Við hefjum leik á viðureign Breiðabliks og ÍR í Subway-deild kvenna í körfubolta klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Að þeim leik loknum færum við okkur svo yfir til Njarðvíkur þar sem Íslandsmeistararnir taka á móti Haukum á sömu rás klukkan 20:05.
Þá er seinasta viðureign átta liða úrslitanna á Framhaldsskólaleikunum á dagskrá klukkan 19:30 þar sem Tækniskólinn og Menntaskólinn á Tröllaskaga berjas um síðasta lausa sætið í undanúrslitum á Stöð 2 eSport.