„Þá er bara að kyngja stoltinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir. Vísir/Stöð 2 Sport Glódís Perla Viggósdóttir fór fyrir liði Bayern Munchen er það vann 1-0 sigur á Arsenal á Allianz Arena í gær. Um var að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla átti stórleik í hjarta varnar Bayern og stoppaði hver sókn þeirra ensku á henni. Hún segist hafa notið sín fyrir framan 20 þúsund stuðningsmenn á Allianz-vellinum í gær. „Þetta var erfiður leikur og jöfn lið en frábær stemning, mikið af fólki og það heyrðist mikið í öllum allan tímann. Það er bara æðislegt að ná í sigur á heimavelli en það er hálfleikur – það er ennþá einn leikur úti sem að verður erfiður líka,“ segir Glódís. Arsenal sótti fast að Bayern á seinni hluta leiksins og var liðið raunar með öll völd eftir hléið. Glódís segir þó lítið stress hafa gert vart við sig. „Það var ekkert stress, þær áttu fínustu færi en við vorum að henda okkur fyrir allt og komum okkur fyrir flest allt sem kom að marki og vorum bara að verjast virkilega vel. Við erum mjög ánægð með það, það er mjög mikilvægt í svona leikjum við lið sem er sterkt á boltann, þá geturu þurft að verjast í smá tíma. Við þurftum að gera það eiginlega allan seinni hálfleikinn, þá er bara að kyngja stoltinu og gera það almennilega og við gerðum það,“ segir Glódís. „Í fyrri hálfleik spiluðum við vel, en seinni hálfleikur, þá erum við meira að verja 1-0 og náum ekki að halda í boltann eins og við ætlum að gera. En í staðinn vorum við búin að tala um, eins og ég segi, ef við þyrftum að verjast þá þyrftum við bara að verjast og við kláruðum það verkefni,“ segir Glódís. Karólína á réttri leið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern Munchen en hún hefur fengið mismörg tækifæri eftir að hún steig upp úr langtímameiðslum sem héldu henni frá keppni frá því á EM í sumar. Glódís segir stöllu sína vera á réttri leið. „Hún er búin að vera að æfa mjög vel núna og fengið tækifæri í einhverjum leikjum. Hún fékk það því miður ekki í dag en hún mun bara halda áfram að standa sig vel á æfingum og standa sig þegar hún fær kallið,“ segir Glódís. Klippa: Glódís Perla eftir Arsenal Stórleikir á öllum vígstöðvum Aðspurð um síðari leikinn við Arsenal á Emirates-vellinum á miðvikudaginn næsta segir Glódís engan leikmann liðsins vera með hugann við þann leik. Stórleikur helgarinnar við Wolfsburg taki framsætið, enda Bayern aðeins tveimur stigum frá Wolfsburg sem situr á toppi deildarinnar. „Fyrst og fremst eigum við úrslitaleik í deildinni um helgina þannig að við erum bara núna strax að fara að skipta um fókus þar sem við eigum þennan úrslitaleik á laugardaginn sem við verðum að vinna. Við byrjum á því og svo setjum við upp eitthvað geggjað leikplan fyrir Emirates,“ „Það eru tvö stig á milli okkar. Þannig að við þurfum að klára þennan leik ef við ætlum að koma okkur upp í efsta sætið, sem er klárlega markmiðið. Þannig að það verður ekki auðvelt verkefni og þær með frábært lið en við líka svo það verður skemmtilegt,“ „Það er ekkert stopp. Við erum búnar að vera að missa leikmenn mikið í meiðsli og erum ekki með stóran hóp en við vinnum þetta með þá sem við höfum,“ segir Glódís Perla. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Þýski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Glódís Perla átti stórleik í hjarta varnar Bayern og stoppaði hver sókn þeirra ensku á henni. Hún segist hafa notið sín fyrir framan 20 þúsund stuðningsmenn á Allianz-vellinum í gær. „Þetta var erfiður leikur og jöfn lið en frábær stemning, mikið af fólki og það heyrðist mikið í öllum allan tímann. Það er bara æðislegt að ná í sigur á heimavelli en það er hálfleikur – það er ennþá einn leikur úti sem að verður erfiður líka,“ segir Glódís. Arsenal sótti fast að Bayern á seinni hluta leiksins og var liðið raunar með öll völd eftir hléið. Glódís segir þó lítið stress hafa gert vart við sig. „Það var ekkert stress, þær áttu fínustu færi en við vorum að henda okkur fyrir allt og komum okkur fyrir flest allt sem kom að marki og vorum bara að verjast virkilega vel. Við erum mjög ánægð með það, það er mjög mikilvægt í svona leikjum við lið sem er sterkt á boltann, þá geturu þurft að verjast í smá tíma. Við þurftum að gera það eiginlega allan seinni hálfleikinn, þá er bara að kyngja stoltinu og gera það almennilega og við gerðum það,“ segir Glódís. „Í fyrri hálfleik spiluðum við vel, en seinni hálfleikur, þá erum við meira að verja 1-0 og náum ekki að halda í boltann eins og við ætlum að gera. En í staðinn vorum við búin að tala um, eins og ég segi, ef við þyrftum að verjast þá þyrftum við bara að verjast og við kláruðum það verkefni,“ segir Glódís. Karólína á réttri leið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern Munchen en hún hefur fengið mismörg tækifæri eftir að hún steig upp úr langtímameiðslum sem héldu henni frá keppni frá því á EM í sumar. Glódís segir stöllu sína vera á réttri leið. „Hún er búin að vera að æfa mjög vel núna og fengið tækifæri í einhverjum leikjum. Hún fékk það því miður ekki í dag en hún mun bara halda áfram að standa sig vel á æfingum og standa sig þegar hún fær kallið,“ segir Glódís. Klippa: Glódís Perla eftir Arsenal Stórleikir á öllum vígstöðvum Aðspurð um síðari leikinn við Arsenal á Emirates-vellinum á miðvikudaginn næsta segir Glódís engan leikmann liðsins vera með hugann við þann leik. Stórleikur helgarinnar við Wolfsburg taki framsætið, enda Bayern aðeins tveimur stigum frá Wolfsburg sem situr á toppi deildarinnar. „Fyrst og fremst eigum við úrslitaleik í deildinni um helgina þannig að við erum bara núna strax að fara að skipta um fókus þar sem við eigum þennan úrslitaleik á laugardaginn sem við verðum að vinna. Við byrjum á því og svo setjum við upp eitthvað geggjað leikplan fyrir Emirates,“ „Það eru tvö stig á milli okkar. Þannig að við þurfum að klára þennan leik ef við ætlum að koma okkur upp í efsta sætið, sem er klárlega markmiðið. Þannig að það verður ekki auðvelt verkefni og þær með frábært lið en við líka svo það verður skemmtilegt,“ „Það er ekkert stopp. Við erum búnar að vera að missa leikmenn mikið í meiðsli og erum ekki með stóran hóp en við vinnum þetta með þá sem við höfum,“ segir Glódís Perla. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Þýski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira