„Þá er bara að kyngja stoltinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir. Vísir/Stöð 2 Sport Glódís Perla Viggósdóttir fór fyrir liði Bayern Munchen er það vann 1-0 sigur á Arsenal á Allianz Arena í gær. Um var að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla átti stórleik í hjarta varnar Bayern og stoppaði hver sókn þeirra ensku á henni. Hún segist hafa notið sín fyrir framan 20 þúsund stuðningsmenn á Allianz-vellinum í gær. „Þetta var erfiður leikur og jöfn lið en frábær stemning, mikið af fólki og það heyrðist mikið í öllum allan tímann. Það er bara æðislegt að ná í sigur á heimavelli en það er hálfleikur – það er ennþá einn leikur úti sem að verður erfiður líka,“ segir Glódís. Arsenal sótti fast að Bayern á seinni hluta leiksins og var liðið raunar með öll völd eftir hléið. Glódís segir þó lítið stress hafa gert vart við sig. „Það var ekkert stress, þær áttu fínustu færi en við vorum að henda okkur fyrir allt og komum okkur fyrir flest allt sem kom að marki og vorum bara að verjast virkilega vel. Við erum mjög ánægð með það, það er mjög mikilvægt í svona leikjum við lið sem er sterkt á boltann, þá geturu þurft að verjast í smá tíma. Við þurftum að gera það eiginlega allan seinni hálfleikinn, þá er bara að kyngja stoltinu og gera það almennilega og við gerðum það,“ segir Glódís. „Í fyrri hálfleik spiluðum við vel, en seinni hálfleikur, þá erum við meira að verja 1-0 og náum ekki að halda í boltann eins og við ætlum að gera. En í staðinn vorum við búin að tala um, eins og ég segi, ef við þyrftum að verjast þá þyrftum við bara að verjast og við kláruðum það verkefni,“ segir Glódís. Karólína á réttri leið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern Munchen en hún hefur fengið mismörg tækifæri eftir að hún steig upp úr langtímameiðslum sem héldu henni frá keppni frá því á EM í sumar. Glódís segir stöllu sína vera á réttri leið. „Hún er búin að vera að æfa mjög vel núna og fengið tækifæri í einhverjum leikjum. Hún fékk það því miður ekki í dag en hún mun bara halda áfram að standa sig vel á æfingum og standa sig þegar hún fær kallið,“ segir Glódís. Klippa: Glódís Perla eftir Arsenal Stórleikir á öllum vígstöðvum Aðspurð um síðari leikinn við Arsenal á Emirates-vellinum á miðvikudaginn næsta segir Glódís engan leikmann liðsins vera með hugann við þann leik. Stórleikur helgarinnar við Wolfsburg taki framsætið, enda Bayern aðeins tveimur stigum frá Wolfsburg sem situr á toppi deildarinnar. „Fyrst og fremst eigum við úrslitaleik í deildinni um helgina þannig að við erum bara núna strax að fara að skipta um fókus þar sem við eigum þennan úrslitaleik á laugardaginn sem við verðum að vinna. Við byrjum á því og svo setjum við upp eitthvað geggjað leikplan fyrir Emirates,“ „Það eru tvö stig á milli okkar. Þannig að við þurfum að klára þennan leik ef við ætlum að koma okkur upp í efsta sætið, sem er klárlega markmiðið. Þannig að það verður ekki auðvelt verkefni og þær með frábært lið en við líka svo það verður skemmtilegt,“ „Það er ekkert stopp. Við erum búnar að vera að missa leikmenn mikið í meiðsli og erum ekki með stóran hóp en við vinnum þetta með þá sem við höfum,“ segir Glódís Perla. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Glódís Perla átti stórleik í hjarta varnar Bayern og stoppaði hver sókn þeirra ensku á henni. Hún segist hafa notið sín fyrir framan 20 þúsund stuðningsmenn á Allianz-vellinum í gær. „Þetta var erfiður leikur og jöfn lið en frábær stemning, mikið af fólki og það heyrðist mikið í öllum allan tímann. Það er bara æðislegt að ná í sigur á heimavelli en það er hálfleikur – það er ennþá einn leikur úti sem að verður erfiður líka,“ segir Glódís. Arsenal sótti fast að Bayern á seinni hluta leiksins og var liðið raunar með öll völd eftir hléið. Glódís segir þó lítið stress hafa gert vart við sig. „Það var ekkert stress, þær áttu fínustu færi en við vorum að henda okkur fyrir allt og komum okkur fyrir flest allt sem kom að marki og vorum bara að verjast virkilega vel. Við erum mjög ánægð með það, það er mjög mikilvægt í svona leikjum við lið sem er sterkt á boltann, þá geturu þurft að verjast í smá tíma. Við þurftum að gera það eiginlega allan seinni hálfleikinn, þá er bara að kyngja stoltinu og gera það almennilega og við gerðum það,“ segir Glódís. „Í fyrri hálfleik spiluðum við vel, en seinni hálfleikur, þá erum við meira að verja 1-0 og náum ekki að halda í boltann eins og við ætlum að gera. En í staðinn vorum við búin að tala um, eins og ég segi, ef við þyrftum að verjast þá þyrftum við bara að verjast og við kláruðum það verkefni,“ segir Glódís. Karólína á réttri leið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern Munchen en hún hefur fengið mismörg tækifæri eftir að hún steig upp úr langtímameiðslum sem héldu henni frá keppni frá því á EM í sumar. Glódís segir stöllu sína vera á réttri leið. „Hún er búin að vera að æfa mjög vel núna og fengið tækifæri í einhverjum leikjum. Hún fékk það því miður ekki í dag en hún mun bara halda áfram að standa sig vel á æfingum og standa sig þegar hún fær kallið,“ segir Glódís. Klippa: Glódís Perla eftir Arsenal Stórleikir á öllum vígstöðvum Aðspurð um síðari leikinn við Arsenal á Emirates-vellinum á miðvikudaginn næsta segir Glódís engan leikmann liðsins vera með hugann við þann leik. Stórleikur helgarinnar við Wolfsburg taki framsætið, enda Bayern aðeins tveimur stigum frá Wolfsburg sem situr á toppi deildarinnar. „Fyrst og fremst eigum við úrslitaleik í deildinni um helgina þannig að við erum bara núna strax að fara að skipta um fókus þar sem við eigum þennan úrslitaleik á laugardaginn sem við verðum að vinna. Við byrjum á því og svo setjum við upp eitthvað geggjað leikplan fyrir Emirates,“ „Það eru tvö stig á milli okkar. Þannig að við þurfum að klára þennan leik ef við ætlum að koma okkur upp í efsta sætið, sem er klárlega markmiðið. Þannig að það verður ekki auðvelt verkefni og þær með frábært lið en við líka svo það verður skemmtilegt,“ „Það er ekkert stopp. Við erum búnar að vera að missa leikmenn mikið í meiðsli og erum ekki með stóran hóp en við vinnum þetta með þá sem við höfum,“ segir Glódís Perla. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn