Kolefnisbinding og nýtt ákall um að hraða loftslagsaðgerðum Edda Aradóttir skrifar 21. mars 2023 14:30 Í fyrradag birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lokahluta 6. skýrslu sinnar um stöðu loftslagsmála í heiminum. Óhætt er að segja að um sótsvarta lesningu sé að ræða enda á heimurinn, og Ísland þar á meðal, langt í land með að ná markmiðum Parísarsamningsins. Þó að góðu fréttirnar séu almennt þær að allar lausnirnar sem þarf til að sigrast á loftslagsvánni séu til þá eru slæmu fréttirnar að okkur gengur alltof hægt að skala þær upp og draga úr framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Guterres aðalritari S.Þ. sagði: „Skýrslan er ákall um að hraða stórkostlega aðgerðum í öllum löndum og öllum geirum og herða á öllum tímalínum. Heimurinn þarf loftslagsaðgerðir á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu“ – og vísaði þannig til sigurmyndar nýafstaðinna Óskarsverðlauna. Varanleg kolefnisbinding er nauðsynleg Á Íslandi búum við við þau forréttindi að vera þegar búin að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa hvað varðar raforku- og varmaframleiðslu. Þrátt fyrir það er losun miðað við höfðatölu mikil frá Íslandi eða hátt í þreföld á við losun meðaleinstaklings á jörðinni. Okkar ábyrgð er því mikil þegar kemur að því að ganga fram fyrir skjöldu í að þróa og innleiða lausnir sem draga úr losun frá iðnaði, samgöngum o.fl. á meðan aðrar þjóðir eru uppteknar við orkuskipti í raforku- og varmaframleiðslu. Góður árangur í þeim efnum mun ekki einungis færa okkur nær okkar loftslagsmarkmiðum heldur líka skapa spennandi tækifæri og störf í grænum hugverkaiðnaði. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í þróun og uppbyggingu kolefnisbindingar í bergi. Það er margsannreynt af fremsta vísindafólki heimsins að föngun og förgun CO2 frá orku- og iðjuverum er forsenda þess að loftslagsmarkmið náist. Við höfum lagt áherslu á förgun CO2 frá grænni orkuframleiðslu og hinum svokallaða “hard-to-abate” iðnaði þar sem CO2 á uppruna sinn í framleiðsluferlinu sjálfu – ekki orkunni sem knýr ferlið. Framleiðsla á sementi, stáli, áli og kísli fellur t.a.m. undir þá skilgreiningu. Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík – Sódastöðin - sem hefur verið töluvert í opinberri umræðu upp á síðkastið er stærsta loftslagsverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hitaveituvæðingunni. Verkefnið miðar að því að binda 3 milljónir tonna af CO2 í bergi árlega frá og með árinu 2031 þegar uppbyggingarfasa lýkur. Koldíoxíðið sem þar verður fargað getur annars vegar komið frá nálægri innlendri iðnaðarstarfsemi eða með skipum frá nágrannalöndum okkar. Unnið er að umhverfismati verkefnisins um þessar mundir og við hjá Carbfix fögnum að sjálfsögðu umræðu og ábendingum um verkefnið enda leggjum við mikla áherslu á náið og gott samtal við hagsmunaaðila. Markmiðin nást ekki án alþjóðasamvinnu Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða. Á ákveðnum landsvæðum hentar einkar vel að planta trjám og öðrum gróðri sem sogar til sín CO2 úr andrúmslofti. Annars staðar hentar vel að byggja upp græna orkuframleiðslu með því að beisla vind, sól, vatnsföll eða jarðvarma. Á Íslandi og annars staðar í heiminum þar sem basalt og skyldar bergtegundir er að finna má horfa til þess að flýta þeim náttúrulegu ferlum sem þegar binda yfir 99% alls kolefnis á jörðinni með niðurdælingu og steindabindingu CO2. Komin er 10 ára reynsla á örugga, varanlega og hagkvæma notkun Carbfix aðferðarinnar á Hellisheiði og nú er komið að því að skala hana upp víðar hér á landi sem og erlendis. Mikilvægi Coda Terminal og annarra svipaðra verkefna sem m.a. eru í undirbúningi í Norðursjó komu bersýnilega í ljós í fyrradag þegar ESB kynnti tillögur að nýrri löggjöf, “Net Zero Industry Act” sem hefur það að markmiði að hraða loftslagsaðgerðum. Löggjöfin kveður á um að ná skuli 50 milljón tonna niðurdælingargetu CO2 árið 2030 ellegar sé loftslagsmarkmiðum álfunnar teflt í tvísýnu. Skýrt er af hálfu ESB að ríki skuli samnýta þá niðurdælingarinnviði sem byggðir verða upp – enda eru loftslagsmarkmið álfunnar og Íslands sameiginleg markmið okkar allra. Útdráttur: „Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða.“ Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í fyrradag birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lokahluta 6. skýrslu sinnar um stöðu loftslagsmála í heiminum. Óhætt er að segja að um sótsvarta lesningu sé að ræða enda á heimurinn, og Ísland þar á meðal, langt í land með að ná markmiðum Parísarsamningsins. Þó að góðu fréttirnar séu almennt þær að allar lausnirnar sem þarf til að sigrast á loftslagsvánni séu til þá eru slæmu fréttirnar að okkur gengur alltof hægt að skala þær upp og draga úr framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Guterres aðalritari S.Þ. sagði: „Skýrslan er ákall um að hraða stórkostlega aðgerðum í öllum löndum og öllum geirum og herða á öllum tímalínum. Heimurinn þarf loftslagsaðgerðir á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu“ – og vísaði þannig til sigurmyndar nýafstaðinna Óskarsverðlauna. Varanleg kolefnisbinding er nauðsynleg Á Íslandi búum við við þau forréttindi að vera þegar búin að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa hvað varðar raforku- og varmaframleiðslu. Þrátt fyrir það er losun miðað við höfðatölu mikil frá Íslandi eða hátt í þreföld á við losun meðaleinstaklings á jörðinni. Okkar ábyrgð er því mikil þegar kemur að því að ganga fram fyrir skjöldu í að þróa og innleiða lausnir sem draga úr losun frá iðnaði, samgöngum o.fl. á meðan aðrar þjóðir eru uppteknar við orkuskipti í raforku- og varmaframleiðslu. Góður árangur í þeim efnum mun ekki einungis færa okkur nær okkar loftslagsmarkmiðum heldur líka skapa spennandi tækifæri og störf í grænum hugverkaiðnaði. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í þróun og uppbyggingu kolefnisbindingar í bergi. Það er margsannreynt af fremsta vísindafólki heimsins að föngun og förgun CO2 frá orku- og iðjuverum er forsenda þess að loftslagsmarkmið náist. Við höfum lagt áherslu á förgun CO2 frá grænni orkuframleiðslu og hinum svokallaða “hard-to-abate” iðnaði þar sem CO2 á uppruna sinn í framleiðsluferlinu sjálfu – ekki orkunni sem knýr ferlið. Framleiðsla á sementi, stáli, áli og kísli fellur t.a.m. undir þá skilgreiningu. Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík – Sódastöðin - sem hefur verið töluvert í opinberri umræðu upp á síðkastið er stærsta loftslagsverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hitaveituvæðingunni. Verkefnið miðar að því að binda 3 milljónir tonna af CO2 í bergi árlega frá og með árinu 2031 þegar uppbyggingarfasa lýkur. Koldíoxíðið sem þar verður fargað getur annars vegar komið frá nálægri innlendri iðnaðarstarfsemi eða með skipum frá nágrannalöndum okkar. Unnið er að umhverfismati verkefnisins um þessar mundir og við hjá Carbfix fögnum að sjálfsögðu umræðu og ábendingum um verkefnið enda leggjum við mikla áherslu á náið og gott samtal við hagsmunaaðila. Markmiðin nást ekki án alþjóðasamvinnu Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða. Á ákveðnum landsvæðum hentar einkar vel að planta trjám og öðrum gróðri sem sogar til sín CO2 úr andrúmslofti. Annars staðar hentar vel að byggja upp græna orkuframleiðslu með því að beisla vind, sól, vatnsföll eða jarðvarma. Á Íslandi og annars staðar í heiminum þar sem basalt og skyldar bergtegundir er að finna má horfa til þess að flýta þeim náttúrulegu ferlum sem þegar binda yfir 99% alls kolefnis á jörðinni með niðurdælingu og steindabindingu CO2. Komin er 10 ára reynsla á örugga, varanlega og hagkvæma notkun Carbfix aðferðarinnar á Hellisheiði og nú er komið að því að skala hana upp víðar hér á landi sem og erlendis. Mikilvægi Coda Terminal og annarra svipaðra verkefna sem m.a. eru í undirbúningi í Norðursjó komu bersýnilega í ljós í fyrradag þegar ESB kynnti tillögur að nýrri löggjöf, “Net Zero Industry Act” sem hefur það að markmiði að hraða loftslagsaðgerðum. Löggjöfin kveður á um að ná skuli 50 milljón tonna niðurdælingargetu CO2 árið 2030 ellegar sé loftslagsmarkmiðum álfunnar teflt í tvísýnu. Skýrt er af hálfu ESB að ríki skuli samnýta þá niðurdælingarinnviði sem byggðir verða upp – enda eru loftslagsmarkmið álfunnar og Íslands sameiginleg markmið okkar allra. Útdráttur: „Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða.“ Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun