Í tilkynningu á vef lögreglunnar á Suðurlandi segir að ekki sé unnt að greina frekar frá tildrögum slyssins að svo stöddu.
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að sá látni hafi verið karlmaður og að slysið sé til rannsóknar.