Umfjöllun: Höttur - Keflavík 84-89 | Keflvíkingar aftur á sigurbraut Pétur Guðmundsson skrifar 16. mars 2023 23:52 Keflvíkingar unnu langþráðan sigur í kvöld. Visir/ Diego Eftir fjóra tapleiki í röð komu Keflvíkingar sér aftur á sigurbraut með naumum fimm stiga sigri gegn Hetti frá Egilsstöðum í kvöld, 84-89. Leikur kvöldsins milli Hattar og Keflavíkru fórr fram í MVA höllinni á Egilsstöðum og það var mikið jafnræði með liðunum til að byrja með. Bæði lið voru dugleg að sækja inní teig og skotnýtingin há. Bæði liðin voru að leggja meira uppúr sókarleik frekar enn varnarleik og nokkuð hraður leikur í boði fyrstu mínúturnar. 12-15 um miðjan leikhlutan og Nemanja og Okeke skiptust á að skora meðan Milka var geymdur á bekknum. Keflavík náðu upp nokkra stigaforskoti og voru að fá framlag frá öllum sem komu á gólfið. Staðan 31- 26 eftir fyrsta leikhluta og Keflavík skrefi á undan. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrsti, meiri sókn og passlega mikil vörn og jafnt á löngum köflum. Hjalti tók leikhlé um miðjan leikhlutan og hans brugðust vel við því spjalli, settu 5 snögg stig og voru skrefinu á undan. Undir lok leikhlutans sýndi Obie Trotter snilli sína og sannaði að hann er með bestu hendurnar í deildinni, rændi Val Orra boltanum á miðjunni. Þessi varnarleikur dugði þó skammt Keflavík leiddi í hálfleik 47-51. Hjá Hetti voru það Bryan Alberts með 11 stig og Nemanja með 12 stig og 7 fráköst sem voru atkvæðamestir. Fyrir Keflavík voru það Okeke með 11 stig og Valur Orri með 6 stig og 5 stoðsendingar. Í seinni hálfleik náðu Keflvíkingar að keyra muninn upp í 11 stig og aftur jókst hraðinn í leiknum. Höttur reyndi að keyra í bakið á Keflavík en náðu ekki að minnka muninn. Keflvíkingar byrjuðu að setja þriggja stigaskotin sín og um miðjan leikhlutan var staðan 54-66. Jaka Brodnik fékk sína 4 villu þegar ennþá voru 15 mínútur eftir. Þeir létu það ekki á sig fá og náðu að fylla í hans skarð með framlagi úr öllum áttum. Í stöðunni 60-68 elta leikmenn lausan bolta á hliðarlínunni og í framhaldi af þvi hefjast ýtingar og menn farnir að hækka róminn. Dómararnir í skjáinn og voru snöggir að slökkva í mönnum með 1 tæknivillu á hvort lið. Passlega mikil dramatík þar. Þessi leikþáttur kveikti vissulega aðeins í keppisskapi beggja liða enn gæði leiksins jukust ekki. 64-72 eftir þrjá leikhluta. Milka skellti í sjaldgæfan þrist og sendi stúkunni kveðju á sama tíma og hann setti stöðuna í 67-77 og Keflavík farið að líða vel í bílstjórasætinu. Höttur náði ekki að byrja að minnka mun fyrr en þegar um 4 mínútur lifðu leiks og gerðu vel gera leikinn spennandi. Breyttu stöðunni úr 72-82 í 77-82 og neyddu Hjalta í taka leikhlé. Enn og aftur nær Höttur að koma sér í spennandi leik, voru skrefi á eftir og náðu bara ekki að setja stóru skotin, 80-84 og áfram leiddu Keflaví. 82-87 og Höttur missir boltann útaf. Þjálfarar Hattar tuða og tuða nóg til að Jóhannes dómari gefst upp að lokum og verðlaunar með tæknivillu. Milka hafði eitthvað að segja við þjálfarateymi Hattar og fékk sömuleiðis tæknivillu. Lokamínútan ætlaði aldrei að enda og fór svo að Höttur þurfti að fara í brjóta á þeim. Eric Ayala nýtti 2 af 4 vítum sem dugði til og Keflavík hafði sigur. Körfubolti Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF
Eftir fjóra tapleiki í röð komu Keflvíkingar sér aftur á sigurbraut með naumum fimm stiga sigri gegn Hetti frá Egilsstöðum í kvöld, 84-89. Leikur kvöldsins milli Hattar og Keflavíkru fórr fram í MVA höllinni á Egilsstöðum og það var mikið jafnræði með liðunum til að byrja með. Bæði lið voru dugleg að sækja inní teig og skotnýtingin há. Bæði liðin voru að leggja meira uppúr sókarleik frekar enn varnarleik og nokkuð hraður leikur í boði fyrstu mínúturnar. 12-15 um miðjan leikhlutan og Nemanja og Okeke skiptust á að skora meðan Milka var geymdur á bekknum. Keflavík náðu upp nokkra stigaforskoti og voru að fá framlag frá öllum sem komu á gólfið. Staðan 31- 26 eftir fyrsta leikhluta og Keflavík skrefi á undan. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrsti, meiri sókn og passlega mikil vörn og jafnt á löngum köflum. Hjalti tók leikhlé um miðjan leikhlutan og hans brugðust vel við því spjalli, settu 5 snögg stig og voru skrefinu á undan. Undir lok leikhlutans sýndi Obie Trotter snilli sína og sannaði að hann er með bestu hendurnar í deildinni, rændi Val Orra boltanum á miðjunni. Þessi varnarleikur dugði þó skammt Keflavík leiddi í hálfleik 47-51. Hjá Hetti voru það Bryan Alberts með 11 stig og Nemanja með 12 stig og 7 fráköst sem voru atkvæðamestir. Fyrir Keflavík voru það Okeke með 11 stig og Valur Orri með 6 stig og 5 stoðsendingar. Í seinni hálfleik náðu Keflvíkingar að keyra muninn upp í 11 stig og aftur jókst hraðinn í leiknum. Höttur reyndi að keyra í bakið á Keflavík en náðu ekki að minnka muninn. Keflvíkingar byrjuðu að setja þriggja stigaskotin sín og um miðjan leikhlutan var staðan 54-66. Jaka Brodnik fékk sína 4 villu þegar ennþá voru 15 mínútur eftir. Þeir létu það ekki á sig fá og náðu að fylla í hans skarð með framlagi úr öllum áttum. Í stöðunni 60-68 elta leikmenn lausan bolta á hliðarlínunni og í framhaldi af þvi hefjast ýtingar og menn farnir að hækka róminn. Dómararnir í skjáinn og voru snöggir að slökkva í mönnum með 1 tæknivillu á hvort lið. Passlega mikil dramatík þar. Þessi leikþáttur kveikti vissulega aðeins í keppisskapi beggja liða enn gæði leiksins jukust ekki. 64-72 eftir þrjá leikhluta. Milka skellti í sjaldgæfan þrist og sendi stúkunni kveðju á sama tíma og hann setti stöðuna í 67-77 og Keflavík farið að líða vel í bílstjórasætinu. Höttur náði ekki að byrja að minnka mun fyrr en þegar um 4 mínútur lifðu leiks og gerðu vel gera leikinn spennandi. Breyttu stöðunni úr 72-82 í 77-82 og neyddu Hjalta í taka leikhlé. Enn og aftur nær Höttur að koma sér í spennandi leik, voru skrefi á eftir og náðu bara ekki að setja stóru skotin, 80-84 og áfram leiddu Keflaví. 82-87 og Höttur missir boltann útaf. Þjálfarar Hattar tuða og tuða nóg til að Jóhannes dómari gefst upp að lokum og verðlaunar með tæknivillu. Milka hafði eitthvað að segja við þjálfarateymi Hattar og fékk sömuleiðis tæknivillu. Lokamínútan ætlaði aldrei að enda og fór svo að Höttur þurfti að fara í brjóta á þeim. Eric Ayala nýtti 2 af 4 vítum sem dugði til og Keflavík hafði sigur.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum