Jónsi í Sigur Rós lagði ríkisskattstjóra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 18:45 Myndin er tekin á tónleikum Sigur Rósar í Laugardalshöll í nóvember. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað kröfu á hendur Jónsa í Sigur Rós vegna skattamáls hljómsveitarinnar frá héraðsdómi. Ríkisskattstjóri ákvað að falla frá áfrýjun dómsmála á hendur þriggja af fjögurra hljómsveitarmeðlima, sem allir höfðu verið sýknaðir í héraðsdómi. Eftir stóð Jónsi – og endurskoðandi hans. Tónlistarmennirnir fjórir voru upphaflega grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Skattsvikamálið hefur velkst um í réttarkerfinu um nokkurt skeið; Landsréttur úrskurðaði árið 2021 að málið skyldi fara fyrir héraðsdóm að nýju, sem svo sýknaði tónlistarmennina, þá Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Hólm og fyrrverandi meðliminn Orra Pál Dýrason. Ríkisskattstjóri áfrýjaði til Landsréttar en ákvað óvænt að falla frá þremur áfrýjunum af fjórum. Nú liggur fyrir niðurstaða í máli Jónsa. Tónlistarmennirnir hafa byggt frávísunarkröfu á reglunni um ne bis in idem, það er, að maður þurfi ekki að sæta saksókn eða refsingu oftar en einu sinni fyrir sömu háttsemina. Þeir hafi þegar greitt sekt vegna málsins og væri því um tvöfalda refsingu að ræða. Landsréttur féllst ekki á þau rök Jónsa strax í upphafi forsendna dómsins, sem kveðinn var upp í dag, enda hafi álagið verið lagt á félag í hans eigu en ekki hann sjálfan. Eftir stæði hvort hann teldist hafa verið sýknaður við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum. Aðildin samofin Landsréttur taldi að aðild félags Jónsa og hans sjálfs hafi verið svo samofin að við meðferð skattyfirvalda hafi aðildin, á tilteknu tímabili, verið ein og hin sama. Því væri rétt að hann nyti þess vafa sem uppi hefur verið í dómaframkvæmd um túlkun á reglunni um tvöfalda refsingu. Gunnar Þór Ásgeirsson, endurskoðandi hljómsveitarinnar, krafðist ekki frávísunar en byggði sýknukröfu sína á því að hann hefði réttmætar væntingar um að máli á hendur honum væri lokið, þar sem hann væri ekki tilgreindur sem sökunautur, þegar skattrannsóknarstjóri vísaði málinu til héraðssaksóknara. Endurskoðandanum var gefið að sök að hafa sleppt því að standa skil á skattframtölum félagsins og þannig komið þeim undan greiðslu tekjuskatts. Ákæran miðaði hins vegar að því að hann hefði verið daglegur stjórnandi félags Jónsa en því hafnaði endurskoðandinn alfarið. Ákæruvaldinu tókst sönnun ekki og þá þótti einnig varhugavert að telja hann hlutdeildarmann í skattsvikabroti. Var Gunnar Þór því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Eignir tónlistarmannanna voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en þær námu um 800 milljónum króna. Georg Hólm bassaleikari sveitarinnar tjáði sig um málið fyrir tveimur árum síðan og sagði þá: „Hvað á þessi farsi að halda lengi áfram? Á ég að fara að taka þessu persónulega? Mér þykir þetta orðið skammarlegt.“ Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Tengdar fréttir Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43 „Mjög sterk og ákveðin sýkna“ Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot. 25. maí 2021 11:06 Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Tónlistarmennirnir fjórir voru upphaflega grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Skattsvikamálið hefur velkst um í réttarkerfinu um nokkurt skeið; Landsréttur úrskurðaði árið 2021 að málið skyldi fara fyrir héraðsdóm að nýju, sem svo sýknaði tónlistarmennina, þá Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Hólm og fyrrverandi meðliminn Orra Pál Dýrason. Ríkisskattstjóri áfrýjaði til Landsréttar en ákvað óvænt að falla frá þremur áfrýjunum af fjórum. Nú liggur fyrir niðurstaða í máli Jónsa. Tónlistarmennirnir hafa byggt frávísunarkröfu á reglunni um ne bis in idem, það er, að maður þurfi ekki að sæta saksókn eða refsingu oftar en einu sinni fyrir sömu háttsemina. Þeir hafi þegar greitt sekt vegna málsins og væri því um tvöfalda refsingu að ræða. Landsréttur féllst ekki á þau rök Jónsa strax í upphafi forsendna dómsins, sem kveðinn var upp í dag, enda hafi álagið verið lagt á félag í hans eigu en ekki hann sjálfan. Eftir stæði hvort hann teldist hafa verið sýknaður við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum. Aðildin samofin Landsréttur taldi að aðild félags Jónsa og hans sjálfs hafi verið svo samofin að við meðferð skattyfirvalda hafi aðildin, á tilteknu tímabili, verið ein og hin sama. Því væri rétt að hann nyti þess vafa sem uppi hefur verið í dómaframkvæmd um túlkun á reglunni um tvöfalda refsingu. Gunnar Þór Ásgeirsson, endurskoðandi hljómsveitarinnar, krafðist ekki frávísunar en byggði sýknukröfu sína á því að hann hefði réttmætar væntingar um að máli á hendur honum væri lokið, þar sem hann væri ekki tilgreindur sem sökunautur, þegar skattrannsóknarstjóri vísaði málinu til héraðssaksóknara. Endurskoðandanum var gefið að sök að hafa sleppt því að standa skil á skattframtölum félagsins og þannig komið þeim undan greiðslu tekjuskatts. Ákæran miðaði hins vegar að því að hann hefði verið daglegur stjórnandi félags Jónsa en því hafnaði endurskoðandinn alfarið. Ákæruvaldinu tókst sönnun ekki og þá þótti einnig varhugavert að telja hann hlutdeildarmann í skattsvikabroti. Var Gunnar Þór því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Eignir tónlistarmannanna voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en þær námu um 800 milljónum króna. Georg Hólm bassaleikari sveitarinnar tjáði sig um málið fyrir tveimur árum síðan og sagði þá: „Hvað á þessi farsi að halda lengi áfram? Á ég að fara að taka þessu persónulega? Mér þykir þetta orðið skammarlegt.“
Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Tengdar fréttir Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43 „Mjög sterk og ákveðin sýkna“ Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot. 25. maí 2021 11:06 Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43
„Mjög sterk og ákveðin sýkna“ Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot. 25. maí 2021 11:06
Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10