Mamman mölbraut gleraugun sín í svekkelsi yfir tapi sonarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2023 11:32 Spencer Lee hafði ekki tapað í 58 glímum í röð og viðbrögð mömmu hans voru allt annað en venjuleg. Samsett Glímustrákurinn Spencer Lee átti möguleika á því að verða bandarískur háskólameistari fjórða árið í röð en tókst það ekki. Viðbrögð móður hans voru heldur betur af ýktari gerðinni. Spencer Lee, sem keppir fyrir Iowa skólann, tapaði óvænt fyrir Matt Ramos úr Purdue skólanum í undanúrslitunum. Lee var búinn að vinna 58 bardaga í röð án en kom að þessum. Lee hafði áður unnið þrjá háskólatitla á ferlinum en var að koma til baka eftir að hafa farið í tvær krossbandaaðgerðir í janúar 2022. Það eru ekki margir sem hafa náð að vinna fjóra háskólalitla í glímu. Stráknum tókst hins vegar ekki að komast í úrslitaleikinn að þessu sinni og ákvað eftir tapið að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann datt því alla leið niður í sjötta sætið. Það voru hins vegar dramatísk viðbrögð móður hans sem sögðu meira en mörg ár um pressuna sem var á drengnum. Móðirin heitir Cathy Lee og vann sjálf silfur í júdó á Norður-, Mið- og Suður-Ameríku leikunum árið 1991. Eftir að Lee tapaði glímunni þá fór myndavélar ESPN strax á Cathy sem var örvæntingin uppmálið. Hún reif meðal annars gleraugun af sér mölbraut þau og henti í ruslið áður en hún leitaði huggunar hjá fjölskyldumeðlim. Svekkelsið og vonbrigðin voru gríðarleg eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er hægt að sjá myndbandið af þessu með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Glíma Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sjá meira
Spencer Lee, sem keppir fyrir Iowa skólann, tapaði óvænt fyrir Matt Ramos úr Purdue skólanum í undanúrslitunum. Lee var búinn að vinna 58 bardaga í röð án en kom að þessum. Lee hafði áður unnið þrjá háskólatitla á ferlinum en var að koma til baka eftir að hafa farið í tvær krossbandaaðgerðir í janúar 2022. Það eru ekki margir sem hafa náð að vinna fjóra háskólalitla í glímu. Stráknum tókst hins vegar ekki að komast í úrslitaleikinn að þessu sinni og ákvað eftir tapið að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann datt því alla leið niður í sjötta sætið. Það voru hins vegar dramatísk viðbrögð móður hans sem sögðu meira en mörg ár um pressuna sem var á drengnum. Móðirin heitir Cathy Lee og vann sjálf silfur í júdó á Norður-, Mið- og Suður-Ameríku leikunum árið 1991. Eftir að Lee tapaði glímunni þá fór myndavélar ESPN strax á Cathy sem var örvæntingin uppmálið. Hún reif meðal annars gleraugun af sér mölbraut þau og henti í ruslið áður en hún leitaði huggunar hjá fjölskyldumeðlim. Svekkelsið og vonbrigðin voru gríðarleg eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er hægt að sjá myndbandið af þessu með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Glíma Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sjá meira