Alls ekki víst að óróleiki á fjármálamörkuðum hverfi í bráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2023 20:30 Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur. Vísir/Egill Mikill titringur hefur verið á fjármálamörkuðum úti um allan heim í dag vegna yfirtöku á svissneska bankanum Credit Suisse um helgina. Hagfræðingur segir að það sé alls ekki víst að óróleiki á mörkuðum hverfi í bráð. UBS keypti Credit Suisse á 3,24 milljarða Bandaríkjadala sem er langt undir því verði sem bankinn var metinn á fyrir helgi eða 8 milljarða Bandaríkjadala. Vonir stóðu til að fréttir af yfirtökunni myndu verða til þess að endurheimta traust innan bankageirans og koma á jafnvægi á fjármálamörkuðum en viðbrögð á fjármálamörkuðum voru samt sem áður blendin í dag. Christine Lagarde, forseti evrópska Seðlabankans, sagðist í dag fagna útspili svissneskra stjórnvalda. „Við fögnum svissneskum stjórnvöldum og ákvörðunum þeirra sem teknar voru til að takast á við ástandið. Þær voru nauðsynlegar til að endurheimta fjármálastöðugleika.“ Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur, segir Credit Suisse hafa verið í vandræðum í mörg ár. Hlutabréf í Credit Suisse tóku djúpa dýfu í dag. „Núna eftir samrunann er einhver ótti um að það sé meiri skítur sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið þaðan en samhliða áhrifin á allan fjármálageirann er náttúrulega vangaveltur markaðsaðilanna um það hvaða aðrir bankar séu með vandræðaeignir sem hafi jafnvel ekki komið upp á yfirborðið eða eru að lenda í meiri vandræðum núna þegar vextir eru að hækka alls staðar.“ Markaðsaðilar fylgist nú náið með stöðu mála enda hefur atburðarásin verið hröð. „Þetta er alls ekki búið og það er einn af lærdómunum úr fjármálahruninu 2008 sem virðist vera að koma almennilega fram að fjármálakerfin eru ekki stöðug og þau leita ekki sjálfkrafa í stöðugleika. Eiginlega þurfa þau alltaf þegar á reynir að fá aðstoð hins opinbera.“ Næsti stóri vendipunkturinn sé á miðvikudaginn þegar bandaríski Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína. Hækkun bjuggust flestir við lengi vel en núna eru markaðirnir að búast við engri breytingu og er jafnvel farið að tala um vaxtalækkun – um það er kannski fullsnemmt að segja - en það mun allavega hafa mjög mikil áhrif af því að þessi órói er búinn að valda auknum kostnaði á fjármagnið, ígildi allt upp í eitt, eitt og hálft prósent af stýrivaxtahækkun.“ Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00 167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
UBS keypti Credit Suisse á 3,24 milljarða Bandaríkjadala sem er langt undir því verði sem bankinn var metinn á fyrir helgi eða 8 milljarða Bandaríkjadala. Vonir stóðu til að fréttir af yfirtökunni myndu verða til þess að endurheimta traust innan bankageirans og koma á jafnvægi á fjármálamörkuðum en viðbrögð á fjármálamörkuðum voru samt sem áður blendin í dag. Christine Lagarde, forseti evrópska Seðlabankans, sagðist í dag fagna útspili svissneskra stjórnvalda. „Við fögnum svissneskum stjórnvöldum og ákvörðunum þeirra sem teknar voru til að takast á við ástandið. Þær voru nauðsynlegar til að endurheimta fjármálastöðugleika.“ Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur, segir Credit Suisse hafa verið í vandræðum í mörg ár. Hlutabréf í Credit Suisse tóku djúpa dýfu í dag. „Núna eftir samrunann er einhver ótti um að það sé meiri skítur sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið þaðan en samhliða áhrifin á allan fjármálageirann er náttúrulega vangaveltur markaðsaðilanna um það hvaða aðrir bankar séu með vandræðaeignir sem hafi jafnvel ekki komið upp á yfirborðið eða eru að lenda í meiri vandræðum núna þegar vextir eru að hækka alls staðar.“ Markaðsaðilar fylgist nú náið með stöðu mála enda hefur atburðarásin verið hröð. „Þetta er alls ekki búið og það er einn af lærdómunum úr fjármálahruninu 2008 sem virðist vera að koma almennilega fram að fjármálakerfin eru ekki stöðug og þau leita ekki sjálfkrafa í stöðugleika. Eiginlega þurfa þau alltaf þegar á reynir að fá aðstoð hins opinbera.“ Næsti stóri vendipunkturinn sé á miðvikudaginn þegar bandaríski Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína. Hækkun bjuggust flestir við lengi vel en núna eru markaðirnir að búast við engri breytingu og er jafnvel farið að tala um vaxtalækkun – um það er kannski fullsnemmt að segja - en það mun allavega hafa mjög mikil áhrif af því að þessi órói er búinn að valda auknum kostnaði á fjármagnið, ígildi allt upp í eitt, eitt og hálft prósent af stýrivaxtahækkun.“
Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00 167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00
167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34