Segir þjálfara ítalska Íslendingaliðsins hafa ítrekað kallað sig skítuga hóru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 10:30 Leikmenn Fiorentina liðsins brotnuðu oft niður á miðri æfingu og voru síðan grátandi inn í klefa eftir æfingar. Getty/Lisa Guglielmi/ Sænsk knattspyrnukona segir ömurlega sögu af upplifun sinni sem leikmaður ítalska félagsins Fiorentina. Íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir spilar með ítalska liðinu. Hin 25 ára Ronja Aronsson ákvað að yfirgefa ítalska félagið eftir aðeins hálft ár og hefur nú samið við Piteå IF í Svíþjóð. Aronsson sagði frá reynslu sinni í hlaðvarpsþættinum Fotbollfridag. Aftonbladet sagði frá. „Ef þú gerðir einhver mistök þá kölluðu þeir á þig skítuga hóran þín,“ sagði Ronja Aronsson. Aftonbladet Aronsson kom til Fiorentina í janúar 2022 en hálfu ári síðar snéri hægri bakvörðurinn aftur til Svíþjóðar. „Ég ákvað það eftir aðeins tvo mánuði að ég vildi ekki vera þarna áfram,“ sagði Aronsson. Aronsson segir að þjálfaraðferðirnar hjá Fiorentina snúist aðallega um blótsyrði, refsingar og stress. „Ef þú gerir einhver mistök í að rekja boltann eða ferð út úr stöðu, þá kalla þeir á þig skítuga hóran þin. Það voru fyrstu orðin sem ég lærði í ítölsku,“ sagði Aronsson. Hún lýsir þjálfara liðsins sem mjög skapbráðum manni. Leikmenn sem kvörtuðu undan honum voru settar í bann og oft þurfti að stoppa æfingar af því að leikmenn brotnuðu niður á vellinum. „Það var svo mikið í gangi sem átti ekkert skilið við fótbolta. Það voru líka ummæli um að leikmenn væri of feitir og það væri ástæðan fyrir að liðið tapaði leikjum. Þú sást leikmenn sitja grátandi í búningsklefanum,“ sagði Aronsson. Hún segir að leikmenn hafi reynt að losna við þjálfarann en eigandinn vildi ekki heyra á það minnst. „Forsetinn sagði að þetta væri eitthvað kvennavandamál og að við réðum ekki við þetta andlega. Það gekk því ekkert að tala við hann. Hann hafði tekið ákvörðun og hún var að þetta væri okkur leikmönnunum að kenna,“ sagði Aronsson. Alexandra Jóhannsdóttir hefur leikið með Fiorentina síðan í ágúst í fyrra og kom því til félagsins eftir að Ronja Aronsson yfirgaf ítalska félagið. Fiorentina er komið með sautján nýja leikmenn síðan að Aronsson spilaði þar en þjálfarinn er þarna ennþá. Hún heitir Patrizia Panico og er ein frægasta knattspyrnukonan í sögu Ítalíu með 107 mörk í 196 landsleikjum frá 1996 til 2014. Hún tók við Fiorentina liðinu árið 2021. Ítalski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Hin 25 ára Ronja Aronsson ákvað að yfirgefa ítalska félagið eftir aðeins hálft ár og hefur nú samið við Piteå IF í Svíþjóð. Aronsson sagði frá reynslu sinni í hlaðvarpsþættinum Fotbollfridag. Aftonbladet sagði frá. „Ef þú gerðir einhver mistök þá kölluðu þeir á þig skítuga hóran þín,“ sagði Ronja Aronsson. Aftonbladet Aronsson kom til Fiorentina í janúar 2022 en hálfu ári síðar snéri hægri bakvörðurinn aftur til Svíþjóðar. „Ég ákvað það eftir aðeins tvo mánuði að ég vildi ekki vera þarna áfram,“ sagði Aronsson. Aronsson segir að þjálfaraðferðirnar hjá Fiorentina snúist aðallega um blótsyrði, refsingar og stress. „Ef þú gerir einhver mistök í að rekja boltann eða ferð út úr stöðu, þá kalla þeir á þig skítuga hóran þin. Það voru fyrstu orðin sem ég lærði í ítölsku,“ sagði Aronsson. Hún lýsir þjálfara liðsins sem mjög skapbráðum manni. Leikmenn sem kvörtuðu undan honum voru settar í bann og oft þurfti að stoppa æfingar af því að leikmenn brotnuðu niður á vellinum. „Það var svo mikið í gangi sem átti ekkert skilið við fótbolta. Það voru líka ummæli um að leikmenn væri of feitir og það væri ástæðan fyrir að liðið tapaði leikjum. Þú sást leikmenn sitja grátandi í búningsklefanum,“ sagði Aronsson. Hún segir að leikmenn hafi reynt að losna við þjálfarann en eigandinn vildi ekki heyra á það minnst. „Forsetinn sagði að þetta væri eitthvað kvennavandamál og að við réðum ekki við þetta andlega. Það gekk því ekkert að tala við hann. Hann hafði tekið ákvörðun og hún var að þetta væri okkur leikmönnunum að kenna,“ sagði Aronsson. Alexandra Jóhannsdóttir hefur leikið með Fiorentina síðan í ágúst í fyrra og kom því til félagsins eftir að Ronja Aronsson yfirgaf ítalska félagið. Fiorentina er komið með sautján nýja leikmenn síðan að Aronsson spilaði þar en þjálfarinn er þarna ennþá. Hún heitir Patrizia Panico og er ein frægasta knattspyrnukonan í sögu Ítalíu með 107 mörk í 196 landsleikjum frá 1996 til 2014. Hún tók við Fiorentina liðinu árið 2021.
Ítalski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira