Veiðikonur fjölmenntu á námskeið Karl Lúðvíksson skrifar 17. mars 2023 11:21 Það hefði mátt heyra saumnál detta þvílíkur var áhuginn á námskeiðinu Max Lax sem þeir Hrafn H. Hauksson og Sigþór Steinn Ólafsson héldu fyrir Kvennanefnd SVFR í kvöld. Námskeiðið er ætlað veiðifólki sem vil ná betri árangri í sinni laxveiði og þeir Hrafn og Sigþór hafa báðir mikla reynslu af laxveiðum sem og leiðsögumennsku um allt land. Það seldist fljótt upp á námskeiðið og því augljóst að áhuginn er mikill og konur farnar að setja sig í stellingar fyrir næsta sumar. Tuttugu mættu á námskeiðið og halda þær út í komandi tímabil með nokkur ný trix upp í erminni. “Laxveiðin er svo miklu meira en eitt 45 gráðu kast og eitt skref komumst við að” sagði Helga Gísla. Önnur hafði á orði eftir námskeiðið; "Þessi laxveiði er svo mótsagnakennd, þetta er blanda af nördaskap, vísindum, hjátrú, hinu yfirskilningslega, andrenalínfíkn og ósk um kyrrð og ró." Toppið það. Kvennanefnd SVFR fagnar 10 ára afmæli í haust og á þessum 10 árum hefur það verið markmið nefndarinnar að bjóða konum upp á fræðslu yfir vetrarmánuðina. Afhverju vera með sér kvennanefnd? Aðspurð segir Helga að mikilvægt sé að vera með kvennanefnd, því nálgun kvenna í veiði er oft á tíðum ólík karla og þarf að hlúa að því. Stjórn kvennanefndar skipa Sæunn Þorkelsdóttir formaður, Helga Gísladóttir, Rún Knútsdóttir og Þóra Sigrún Hjaltadóttir. Stangveiði Mest lesið Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Ennþá veiðast regnboga silungar í Minnivallalæk Veiði Mikil ásókn í veiðileyfi fyrir 2023 Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði
Námskeiðið er ætlað veiðifólki sem vil ná betri árangri í sinni laxveiði og þeir Hrafn og Sigþór hafa báðir mikla reynslu af laxveiðum sem og leiðsögumennsku um allt land. Það seldist fljótt upp á námskeiðið og því augljóst að áhuginn er mikill og konur farnar að setja sig í stellingar fyrir næsta sumar. Tuttugu mættu á námskeiðið og halda þær út í komandi tímabil með nokkur ný trix upp í erminni. “Laxveiðin er svo miklu meira en eitt 45 gráðu kast og eitt skref komumst við að” sagði Helga Gísla. Önnur hafði á orði eftir námskeiðið; "Þessi laxveiði er svo mótsagnakennd, þetta er blanda af nördaskap, vísindum, hjátrú, hinu yfirskilningslega, andrenalínfíkn og ósk um kyrrð og ró." Toppið það. Kvennanefnd SVFR fagnar 10 ára afmæli í haust og á þessum 10 árum hefur það verið markmið nefndarinnar að bjóða konum upp á fræðslu yfir vetrarmánuðina. Afhverju vera með sér kvennanefnd? Aðspurð segir Helga að mikilvægt sé að vera með kvennanefnd, því nálgun kvenna í veiði er oft á tíðum ólík karla og þarf að hlúa að því. Stjórn kvennanefndar skipa Sæunn Þorkelsdóttir formaður, Helga Gísladóttir, Rún Knútsdóttir og Þóra Sigrún Hjaltadóttir.
Stangveiði Mest lesið Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Ennþá veiðast regnboga silungar í Minnivallalæk Veiði Mikil ásókn í veiðileyfi fyrir 2023 Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði