Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica Valur Páll Eiríksson skrifar 23. mars 2023 23:35 Lítinn baráttuanda var að sjá hjá íslenska liðinu í kvöld. Getty Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins. Hert öryggisgæsla var á vellinum í kvöld vegna viðveru forseta bosníska knattspynusambandsins. Þungvopnaðir sérsveitarmenn höfðu fjölda hermanna sér til aðstoðar. Þeir þurftu þó lítið að aðhafast þar sem stuðningsmenn Bosníu sátu sem slakastir með kaffi og sígó er lið þeirra fór létt með Ísland í kvöld. Við verðum að byrja á byrjunarliðinu. Margur hafði áhyggjur þegar Arnór Ingvi Traustason hóf leikinn sem stakur djúpur miðjumaður, með tvo aðra framsækna miðjumenn með sér í Jóhanni Berg og Hákoni. Í stað þess að vera meira miðsvæðis til að stýra varnarleiknum var Guðlaugur Victor Pálsson þá í hægri bakverði á meðan þeir Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon mönnuðu miðvarðarstöðurnar. Áhyggjurnar af varnarleiknum reyndust á rökum reistar þar sem Bosnía labbaði í gegnum vörn Íslands strax á fyrstu mínútu leiksins. Raunar hafði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, leyst liðsfélaga sína úr snörunni í þrígang eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Rade Krunic, leikmaður AC Milan, kom Bosníu verðskuldað yfir eftir fjórtán mínútna leik. Hann skoraði svo keimlíkt mark síðar í hálfleiknum, og í þeim báðum var mótstaða Íslands illsjáanleg. Það var í raun ekki sjón að sjá íslenska liðið. Maður áttaði sig illa á því hvaða leiðir átti að fara í sóknarleiknum, enginn þriggja (sóknarsinnaðra) miðjumanna komst í takt við leikinn fyrir hlé og þá vantaði alla baráttu, vilja og skipulag í varnarleikinn. Manni var býsna létt þegar hálfleiksflautið gall enda frammistaðan slök á báðum endum vallarins. Frammistaða sem einkenndist helst af leikmönnum sem þekktu illa hlutverk sín og tengdu illa saman í bæði vörn og sókn. Óvænt mætti óbreytt íslenskt lið til leiks eftir hléið. Íslenska liðið leit eilítið betur út framan af gegn Bosníumönnum sem lágu til baka. Hákon Arnar Haraldsson féll við á ögurstundu í dauðafæri sem fékkst gefins, sem einhvern veginn kjarnaði kvöldið. Ísland fékk loks færi, skapaði það ekki sjálft og það nýttist ekki. Í kjölfarið fer Bosnía í sína fyrstu sókn eftir hlé og skora þriðja markið enn á ný gegn lítilli sem engri mótstöðu. Annað sem kjarnaði kvöldið. Það verður að setja spurningamerki við upplegg liðsins þar sem sex léttir og framsæknir leikmenn byrjuðu leikinn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, nefndi eftir leik að Ísland hefði verið undir í baráttu og einvígjum og það er sannarlega hægt að taka undir það - enda var Bosnía með áræðnari, ákveðnari, stærri og sterkari leikmenn inni á vellinum. Þá átta ég mig ekki á því hvaða leiðir áttu að skila marki. Þó vissulega hafi verið batamerki eftir hlé, en samt engin almennileg færi. Vonandi er hægt að byggja á því. Menn geta bent á það að Ísland hafi vantað bæði Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason í stöðurnar aftast á vellinum, en líkt og Arnar segir sjálfur í viðtali eftir leik er það engin afsökun. Ef okkur vantaði menn þá vantaði guði hjá Bosníu. Miralem Pjanic, Sead Kolasinac og Edin Dzeko voru þar allir fjarverandi. Úrslitin voru ekki góð en frammistaðan meira áhyggjuefni. Ísland átti engin svör við þéttri vörn Bosníu, voru skrefi á eftir hröðum sóknum liðsins og voru hreinlega eins og fangar í harðri gæslu heimamanna. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
Hert öryggisgæsla var á vellinum í kvöld vegna viðveru forseta bosníska knattspynusambandsins. Þungvopnaðir sérsveitarmenn höfðu fjölda hermanna sér til aðstoðar. Þeir þurftu þó lítið að aðhafast þar sem stuðningsmenn Bosníu sátu sem slakastir með kaffi og sígó er lið þeirra fór létt með Ísland í kvöld. Við verðum að byrja á byrjunarliðinu. Margur hafði áhyggjur þegar Arnór Ingvi Traustason hóf leikinn sem stakur djúpur miðjumaður, með tvo aðra framsækna miðjumenn með sér í Jóhanni Berg og Hákoni. Í stað þess að vera meira miðsvæðis til að stýra varnarleiknum var Guðlaugur Victor Pálsson þá í hægri bakverði á meðan þeir Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon mönnuðu miðvarðarstöðurnar. Áhyggjurnar af varnarleiknum reyndust á rökum reistar þar sem Bosnía labbaði í gegnum vörn Íslands strax á fyrstu mínútu leiksins. Raunar hafði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, leyst liðsfélaga sína úr snörunni í þrígang eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Rade Krunic, leikmaður AC Milan, kom Bosníu verðskuldað yfir eftir fjórtán mínútna leik. Hann skoraði svo keimlíkt mark síðar í hálfleiknum, og í þeim báðum var mótstaða Íslands illsjáanleg. Það var í raun ekki sjón að sjá íslenska liðið. Maður áttaði sig illa á því hvaða leiðir átti að fara í sóknarleiknum, enginn þriggja (sóknarsinnaðra) miðjumanna komst í takt við leikinn fyrir hlé og þá vantaði alla baráttu, vilja og skipulag í varnarleikinn. Manni var býsna létt þegar hálfleiksflautið gall enda frammistaðan slök á báðum endum vallarins. Frammistaða sem einkenndist helst af leikmönnum sem þekktu illa hlutverk sín og tengdu illa saman í bæði vörn og sókn. Óvænt mætti óbreytt íslenskt lið til leiks eftir hléið. Íslenska liðið leit eilítið betur út framan af gegn Bosníumönnum sem lágu til baka. Hákon Arnar Haraldsson féll við á ögurstundu í dauðafæri sem fékkst gefins, sem einhvern veginn kjarnaði kvöldið. Ísland fékk loks færi, skapaði það ekki sjálft og það nýttist ekki. Í kjölfarið fer Bosnía í sína fyrstu sókn eftir hlé og skora þriðja markið enn á ný gegn lítilli sem engri mótstöðu. Annað sem kjarnaði kvöldið. Það verður að setja spurningamerki við upplegg liðsins þar sem sex léttir og framsæknir leikmenn byrjuðu leikinn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, nefndi eftir leik að Ísland hefði verið undir í baráttu og einvígjum og það er sannarlega hægt að taka undir það - enda var Bosnía með áræðnari, ákveðnari, stærri og sterkari leikmenn inni á vellinum. Þá átta ég mig ekki á því hvaða leiðir áttu að skila marki. Þó vissulega hafi verið batamerki eftir hlé, en samt engin almennileg færi. Vonandi er hægt að byggja á því. Menn geta bent á það að Ísland hafi vantað bæði Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason í stöðurnar aftast á vellinum, en líkt og Arnar segir sjálfur í viðtali eftir leik er það engin afsökun. Ef okkur vantaði menn þá vantaði guði hjá Bosníu. Miralem Pjanic, Sead Kolasinac og Edin Dzeko voru þar allir fjarverandi. Úrslitin voru ekki góð en frammistaðan meira áhyggjuefni. Ísland átti engin svör við þéttri vörn Bosníu, voru skrefi á eftir hröðum sóknum liðsins og voru hreinlega eins og fangar í harðri gæslu heimamanna.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira