og yfirtökuhópnum um að fallið sé frá áformum um valfrjálst tilboð,“ segir í tilkynningunni. Eftirfarandi hafi komið fram í tilkynningu frá BBL 212 og yfirtökuhópnum: „Áform og framtíðarsýn yfirtökuhópsins hafa fengið góðar viðtökur hluthafa félagsins, en eftir samtöl við hluthafa hefur komið fram að vilji margra er að Play hafi hlutabréf sín áfram skráð á aðalmarkað. Í ljósi framangreinds hefur yfirtökuhópurinn tekið ákvörðun um að falla frá áformum um að gera valfrjálst yfirtökutilboð í hlutabréf félagsins, en mun áfram styðja við félagið í komandi vegferð, sem einhugur er um meðal hluthafa félagsins.“ Í fréttatilkynningu frá Play segir að félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 20 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði um 2,425 milljónum króna. Fjármögnunin verði í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Stærstu eigendur félagsins og aðrir íslenskir fjárfestar verði meðal þeirra sem taka þátt í fjármögnuninni. „Er það skýr stuðningsyfirlýsing við áframhaldandi uppbyggingu Play og breytingar sem boðaðar hafa verið á viðskiptalíkani félagsins,“ segir í tilkynningu. Breytingarnar sem boðaðar hafa verið eru eftirfarandi: Gott framboð verði til sólarlandastaða og vinsælla borga meðal Íslendinga. Fjórar flugvélar sinni flugi frá Íslandi. Vélarnar fjórar verði áfram rauðar, áhafnir frá Íslandi og á íslenskum kjarasamningum. Hinar sex vélarnar verði leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025 og borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu fækkað. Flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu skilað. Á sama tíma verði líkt og fyrr segir fallið frá boðuðu yfirtökutilboði í allt hlutafé. „Við áttum mörg góð samtöl við hluthafa þar sem þeir lýstu yfir miklum vilja til að hafa félagið áfram skráð á aðalmarkaði Kauphallar. Þess vegna var þessi leið farin við útfærslu á fjármögnun félagsins. Félagið hefur þess í stað safnað áskriftarloforðum að breytanlegu skuldabréfi að upphæð 2.425 m.kr. Þessi niðurstaða er skýr stuðningsyfirlýsing við áætlanir félagsins og áframhaldandi uppbyggingu. Viðbrögðin við nýju viðskiptamódeli eru góð og það er ánægjulegt að sjá aukið vægi stofnanafjárfesta í þessari fjármögnunarlotu. Við höfum nú þegar séð jákvæð áhrif breytts viðskiptalíkans á rekstur félagsins þar sem við einblínum á flugleiðir sem skila góðri afkomu og leigjum út þotur í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Við ætlum að byggja upp öflugt og gott flugfélag sem Íslendingar velja og höldum ótrauð áfram á þeirri braut,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira