Hvernig lítur Ísland út 2040? Nótt Thorberg skrifar 17. mars 2023 11:30 Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll. Framtíðarsýn Íslands í þessum efnum er sérstaklega metnaðarfull. Árið 2040 verður Ísland kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti miðað við markmið ríkisstjórnarinnar sem birtast meðal annars í stefnuyfirlýsingu. Það er samhugur og fullur vilji til að raungera þessi markmið, bæði af hálfu stjórnvalda og atvinnulífs þó vissulega eigi eftir að varða leiðina að settu marki. Margt þarf vissulega að ganga upp. Draga þarf umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og skipta þarf út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orkugjafa. Árið 2040 er gert ráð fyrir að allar samgöngur á landi, sjó og flugi verði knúnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. Því mun óneitanlega fylgja miklar fjárfestingar og framsýni er þörf, nálgast þarf hlutina með nýjum hætti, í raun nýrri hugsun og með umfangsmikilli nýsköpun. Lykillinn að árangri felst í náinni samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Margt þarf að koma heim og saman á sama tíma. Leita þarf nýrra lausna, atvinnulífið er með drifkraftinn og leiðirnar en það er stjórnvalda að skapa réttu skilyrðin fyrir umbreytinguna svo hraða megi málum í átt að nýrri framtíð. Mikil þörf er á samstilltu átaki og við verðum að hafa metnað til að sjá það mögulega í því ómögulega. Ef til vill er það einmitt þetta sem gerir umbreytinguna svo heillandi. Hún kallar á aðkomu allra atvinnugreina, stjórnvalda sem og annarra hagaðila um land allt eigi markmiðin fram að ganga. Hún kallar á að við séum reiðubúin að prófa nýja hluti, hugsa út fyrir kassann og fara nýjar leiðir, en líka huga að því hvernig við vinnum best saman. Við höfum oft sýnt áræðni, nýtt okkur smæðina, auðlindir lands í formi mannauðs, sérstöðu okkar og náttúru og verið brautryðjendur á ólíkum sviðum. Við búum að ákveðnu forskoti en í þessari vegferð mun það skipta meira máli en ella að við lærum af reynslu og þekkingu annarra þjóða. Því ekkert ríki er eyland í þessum efnum. Ekki einu sinni Ísland, þrátt fyrir að vera eyja. Lausnir og samstarf við aðrar þjóðir munu gera okkur kleift að hraða málum umtalsvert og finna bestu lausnirnar. Danir standa framarlega í loftslagsmálum. Í Danmörku er stefnt að því að draga úr losun sem nemur 70% fyrir árið 2030. Danir, líkt og Íslendingar, búa við forskot hvað endurnýjanlega orkugjafa varðar en samt sem áður hefur á undanförnum árum allt kapp verið lagt á umfangsmikið, þverfaglegt og náið samstarf atvinnulífs og stjórnvalda til að ná kolefnishlutleysi. Í allri þessari vinnu hafa Danir ekki aðeins leitað nýrra leiða til að draga úr losun en líka horft til þess að öll vinna miði samhliða að því að auka samkeppnishæfi Danmerkur í alþjóðlegu umhverfi. Dæmi Dana sýnir að loftslagsmál og tækifærin geta farið saman. Framlag Dana á heimsvísu er ef til vill ekki stórt, sé horft til hlutfalls losunar Dana, samanborið við önnur lönd, en þær brautryðjendalausnir og lykilleiðir sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa komið sér saman um geta óneitanlega verið öðrum þjóðum mikil hvatning og lærdómur. Það er nefnilega allt hægt þegar að við vinnum saman. Verum því hugfangin af nýrri framtíð og sækjum fram saman. Fyrir Ísland 2040 og óskert tækifæri komandi kynslóða. Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í Danmörku í að móta sýn um kolefnishlutlausa Danmörku og lykillausnir eru meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Nótt Thorberg Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll. Framtíðarsýn Íslands í þessum efnum er sérstaklega metnaðarfull. Árið 2040 verður Ísland kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti miðað við markmið ríkisstjórnarinnar sem birtast meðal annars í stefnuyfirlýsingu. Það er samhugur og fullur vilji til að raungera þessi markmið, bæði af hálfu stjórnvalda og atvinnulífs þó vissulega eigi eftir að varða leiðina að settu marki. Margt þarf vissulega að ganga upp. Draga þarf umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og skipta þarf út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orkugjafa. Árið 2040 er gert ráð fyrir að allar samgöngur á landi, sjó og flugi verði knúnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. Því mun óneitanlega fylgja miklar fjárfestingar og framsýni er þörf, nálgast þarf hlutina með nýjum hætti, í raun nýrri hugsun og með umfangsmikilli nýsköpun. Lykillinn að árangri felst í náinni samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Margt þarf að koma heim og saman á sama tíma. Leita þarf nýrra lausna, atvinnulífið er með drifkraftinn og leiðirnar en það er stjórnvalda að skapa réttu skilyrðin fyrir umbreytinguna svo hraða megi málum í átt að nýrri framtíð. Mikil þörf er á samstilltu átaki og við verðum að hafa metnað til að sjá það mögulega í því ómögulega. Ef til vill er það einmitt þetta sem gerir umbreytinguna svo heillandi. Hún kallar á aðkomu allra atvinnugreina, stjórnvalda sem og annarra hagaðila um land allt eigi markmiðin fram að ganga. Hún kallar á að við séum reiðubúin að prófa nýja hluti, hugsa út fyrir kassann og fara nýjar leiðir, en líka huga að því hvernig við vinnum best saman. Við höfum oft sýnt áræðni, nýtt okkur smæðina, auðlindir lands í formi mannauðs, sérstöðu okkar og náttúru og verið brautryðjendur á ólíkum sviðum. Við búum að ákveðnu forskoti en í þessari vegferð mun það skipta meira máli en ella að við lærum af reynslu og þekkingu annarra þjóða. Því ekkert ríki er eyland í þessum efnum. Ekki einu sinni Ísland, þrátt fyrir að vera eyja. Lausnir og samstarf við aðrar þjóðir munu gera okkur kleift að hraða málum umtalsvert og finna bestu lausnirnar. Danir standa framarlega í loftslagsmálum. Í Danmörku er stefnt að því að draga úr losun sem nemur 70% fyrir árið 2030. Danir, líkt og Íslendingar, búa við forskot hvað endurnýjanlega orkugjafa varðar en samt sem áður hefur á undanförnum árum allt kapp verið lagt á umfangsmikið, þverfaglegt og náið samstarf atvinnulífs og stjórnvalda til að ná kolefnishlutleysi. Í allri þessari vinnu hafa Danir ekki aðeins leitað nýrra leiða til að draga úr losun en líka horft til þess að öll vinna miði samhliða að því að auka samkeppnishæfi Danmerkur í alþjóðlegu umhverfi. Dæmi Dana sýnir að loftslagsmál og tækifærin geta farið saman. Framlag Dana á heimsvísu er ef til vill ekki stórt, sé horft til hlutfalls losunar Dana, samanborið við önnur lönd, en þær brautryðjendalausnir og lykilleiðir sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa komið sér saman um geta óneitanlega verið öðrum þjóðum mikil hvatning og lærdómur. Það er nefnilega allt hægt þegar að við vinnum saman. Verum því hugfangin af nýrri framtíð og sækjum fram saman. Fyrir Ísland 2040 og óskert tækifæri komandi kynslóða. Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í Danmörku í að móta sýn um kolefnishlutlausa Danmörku og lykillausnir eru meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun