Stelpur, hafið þið heyrt um LSD? Þorgerður M Þorbjarnardóttir skrifar 20. mars 2023 12:01 Svo hljóðaði spurning sem gamalgróinn jeppamaður spurði mig og samstarfskonu mína þegar ég vann við landvörslu á norðaustur-hálendi íslands árið 2021. Það kom á okkur fát enda kom spurningin eins og þruma úr heiðskýru lofti og órætt hvert hann var að fara með þetta. Sem betur fer ítrekaði hann spurninguna áður en við náðum að svara og hélt áfram. „Lang Stærsti Draumurinn”, það voru uppi hugmyndir hér að virkja jökulsá á fjöllum og búa til risastórt uppistöðulón á norðaustur hálendinu eins og það leggur sig og búa þannig til kynstrin öll af raforku til að lokka hingað frekari stóriðju. Þessa skilgreiningu LSD hafði ég ekki heyrt um áður en hugmyndin hljómar fáránlega. Svo fáránlega að við fórum að skellihlæja. Svæðið er stórkostlegt í hráleika sínum og þangað streyma ferðamenn allstaðar að úr heiminum. Svæðið hefur svo mikla sérstöðu á heimsvísu að geimfarar NASA heimsækja svæðið á hverju ári til að prufa ýmsan búnað sem þarf að virka í köldum, basískum eyðimörkum í geimnum. Það kemur upp svipuð tilfinning þegar ég hugsa um alla þá vindorkukosti sem eru í deiglunni um þessar mundir. Þar vegur sérstaklega þungt Klausturselsvirkjun í sveitarfélaginu Múlaþing sem fyrirtækið Zephyr sækist eftir að reisa á Fljórsdalsheiði. Áformuð mannvirki eru af þvílíkri stærðargráðu að þau minna á LSD. Fyrirhugað er að reisa 70 - 100 risamöstur. Hvert mastur 250 m hátt, á hæð við 3 Hallgrímskirkjur. Veltið því fyrir ykkur hvað eitt slíkt mastur er þungt. Hvert er burðarþol veganna núna? Það liggur í augum uppi að það þyrfti að byggja aðliggjandi veg að hverju einasta mastri. Ekki bara einhvern veg, heldur veg sem ber þessi þyngsli. Virkjanasvæðið yrði alls 41 ferkílómetri en til viðmiðunar er manngert lón Kárahnjúkavirkjunar 57 ferkílómetrar. Aðrir slæmir fylgifiskar Klausturselsvirkjunar eru hljóð- og ljósmengun, sjónmengun, og plastmengun en landvernd hefur tekið saman þessa áhættuþætti í umsögn sinni. Fljótsdalsheiði er lítt snortið heiðarland með viðkvæmt vatnasvið og vistkerfi sem eru mikilvæg fyrir fuglastofna og eru einnig búsvæði hreindýra. Ætlum við virkilega að svara þeirri orkuþörf sem fylgir orkuskiptunum með því að sækja í þessi bjargráð? Íslendingar framleiða nú þegar meiri orku á mann en nokkur önnur þjóð sem við berum okkur saman við, og þessi orkuöflun hefur þegar krafist mikilla fórna á náttúrverðmætum. Samkvæmt skýrslu Dasgupta sem Breska fjármálaráðuneytið gaf út hefur á heimsvísu, milli áranna 1992 og 2014 framleiðsluverðmæti TVÖFALDAST á MANN. Á meðan mannkynið óx um 13% Á sama tíma töpuðum við 40% náttúrulegra verðmæta á mann. Þessi verðmæti eru hvergi í fjármálaskýrslum eða tekin fram í vergri landsframleiðslu. Ætla Íslendingar að halda eyrinum en kasta krónunni með því að sækja aðföngin áfram í náttúruna með tilheyrandi raski á náttúrulegum ferlum í stað þess að sækja þau í framleiðsluverðmætin sem við eigum nú þegar. Við getum bætt nýtingu, breytt framleiðsluháttum og sett sjálf orkuskiptin í algjöran forgang. Landvernd beitir sér gegn því að náttúran eigi enn einusinni að borga brúsann. Við höfum sett fram orkuskiptahermi og sviðsmyndir sem sýna að Íslendingar hafa val um hvernig við forgangsröðum. Ég hvet ykkur til þess að skrifa undir áskorun Landverndar til Zephyr og Múlaþings um að falla frá áformunum um Kalusturselsvirkjun. Undirskriftarlistann má finna hér. Einnig vil ég benda áfrekari upplýsingar varðandi orkuskipti sem við getum verið stolt af. Höfundur er stjórnarmeðlimur hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Svo hljóðaði spurning sem gamalgróinn jeppamaður spurði mig og samstarfskonu mína þegar ég vann við landvörslu á norðaustur-hálendi íslands árið 2021. Það kom á okkur fát enda kom spurningin eins og þruma úr heiðskýru lofti og órætt hvert hann var að fara með þetta. Sem betur fer ítrekaði hann spurninguna áður en við náðum að svara og hélt áfram. „Lang Stærsti Draumurinn”, það voru uppi hugmyndir hér að virkja jökulsá á fjöllum og búa til risastórt uppistöðulón á norðaustur hálendinu eins og það leggur sig og búa þannig til kynstrin öll af raforku til að lokka hingað frekari stóriðju. Þessa skilgreiningu LSD hafði ég ekki heyrt um áður en hugmyndin hljómar fáránlega. Svo fáránlega að við fórum að skellihlæja. Svæðið er stórkostlegt í hráleika sínum og þangað streyma ferðamenn allstaðar að úr heiminum. Svæðið hefur svo mikla sérstöðu á heimsvísu að geimfarar NASA heimsækja svæðið á hverju ári til að prufa ýmsan búnað sem þarf að virka í köldum, basískum eyðimörkum í geimnum. Það kemur upp svipuð tilfinning þegar ég hugsa um alla þá vindorkukosti sem eru í deiglunni um þessar mundir. Þar vegur sérstaklega þungt Klausturselsvirkjun í sveitarfélaginu Múlaþing sem fyrirtækið Zephyr sækist eftir að reisa á Fljórsdalsheiði. Áformuð mannvirki eru af þvílíkri stærðargráðu að þau minna á LSD. Fyrirhugað er að reisa 70 - 100 risamöstur. Hvert mastur 250 m hátt, á hæð við 3 Hallgrímskirkjur. Veltið því fyrir ykkur hvað eitt slíkt mastur er þungt. Hvert er burðarþol veganna núna? Það liggur í augum uppi að það þyrfti að byggja aðliggjandi veg að hverju einasta mastri. Ekki bara einhvern veg, heldur veg sem ber þessi þyngsli. Virkjanasvæðið yrði alls 41 ferkílómetri en til viðmiðunar er manngert lón Kárahnjúkavirkjunar 57 ferkílómetrar. Aðrir slæmir fylgifiskar Klausturselsvirkjunar eru hljóð- og ljósmengun, sjónmengun, og plastmengun en landvernd hefur tekið saman þessa áhættuþætti í umsögn sinni. Fljótsdalsheiði er lítt snortið heiðarland með viðkvæmt vatnasvið og vistkerfi sem eru mikilvæg fyrir fuglastofna og eru einnig búsvæði hreindýra. Ætlum við virkilega að svara þeirri orkuþörf sem fylgir orkuskiptunum með því að sækja í þessi bjargráð? Íslendingar framleiða nú þegar meiri orku á mann en nokkur önnur þjóð sem við berum okkur saman við, og þessi orkuöflun hefur þegar krafist mikilla fórna á náttúrverðmætum. Samkvæmt skýrslu Dasgupta sem Breska fjármálaráðuneytið gaf út hefur á heimsvísu, milli áranna 1992 og 2014 framleiðsluverðmæti TVÖFALDAST á MANN. Á meðan mannkynið óx um 13% Á sama tíma töpuðum við 40% náttúrulegra verðmæta á mann. Þessi verðmæti eru hvergi í fjármálaskýrslum eða tekin fram í vergri landsframleiðslu. Ætla Íslendingar að halda eyrinum en kasta krónunni með því að sækja aðföngin áfram í náttúruna með tilheyrandi raski á náttúrulegum ferlum í stað þess að sækja þau í framleiðsluverðmætin sem við eigum nú þegar. Við getum bætt nýtingu, breytt framleiðsluháttum og sett sjálf orkuskiptin í algjöran forgang. Landvernd beitir sér gegn því að náttúran eigi enn einusinni að borga brúsann. Við höfum sett fram orkuskiptahermi og sviðsmyndir sem sýna að Íslendingar hafa val um hvernig við forgangsröðum. Ég hvet ykkur til þess að skrifa undir áskorun Landverndar til Zephyr og Múlaþings um að falla frá áformunum um Kalusturselsvirkjun. Undirskriftarlistann má finna hér. Einnig vil ég benda áfrekari upplýsingar varðandi orkuskipti sem við getum verið stolt af. Höfundur er stjórnarmeðlimur hjá Landvernd.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun