Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 14:01 Vignir Vatnar Stefánsson er sextándi stórmeistari Íslands. skák.is „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. „Það er alveg sama hversu lélegur ég verð úr þessu, ég verð alltaf stórmeistari,“ segir Vignir laufléttur í bragði í samtali við Vísi. Vignir náði þessum risastóra áfanga á móti í Serbíu en viðurkennir að hafa verið orðinn svartsýnn þegar ljóst var að hann þyrfti að vinna tvær síðustu skákirnar til að það tækist. Í gær vann hann serbneska stórmeistarann Miodrag Savic og svo gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í skrautlegri skák í dag, að sögn Vignis. „Það er ár síðan að ég náði síðasta áfanga að þessum titli svo að ég er búinn að vera svolítið lengi að þessu. Maður er búinn að vera að æfa sig á fullu en ég bjóst ekkert við neinu þegar þetta small svo allt í einu hérna,“ segir Vignir. „Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin“ „Ég var eiginlega með koltapaða skák í gær en í einhverju tímahraki grísaði ég á sigur. Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin og að ég myndi klára þetta. En ég hefði alveg getað tapað í gær og í dag var þetta í raun bara algjör steypa. Ég var með svart og þurfti bara eitthvað rugl á borðið, og hann lék svo af sér í þessu rugli,“ segir Vignir. Í stuttu máli sagt þurfa skákmenn að ná 2.500 alþjóðlegum skákstigum (FIDE-stigum) og sýna á þremur mótum að þeir standi undir þeim titli að vera stórmeistari, til að fá þá nafnbót. „Mig langaði að klára þetta 19 ára. Það væri miklu kúlaðra. En ég er nýorðinn tvítugur,“ segir Vignir léttur en hér að neðan má sjá þá Íslendinga sem orðið hafa stórmeistarar. Við þennan hóp má bæta Bobby Fischer, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2005 en tefldi aldrei fyrir Íslands hönd, og þá varð Lenka Ptácníková, sem hlaut ríkisborgararétt árið 2004, stórmeistari kvenna sama ár. Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson Mun alltaf skrifa GM á undan nafninu Ljóst er að stórmeistaratitillinn er Vigni aðeins hvatning til að ná enn lengra: „Ég geri fátt annað en að tefla. Það fer allur tími sem ég hef í skákina og þetta verður vonandi vinnan mín næstu ár. Ég ætla mér langt, það fer ekki á milli mála,“ segir Vignir. Hann hlær og tekur undir, aðspurður hvort að hann muni ekki óspart nýta sér það að geta kallað sig stórmeistara: „Alltaf þegar ég þarf að skrifa nafnið mitt einhvers staðar þá mun ég skrifa GM [Grandmaster] á undan. Það er alveg staðfest. Ég er ekki að fara að sleppa því.“ Skák Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Sjá meira
„Það er alveg sama hversu lélegur ég verð úr þessu, ég verð alltaf stórmeistari,“ segir Vignir laufléttur í bragði í samtali við Vísi. Vignir náði þessum risastóra áfanga á móti í Serbíu en viðurkennir að hafa verið orðinn svartsýnn þegar ljóst var að hann þyrfti að vinna tvær síðustu skákirnar til að það tækist. Í gær vann hann serbneska stórmeistarann Miodrag Savic og svo gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í skrautlegri skák í dag, að sögn Vignis. „Það er ár síðan að ég náði síðasta áfanga að þessum titli svo að ég er búinn að vera svolítið lengi að þessu. Maður er búinn að vera að æfa sig á fullu en ég bjóst ekkert við neinu þegar þetta small svo allt í einu hérna,“ segir Vignir. „Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin“ „Ég var eiginlega með koltapaða skák í gær en í einhverju tímahraki grísaði ég á sigur. Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin og að ég myndi klára þetta. En ég hefði alveg getað tapað í gær og í dag var þetta í raun bara algjör steypa. Ég var með svart og þurfti bara eitthvað rugl á borðið, og hann lék svo af sér í þessu rugli,“ segir Vignir. Í stuttu máli sagt þurfa skákmenn að ná 2.500 alþjóðlegum skákstigum (FIDE-stigum) og sýna á þremur mótum að þeir standi undir þeim titli að vera stórmeistari, til að fá þá nafnbót. „Mig langaði að klára þetta 19 ára. Það væri miklu kúlaðra. En ég er nýorðinn tvítugur,“ segir Vignir léttur en hér að neðan má sjá þá Íslendinga sem orðið hafa stórmeistarar. Við þennan hóp má bæta Bobby Fischer, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2005 en tefldi aldrei fyrir Íslands hönd, og þá varð Lenka Ptácníková, sem hlaut ríkisborgararétt árið 2004, stórmeistari kvenna sama ár. Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson Mun alltaf skrifa GM á undan nafninu Ljóst er að stórmeistaratitillinn er Vigni aðeins hvatning til að ná enn lengra: „Ég geri fátt annað en að tefla. Það fer allur tími sem ég hef í skákina og þetta verður vonandi vinnan mín næstu ár. Ég ætla mér langt, það fer ekki á milli mála,“ segir Vignir. Hann hlær og tekur undir, aðspurður hvort að hann muni ekki óspart nýta sér það að geta kallað sig stórmeistara: „Alltaf þegar ég þarf að skrifa nafnið mitt einhvers staðar þá mun ég skrifa GM [Grandmaster] á undan. Það er alveg staðfest. Ég er ekki að fara að sleppa því.“
Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson
Skák Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti