Rupert Murdoch er trúlofaður Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2023 14:27 Hinn 92 ára Rupert Murdoch er eigandi fjölmiðla á borð við Fox News, The Times of London og The Wall Street Journal. Getty Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og kærasta hans Ann Lesley Smith eru trúlofuð. New York Post greinir frá þessu en blaðið er í eigu hins 92 ára Murdoch. Þau trúlofuðust þann 17. mars síðastliðinn og stefna á að ganga í það heilaga í sumar. Níu mánuðir eru nú liðnir frá því að greint var frá því að hjónaband Murdoch og ofurfyrirsætunnar Jerry Hall væri lokið. Hin 66 ára Ann Lesley Smith er ekkja kántrítónlistar- og sjónvarpsmannsins Chester Smith sem lést árið 2008, þá 78 ára gamall. Hún starfaði áður sem lögregluprestur í San Francisco. Murdoch segir í samtali við New York Post að hann hafi verið smeykur við að verða ástfanginn á ný. „En ég vissi að þetta yrði í síðasta skipti. Það ætti að vera það. Ég er hamingjusamur,“ segir Murdoch í samtali við New York Post. Smith segir að þau hafi hist í september á síðasta ári og að það hafi verið gjöf guðs til þeirra beggja. „Ég hef verið ekkja í fjórtán ár. Líkt og Rupert þá var eiginmaður minn viðskiptamaður,“ segir Smith og vísar þar í að hann hafi átt þátt í að byggja upp fjölda útvarps- og sjónvarpsstöðva. „Ég tala sama tungumál og Rupert. Við erum með sama viðhorf til hlutanna.“ Murdoch hefur verið giftur fjórum sinnum. Hann var giftur Patriciu Booker á árunum 1956 til 1965, Önnu Mariu Torv 1967 til 1999, Wengi Deng 1999 til 2014 og Jerry Hall 2016 til 2022. Hann á sex uppkomin börn. Murdoch er eigandi fjölmiðla á borð við Fox News, The Times of London og The Wall Street Journal. Auðæfi hans eru metin á um 17 milljarða bandaríkjadala, samkvæmt Forbes. Hollywood Bandaríkin Ástin og lífið Tengdar fréttir Rupert Murdoch og Jerry Hall skilja Rupert Murdoch og eiginkona hans Jerry Hall, skilja eftir sex ára hjónaband. Murdoch er þekktur jöfur í miðlun en Hall er þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta og leikkona. Þetta er fjórða hjónaband Murdoch. 22. júní 2022 22:02 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
New York Post greinir frá þessu en blaðið er í eigu hins 92 ára Murdoch. Þau trúlofuðust þann 17. mars síðastliðinn og stefna á að ganga í það heilaga í sumar. Níu mánuðir eru nú liðnir frá því að greint var frá því að hjónaband Murdoch og ofurfyrirsætunnar Jerry Hall væri lokið. Hin 66 ára Ann Lesley Smith er ekkja kántrítónlistar- og sjónvarpsmannsins Chester Smith sem lést árið 2008, þá 78 ára gamall. Hún starfaði áður sem lögregluprestur í San Francisco. Murdoch segir í samtali við New York Post að hann hafi verið smeykur við að verða ástfanginn á ný. „En ég vissi að þetta yrði í síðasta skipti. Það ætti að vera það. Ég er hamingjusamur,“ segir Murdoch í samtali við New York Post. Smith segir að þau hafi hist í september á síðasta ári og að það hafi verið gjöf guðs til þeirra beggja. „Ég hef verið ekkja í fjórtán ár. Líkt og Rupert þá var eiginmaður minn viðskiptamaður,“ segir Smith og vísar þar í að hann hafi átt þátt í að byggja upp fjölda útvarps- og sjónvarpsstöðva. „Ég tala sama tungumál og Rupert. Við erum með sama viðhorf til hlutanna.“ Murdoch hefur verið giftur fjórum sinnum. Hann var giftur Patriciu Booker á árunum 1956 til 1965, Önnu Mariu Torv 1967 til 1999, Wengi Deng 1999 til 2014 og Jerry Hall 2016 til 2022. Hann á sex uppkomin börn. Murdoch er eigandi fjölmiðla á borð við Fox News, The Times of London og The Wall Street Journal. Auðæfi hans eru metin á um 17 milljarða bandaríkjadala, samkvæmt Forbes.
Hollywood Bandaríkin Ástin og lífið Tengdar fréttir Rupert Murdoch og Jerry Hall skilja Rupert Murdoch og eiginkona hans Jerry Hall, skilja eftir sex ára hjónaband. Murdoch er þekktur jöfur í miðlun en Hall er þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta og leikkona. Þetta er fjórða hjónaband Murdoch. 22. júní 2022 22:02 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Rupert Murdoch og Jerry Hall skilja Rupert Murdoch og eiginkona hans Jerry Hall, skilja eftir sex ára hjónaband. Murdoch er þekktur jöfur í miðlun en Hall er þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta og leikkona. Þetta er fjórða hjónaband Murdoch. 22. júní 2022 22:02