Umdeilt uppátæki íslenskra tvíburasystra vekur heimsathygli Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 20:40 Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Samsett/TikTok Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli eftir að tvíburasysturnar Hrönn og Hrefna Ósk Jónsdætur birtu það á TikTok síðu sinni nú á dögunum. Systurnar voru staddar í Leifsstöð á leið til Bandaríkjanna í síðasta mánuði þegar þær ákváðu að prófa að skiptast á vegabréfum og sjá hvort landamæraverðir myndu taka eftir muninum. Líkt og sjá á myndskeiðinu heppnaðist tilraunin fullkomlega; starfsmaður landamæraeftirlitsins gerði engar athugasemdir og komust systurnar því klakklaust í gegnum vegabréfsskoðunina. Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Var það meðal annars til umfjöllunar á spænska fréttamiðlinum Semana nú á dögunum og sömuleiðis á fréttasíðunni Euro.Eseuro. Ekki eru þó allir sáttir við uppátæki systranna og í athugasemdum undir myndskeiðinu benda sumir á að það varði við lög að framvísa vegabréfum í eigu annarra. Aðrir gera lítið úr þeim aðfinnslum og segja uppátækið í góðu lagi þar sem systurnar hafi verið að ferðast saman. Mikið fjör að vera tvíburi „Það er gaman hvað þetta hefur vakið mikla athygli, við bjuggumst alls ekki við því. Hrönn sá einu sinni samskonar myndband á TikTok, þannig að okkur datt í hug að prófa. Við lentum líka í því einu sinni að skiptast óvart á vegabréfum á flugvellinum og komumst þannig í gegn,“ segir Hrefna í samtali við Vísi.„Ég lenti líka í því í þessari ferð að sýna óvart vitlausan flugmiða, ég var að fljúga með Play og var með gamlan Play miða í símanum sem ég sýndi óvart í stað nýja, og það var engin athugasemd gerð við hann,“ segir Hrönn. @hhtwins97 Swapping passports at the airport #twins #identical #airport #travel #fyp #foryoupage #riskybusiness #success #iceland The Business (Remix) - Paul Carlos Þær segja viðbrögðin við myndskeiðinu hafa verið mismunandi. „Mörgum finnst þetta vera stórglæpur, en aðrir segja að það sé ekkert að þessu þar sem við erum báðar á staðnum með bæði vegabréf. Ég vona allavega að við höfum ekki verið að fremja stórglæp! Það er ekki einu sinni sönnun fyrir því að við höfum skipt þeim í alvöru, við gætum verið að plata,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hafa þær systur af og til brugðið á leik í gengum tíðina til að athuga hvort fólk þekki þær í sundur. „Við höfum gert það eitthvað, en alls ekki nógu oft! Aðallega að skipta um sæti í skóla og einu sinni hlutverkum í vinnu. Við höfum líka farið tvisvar á tvíburahátíð í Twinsburg í Bandaríkjunum þar sem mjög margir tvíburar koma saman og gera alls konar skemmtilegt. Þannig að það er mikið fjör að vera tvíburi!“ Ferðalög TikTok Vegabréf Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Líkt og sjá á myndskeiðinu heppnaðist tilraunin fullkomlega; starfsmaður landamæraeftirlitsins gerði engar athugasemdir og komust systurnar því klakklaust í gegnum vegabréfsskoðunina. Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Var það meðal annars til umfjöllunar á spænska fréttamiðlinum Semana nú á dögunum og sömuleiðis á fréttasíðunni Euro.Eseuro. Ekki eru þó allir sáttir við uppátæki systranna og í athugasemdum undir myndskeiðinu benda sumir á að það varði við lög að framvísa vegabréfum í eigu annarra. Aðrir gera lítið úr þeim aðfinnslum og segja uppátækið í góðu lagi þar sem systurnar hafi verið að ferðast saman. Mikið fjör að vera tvíburi „Það er gaman hvað þetta hefur vakið mikla athygli, við bjuggumst alls ekki við því. Hrönn sá einu sinni samskonar myndband á TikTok, þannig að okkur datt í hug að prófa. Við lentum líka í því einu sinni að skiptast óvart á vegabréfum á flugvellinum og komumst þannig í gegn,“ segir Hrefna í samtali við Vísi.„Ég lenti líka í því í þessari ferð að sýna óvart vitlausan flugmiða, ég var að fljúga með Play og var með gamlan Play miða í símanum sem ég sýndi óvart í stað nýja, og það var engin athugasemd gerð við hann,“ segir Hrönn. @hhtwins97 Swapping passports at the airport #twins #identical #airport #travel #fyp #foryoupage #riskybusiness #success #iceland The Business (Remix) - Paul Carlos Þær segja viðbrögðin við myndskeiðinu hafa verið mismunandi. „Mörgum finnst þetta vera stórglæpur, en aðrir segja að það sé ekkert að þessu þar sem við erum báðar á staðnum með bæði vegabréf. Ég vona allavega að við höfum ekki verið að fremja stórglæp! Það er ekki einu sinni sönnun fyrir því að við höfum skipt þeim í alvöru, við gætum verið að plata,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hafa þær systur af og til brugðið á leik í gengum tíðina til að athuga hvort fólk þekki þær í sundur. „Við höfum gert það eitthvað, en alls ekki nógu oft! Aðallega að skipta um sæti í skóla og einu sinni hlutverkum í vinnu. Við höfum líka farið tvisvar á tvíburahátíð í Twinsburg í Bandaríkjunum þar sem mjög margir tvíburar koma saman og gera alls konar skemmtilegt. Þannig að það er mikið fjör að vera tvíburi!“
Ferðalög TikTok Vegabréf Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira