Vilja nota skrifstofuhúsnæði undir flóttafólk Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 22:03 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að senda þingflokkum stjórnarflokka frumvarpsdrög. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin vill rýmka tímabundið reglur vegna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Frumvarpsdrög voru send á þingflokka stjórnarflokka í morgun. Verði frumvarpið að lögum er hægt að nýta húsnæði, sem ekki var upphaflega hugsað til búsetu, undir flóttafólk. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að metfjöldi flóttamanna hafi sótt um vernd hér á landi. Frá áramótum hafi um 1.300 manns sótt um vernd hér á landi, sem eru helmingi fleiri en sóttu um vernd allt árið 2021. Á sama tíma séu búsetuúrræði á vegum Vinnumálastofnunar nánast fullnýtt og erfiðlega gangi að finna hentugt húsnæði til leigu. Dæmi eru tekin um að hægt væri að breyta auðu skrifstofuhúsnæði í eigu ríkisins í tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur. Undanþágan gildir til 1. júní 2025, verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir meiri slaka verða hefðbundnar kröfur gerðar til brunavarna, öryggis og hollustuhátta. Undanþágan gildir því almennt aðeins í tengslum við skipulags- og byggingarlöggjöf, til dæmis þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir íbúðum í aðal- eða deiliskipulagi. Skipulagsstofnun verður því heimilt að veita undanþágu, eftir beiðni frá Vinnumálastofnun og umsögn frá hlutaðeigandi sveitarfélagi, frá einstökum ákvæðum skipulags- og byggingarlöggjafar. Gert er ráð fyrir því að stök undanþága gildi í 18 mánuði, en að því loknu þurfi að fara í hefðbundið leyfisferli. Nánar á vef Stjórnarráðsins. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02 Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að metfjöldi flóttamanna hafi sótt um vernd hér á landi. Frá áramótum hafi um 1.300 manns sótt um vernd hér á landi, sem eru helmingi fleiri en sóttu um vernd allt árið 2021. Á sama tíma séu búsetuúrræði á vegum Vinnumálastofnunar nánast fullnýtt og erfiðlega gangi að finna hentugt húsnæði til leigu. Dæmi eru tekin um að hægt væri að breyta auðu skrifstofuhúsnæði í eigu ríkisins í tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur. Undanþágan gildir til 1. júní 2025, verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir meiri slaka verða hefðbundnar kröfur gerðar til brunavarna, öryggis og hollustuhátta. Undanþágan gildir því almennt aðeins í tengslum við skipulags- og byggingarlöggjöf, til dæmis þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir íbúðum í aðal- eða deiliskipulagi. Skipulagsstofnun verður því heimilt að veita undanþágu, eftir beiðni frá Vinnumálastofnun og umsögn frá hlutaðeigandi sveitarfélagi, frá einstökum ákvæðum skipulags- og byggingarlöggjafar. Gert er ráð fyrir því að stök undanþága gildi í 18 mánuði, en að því loknu þurfi að fara í hefðbundið leyfisferli. Nánar á vef Stjórnarráðsins.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02 Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02
Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52