Paprika orðin tímabundin lúxusvara Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2023 09:01 Húsnæðislánin hafa vissulega hækkað hjá stórum hópi lántaka. Hækkandi verð á papriku hefur ekki síður verið milli tannanna á fólki. Unsplash/Theo Crazzolara Fordæmalaust verð á papriku, sem hefur fjórfaldast undanfarnar vikur, hefur valdið neytendum sérstöku hugarangri. Forstjóri heildsölunnar Innnes segist aldrei hafa séð aðra eins hækkun - en nú horfi til betri vegar í paprikumálum. Við þekkjum það öll. Verð á matarkörfunni hefur hækkað upp úr öllu valdi. Það er orðið hálfkvíðvænlegt að fara út í búð að kaupa í matinn og ein tiltekin vara er orðin hálfgerð táknmynd verðbólgunnar. Já, verðþróun á hinni sakleysislegu papriku hefur nefnilega vakið sérstaka eftirtekt. Við fáum nýjustu tölur: Í Krónunni kostar eitt avókadó, hálfgerð munaðarvara í augum í margra, 298 krónur. Rauð innfutt papríka, öllu hversdagslegra grænmeti, kostar nákvæmlega jafnmikið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá í klippunni að neðan. Neytendur hafa einmitt vakið máls á þessu á samfélagsmiðlum nú í mánuðinum. Sumir eru hreinlega farnir að flokka paprikuna sem lúxusvöru - og dæmi eru um að fólk hafi greitt 900 krónur fyrir tvær paprikur, sem verður að teljast ansi sláandi. Allavega - paprikuverðið, hvort sem það er 298 krónur, 384 eða 356 - þykir með eindæmum hátt. Tvær paprikur 900kr taaaaakk pic.twitter.com/nhnPE1HVCJ— Daníel Freyr 🇺🇦 (@danielfj91) March 12, 2023 pic.twitter.com/CbRkXZfidD— 🇺🇦 Margrét E. Long 🇺🇦 (@gilitrutt) March 12, 2023 Ég var að borga 384 kr. fyrir EINA rauða papriku. Við erum riðin. pic.twitter.com/RXdhOE1bDy— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) March 21, 2023 Forstjóri heildsölunnar Innnes staðfestir grun neytenda - verð á papriku hefur undanfarið verið allt að fjórfalt á við það sem venjan er. Og ýmislegt búi þar að baki. „Við höfum ekki séð þessi verð áður. Fyrst ber að nefna slæmt tíðarfar í Evrópu, og líka hækun á orkuverði,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Betra verð í kortunum Fleira komi til; spænskir garðyrkjubændur hafi þurft að taka við af þeim hollensku, framboð minnkað og sumir smásalar hreinlega hætt að selja papriku. „Nú við höfum boðið upp á hana en þá með þeim afleiðingum að verðin eru í næstu hæðum. Við höfum séð ýmislegt í 36 ára sögu félagsins og þykir okkur þá alveg nóg um,“ segir Magnús. „En góðu fréttirnar eru þær að verðin eru á niðurleið og núna undanfarnar þrjár vikur höfum við náð að lækka verð á pariku þannig að vonandi getur landinn með góðri samviku farði að gæða sér aftur á þessari ágætisafurð.“ Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Við þekkjum það öll. Verð á matarkörfunni hefur hækkað upp úr öllu valdi. Það er orðið hálfkvíðvænlegt að fara út í búð að kaupa í matinn og ein tiltekin vara er orðin hálfgerð táknmynd verðbólgunnar. Já, verðþróun á hinni sakleysislegu papriku hefur nefnilega vakið sérstaka eftirtekt. Við fáum nýjustu tölur: Í Krónunni kostar eitt avókadó, hálfgerð munaðarvara í augum í margra, 298 krónur. Rauð innfutt papríka, öllu hversdagslegra grænmeti, kostar nákvæmlega jafnmikið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá í klippunni að neðan. Neytendur hafa einmitt vakið máls á þessu á samfélagsmiðlum nú í mánuðinum. Sumir eru hreinlega farnir að flokka paprikuna sem lúxusvöru - og dæmi eru um að fólk hafi greitt 900 krónur fyrir tvær paprikur, sem verður að teljast ansi sláandi. Allavega - paprikuverðið, hvort sem það er 298 krónur, 384 eða 356 - þykir með eindæmum hátt. Tvær paprikur 900kr taaaaakk pic.twitter.com/nhnPE1HVCJ— Daníel Freyr 🇺🇦 (@danielfj91) March 12, 2023 pic.twitter.com/CbRkXZfidD— 🇺🇦 Margrét E. Long 🇺🇦 (@gilitrutt) March 12, 2023 Ég var að borga 384 kr. fyrir EINA rauða papriku. Við erum riðin. pic.twitter.com/RXdhOE1bDy— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) March 21, 2023 Forstjóri heildsölunnar Innnes staðfestir grun neytenda - verð á papriku hefur undanfarið verið allt að fjórfalt á við það sem venjan er. Og ýmislegt búi þar að baki. „Við höfum ekki séð þessi verð áður. Fyrst ber að nefna slæmt tíðarfar í Evrópu, og líka hækun á orkuverði,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Betra verð í kortunum Fleira komi til; spænskir garðyrkjubændur hafi þurft að taka við af þeim hollensku, framboð minnkað og sumir smásalar hreinlega hætt að selja papriku. „Nú við höfum boðið upp á hana en þá með þeim afleiðingum að verðin eru í næstu hæðum. Við höfum séð ýmislegt í 36 ára sögu félagsins og þykir okkur þá alveg nóg um,“ segir Magnús. „En góðu fréttirnar eru þær að verðin eru á niðurleið og núna undanfarnar þrjár vikur höfum við náð að lækka verð á pariku þannig að vonandi getur landinn með góðri samviku farði að gæða sér aftur á þessari ágætisafurð.“
Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira