Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, greindi frá þessu fyrr í dag. Mun leikurinn fara fram í Mardan Sports Complex í Antalya þann 7. apríl. Leikurinn hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma.
Ísland mætir Nýja Sjálandi í vináttuleik í Tyrklandi 7. apríl.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 19, 2023
Leikurinn verður leikinn á Mardan Sports Complex í Antalya og hefst hann kl. 13:00 að íslenskum tíma.
We will play New Zealand in a friendly on April 7 in Antalya.#dottir pic.twitter.com/LedggGF9Xo
Ísland er í 16. sæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, á meðan Nýja-Sjáland er í 24. sæti listans.
Fjórum dögum eftir leikinn gegn Nýja-Sjálandi spilar íslenska liðið vináttuleik við Sviss í Zürich.