Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársreikningi Lyfju fyrir síðasta ár. Einnig kemur fram að framlegð af vörusölu var 32 prósent, það er óbreytt hlutfall frá fyrra ári. Þá fjárfesti fyrirtækið fyrir alls 380 milljónir króna á síðasta ári. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu var lögð áhersla á bæði rekstrar- og vaxtarverkefni í fjárfestingunum.
Fyrirtækið fékk nýjar tekjustoðir á síðasta ári þegar Heilsa, innflutnings- og heildsölufyrirtæki í eigu Lyfju, fékk leyfi vegna samhliða innflutnings lyfja og tók á móti fyrstu sendingunni til landsins. Þá fékk Lyfja rekstrarleyfi til að selja heyrnartæki frá Heilbrigðisráðuneytinu. Mun ný verslun og þjónustumiðstöð fyrir heyrnarvarnir, heyrnarmælingar og heyrnartæki opna í Lágmúla á næstu mánuðum samkvæmt tilkynningunni.
Þá kemur fram að Lyfja hafi sent alls 10.965 kíló af lyfjum, sprautum og nálum frá viðskiptavinum í örugga eyðingu.