„Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2023 19:01 Þorsteinn hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu síðan í ársbyrjun 2021. Vísir/Vilhelm „Þetta er áframhaldandi undirbúningur fyrir Þjóðadeildina í haust. Þurfum að halda áfram að vinna í hlutum sem við byrjuðum á í Pintar og halda áfram að skerpa á þeim,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, eftir að hann tilkynnti hópinn sem verður til taks í vináttuleikjum liðsins í næsta mánuði. „Ég vill sjá okkur halda áfram að vera markviss varnarlega, spila góðan varnarleik. Svo þurfum að halda áfram að þróa sóknarleikinn okkar og bregðast við mismunandi aðstæðum og andstæðingum,“ sagði Þorsteinn um markmið verkefnisins. Töluverðar breytingar „Það eru töluverðar breytingar. Ég held ég hafi aldrei breytt svona mikið áður, meiðsli og annað. Það gefur leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður þarf að nota þessa æfingaleikjaglugga til að skoða leikmenn og gefa leikmönnum tækifæri. Sjá stöðuna á hópnum og hvaða möguleika maður hefur.“ „Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu. Sami gæðastimpill og á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Verða væntanlega bara sextán bestu þjóðirnar í Evrópu og dregið í riðla. Erum að fara í svipað sterka riðlakeppni og var á EM,“ sagði þjálfarinn um komandi leiki í Þjóðadeildinni. https://t.co/VaFZgHMz9y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 „Það er alltaf gott, sýnir að við erum að gera eitthvað rétt, en ég persónulega horfi meira á Evrópulistann heldur en heimslistann. Segir mér meira nákvæmlega hvar við stöndum,“ sagði Þorsteinn um það sem hann líkt og kollegi sinn forðum daga kallar Coca Cola-listann. Íslenska U-23 ára landsliðið mun spila tvo vináttuleiki við Danmörku ytra í apríl. „Það hefur vantað aðeins upp á að leikmenn fái verkefni svo þeir haldi áfram að þróast inn í landsliðsumhverfinu og þetta gefur leikmönnum tækifæri til að halda áfram að spila landsleiki. Það er öðruvísi að spila landsleiki en með félagsliði. Halda þeim inn í umverfinu og takti við landsliðsumhverfi. Þær fá krefjandi verkefni og góðan andstæðing. Sjáum hvar við stöndum og hvort við þurfum að gera eitthvað betur.“ Hópur U23 kvenna sem mætir Danmörku í tveimur vináttuleikjum í apríl. Our U23 women's squad for two friendlies against Denmark in April.#dottir pic.twitter.com/jeKuHxEYSH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss. Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorstein í heild sinni. Klippa: Þorsteinn Halldórsson: Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
„Ég vill sjá okkur halda áfram að vera markviss varnarlega, spila góðan varnarleik. Svo þurfum að halda áfram að þróa sóknarleikinn okkar og bregðast við mismunandi aðstæðum og andstæðingum,“ sagði Þorsteinn um markmið verkefnisins. Töluverðar breytingar „Það eru töluverðar breytingar. Ég held ég hafi aldrei breytt svona mikið áður, meiðsli og annað. Það gefur leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður þarf að nota þessa æfingaleikjaglugga til að skoða leikmenn og gefa leikmönnum tækifæri. Sjá stöðuna á hópnum og hvaða möguleika maður hefur.“ „Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu. Sami gæðastimpill og á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Verða væntanlega bara sextán bestu þjóðirnar í Evrópu og dregið í riðla. Erum að fara í svipað sterka riðlakeppni og var á EM,“ sagði þjálfarinn um komandi leiki í Þjóðadeildinni. https://t.co/VaFZgHMz9y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 „Það er alltaf gott, sýnir að við erum að gera eitthvað rétt, en ég persónulega horfi meira á Evrópulistann heldur en heimslistann. Segir mér meira nákvæmlega hvar við stöndum,“ sagði Þorsteinn um það sem hann líkt og kollegi sinn forðum daga kallar Coca Cola-listann. Íslenska U-23 ára landsliðið mun spila tvo vináttuleiki við Danmörku ytra í apríl. „Það hefur vantað aðeins upp á að leikmenn fái verkefni svo þeir haldi áfram að þróast inn í landsliðsumhverfinu og þetta gefur leikmönnum tækifæri til að halda áfram að spila landsleiki. Það er öðruvísi að spila landsleiki en með félagsliði. Halda þeim inn í umverfinu og takti við landsliðsumhverfi. Þær fá krefjandi verkefni og góðan andstæðing. Sjáum hvar við stöndum og hvort við þurfum að gera eitthvað betur.“ Hópur U23 kvenna sem mætir Danmörku í tveimur vináttuleikjum í apríl. Our U23 women's squad for two friendlies against Denmark in April.#dottir pic.twitter.com/jeKuHxEYSH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss. Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorstein í heild sinni. Klippa: Þorsteinn Halldórsson: Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira