Flatkökur og vínberjasulta í altarisgöngu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 17. mars 2023 12:30 Brauð eru hluti af okkar hversdegi með órjúfanlegum hætti og svo sjálfsögð að við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig líf okkar væri án brauða. Fornleifafræðingar eiga erfitt með að meta hversu gömul brauðgerð er, vegna þess að lífrænar leifar eyðast. Elstu heimildir okkar um fræ- og grasmölun eru 105.000 ára gamlar, frá Mósambík, þar sem fundist hafa verkfæri sem á voru leyfar sem hægt var að kolefnagreina. Þá hafa fundist mortél við fleiri en einn uppgröft, sem eru um 30.000 ára gamlir. Hvort það séu brauðgerðartæki eða áhöld til að gera smoothie eða hafragrauta vitum við því miður ekki. Við hið kunnuglega Galíleuvatn í Ísrael hafa fundist elstu þekktu merki um brauðgerð en í lögum við strönd vatnsins fundust steinílát með matarleifum sem eru 23.000 ára gamlar, gerðum úr fjölbreyttum fræjum og hveiti. Það sem er merkilegast er að fræin eru brennd eftir bakstur auk þess sem hjá þeim voru brenndar kolaleifar. Slíkt brauð hefur verið flatbrauð, en elstu heimildir okkar um hefað brauð eru mun yngri. Mörg brauð frá Egyptalandi til forna eru varðveitt á söfnum en fornleifafræðingar geta ekki sagt til um hvort þau brauð voru hefuð eða ekki, þar sem merki um ger eða súr hverfa við bakstur. Við vitum þó að bjórgerð þekktist á blómatíma Egypta og sami gerill getur gert bæði, gerjað bjór og hefað brauð. Þekktasti súrdeigshleifur allra tíma er líklega brauð, sem gæti verið úr bakaríinu Brauð og co., en varð að kolum í eldgosi Vesúvíusar og fannst í Pompeii. Súrdeigsbrauð, brauðið sem allir eru að tala um á 21. öldinni, er hið upprunalega hefaða brauð en í fornöld líkt og í dag var geymdur hluti af degi til að halda súrnum lifandi. Leyndardómar súrdeigs voru ekki þekktir í fornöld, það er að um sé að ræða bakteríu sem verið er að fóðra og rækta við framleiðsluferlið, en með tilraunum sköpuðust strangar reglur um hvernig á að umgangast súrdeigsgerla. Páskar eru í gyðingdómi tengdir við brottförina úr Egyptalandi og þeim fylgir hátíð hinna ósýrðu brauða, þegar þjóðin át ósýrt brauð á förinni gegnum eyðimörkina þar til Guð nærði þjóðina með himnesku brauði, manna, sem féll af himnum. Leiðbeiningarnar um undirbúning fyrir þá hátíð eru jafnframt ævafornar. Brauð verður í táknaheimi Mósebóka tákn fyrir hið himneska og leiðbeiningar um umgengni við súrdeig blandast við guðfræði á helgustu hátíð gyðinga, páskum. Það myndmál á sér djúpa skírskotun í kristinni hefð. Kristnir menn fasta á hveiti fyrir páska, þaðan er bolludagur kominn, og nota ósýrt brauð í altarisgöngum. Ósýrða brauðið okkar eru flatkökur og Gæðabakstur / Ömmubaksturheldur því fram að Flatkakan íslenska sé „væntanleg[a] eitt af fáu séríslensku brauðunum. Hún er hugsanlega óskilgreint rammíslenskt afkvæmi íslenskrar hagsýni, hugvits, fátæktar og hungurs.“ Hjá Helgu Sigurðardóttur, Lærið að Matbúa, er uppskriftin æði einföld ½ kg rúgmjöl – ¼ lítri heitt vatn, hnoðað saman og steikt. Brauðið í altarisgöngunni er tákn fyrir líf og í því ljósi er flatkakan fullkomin, þar sem fátækir Íslendingar drógu bókstaflega fram lífið með flatkökum. Rúgmjöl var um aldir ódýrasta hráefni sem hægt var að kaupa og ef það dugði ekki til var það drýgt með mosa og grösum. Í Fríkirkjunni í Reykjavík hefur um árabil verið notað eiginlegt brauð og safi í stað obláta og víns. Á sunnudaginn ætlum við að ganga skrefinu lengra og nota hið íslenska ósýrða brauð – flatkökur. Fæstar kirkjur nota orðið vín í altarisgöngu, enda óþarfi að fermingarungmenni fái ‚fyrsta sopann‘ í kirkjunni sinni. Við altarisgöngu skal nota það sem kemur af „ávexti vínviðarins“ og þar má alveg nota þykkari vökva, sultu sem gerð er úr vínberjum. Markmiðið er að eiga samfélag við hvert annað og í þeim anda bjóðum við til altaris. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Heimild (Eric Pallant, Sourdough culture: A history of bread making from ancient to modern bakers, 2021). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Brauð eru hluti af okkar hversdegi með órjúfanlegum hætti og svo sjálfsögð að við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig líf okkar væri án brauða. Fornleifafræðingar eiga erfitt með að meta hversu gömul brauðgerð er, vegna þess að lífrænar leifar eyðast. Elstu heimildir okkar um fræ- og grasmölun eru 105.000 ára gamlar, frá Mósambík, þar sem fundist hafa verkfæri sem á voru leyfar sem hægt var að kolefnagreina. Þá hafa fundist mortél við fleiri en einn uppgröft, sem eru um 30.000 ára gamlir. Hvort það séu brauðgerðartæki eða áhöld til að gera smoothie eða hafragrauta vitum við því miður ekki. Við hið kunnuglega Galíleuvatn í Ísrael hafa fundist elstu þekktu merki um brauðgerð en í lögum við strönd vatnsins fundust steinílát með matarleifum sem eru 23.000 ára gamlar, gerðum úr fjölbreyttum fræjum og hveiti. Það sem er merkilegast er að fræin eru brennd eftir bakstur auk þess sem hjá þeim voru brenndar kolaleifar. Slíkt brauð hefur verið flatbrauð, en elstu heimildir okkar um hefað brauð eru mun yngri. Mörg brauð frá Egyptalandi til forna eru varðveitt á söfnum en fornleifafræðingar geta ekki sagt til um hvort þau brauð voru hefuð eða ekki, þar sem merki um ger eða súr hverfa við bakstur. Við vitum þó að bjórgerð þekktist á blómatíma Egypta og sami gerill getur gert bæði, gerjað bjór og hefað brauð. Þekktasti súrdeigshleifur allra tíma er líklega brauð, sem gæti verið úr bakaríinu Brauð og co., en varð að kolum í eldgosi Vesúvíusar og fannst í Pompeii. Súrdeigsbrauð, brauðið sem allir eru að tala um á 21. öldinni, er hið upprunalega hefaða brauð en í fornöld líkt og í dag var geymdur hluti af degi til að halda súrnum lifandi. Leyndardómar súrdeigs voru ekki þekktir í fornöld, það er að um sé að ræða bakteríu sem verið er að fóðra og rækta við framleiðsluferlið, en með tilraunum sköpuðust strangar reglur um hvernig á að umgangast súrdeigsgerla. Páskar eru í gyðingdómi tengdir við brottförina úr Egyptalandi og þeim fylgir hátíð hinna ósýrðu brauða, þegar þjóðin át ósýrt brauð á förinni gegnum eyðimörkina þar til Guð nærði þjóðina með himnesku brauði, manna, sem féll af himnum. Leiðbeiningarnar um undirbúning fyrir þá hátíð eru jafnframt ævafornar. Brauð verður í táknaheimi Mósebóka tákn fyrir hið himneska og leiðbeiningar um umgengni við súrdeig blandast við guðfræði á helgustu hátíð gyðinga, páskum. Það myndmál á sér djúpa skírskotun í kristinni hefð. Kristnir menn fasta á hveiti fyrir páska, þaðan er bolludagur kominn, og nota ósýrt brauð í altarisgöngum. Ósýrða brauðið okkar eru flatkökur og Gæðabakstur / Ömmubaksturheldur því fram að Flatkakan íslenska sé „væntanleg[a] eitt af fáu séríslensku brauðunum. Hún er hugsanlega óskilgreint rammíslenskt afkvæmi íslenskrar hagsýni, hugvits, fátæktar og hungurs.“ Hjá Helgu Sigurðardóttur, Lærið að Matbúa, er uppskriftin æði einföld ½ kg rúgmjöl – ¼ lítri heitt vatn, hnoðað saman og steikt. Brauðið í altarisgöngunni er tákn fyrir líf og í því ljósi er flatkakan fullkomin, þar sem fátækir Íslendingar drógu bókstaflega fram lífið með flatkökum. Rúgmjöl var um aldir ódýrasta hráefni sem hægt var að kaupa og ef það dugði ekki til var það drýgt með mosa og grösum. Í Fríkirkjunni í Reykjavík hefur um árabil verið notað eiginlegt brauð og safi í stað obláta og víns. Á sunnudaginn ætlum við að ganga skrefinu lengra og nota hið íslenska ósýrða brauð – flatkökur. Fæstar kirkjur nota orðið vín í altarisgöngu, enda óþarfi að fermingarungmenni fái ‚fyrsta sopann‘ í kirkjunni sinni. Við altarisgöngu skal nota það sem kemur af „ávexti vínviðarins“ og þar má alveg nota þykkari vökva, sultu sem gerð er úr vínberjum. Markmiðið er að eiga samfélag við hvert annað og í þeim anda bjóðum við til altaris. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Heimild (Eric Pallant, Sourdough culture: A history of bread making from ancient to modern bakers, 2021).
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun