Þú ert það sem þú upplifir: Opið bréf til lubbamenna og lúðulaka í Múlaþingi Birgir Dýrfjörð skrifar 26. mars 2023 08:00 „Sjálf og sjálfsmynd eru hugtök sem vísa til reynslu okkar og tilfinninga í okkar eigin garð.“ Sumir sálfræðingar orða þetta þannig að sjálfsmynd okkar ákvarði hegðun okkar. Við erum það sem við upplifum.“ (Sálfræðibókin. Mál og menning. Bls. 456.) Þessi speki er sosum ekkert ný. Stephan G. Stephansson, orti: Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, Í fjölnota átthagavísu segir: Engu skiftir að ég fer, eða hvar mig niður ber. Siglufjörður alltaf er, einhvern veginn inni í mér. Vísan er sögð fjölnota því í stað Siglufjörður getur verið Seyðisfjörður eða hvaða átthagi sem er. Að mati Carl Rogers, sálfræðings „er það öllu fólki nauðsynlegt að hafa tilfinningu fyrir sjálfu sér sem einni heild.“ ( Sálfr.b. M&M bl.s. 459) Á fimmta glasi eða svo sungu Íslendingar í Svíþjóð átthaga vísuna hér að ofan undir laginu „Sigga litla systir mín“. Þeir sungu þá: „Gamla Ísland alltaf er einhvern vegin inni í mér.“ Þeir upplifðu sig íslenska heild. Seyðfirðingar 18. desember 2020 urðu þær náttúruhamfarir í Seyðisfirði, að brún neðri botna, ofan við Múlafossinn brast fram, og ægileg aurskriða hvolfdist yfir bæinn. Skriðan eirði engu. Altjón varð á 13 húsum. Fyrir íbúa bæjarins var þessi skelfing þó annað og meira en efnhagslegt tjón. Þegar ógnin straujaði yfir Búðareyrina hurfu 4 hús, sem voru alfriðuð vegna aldurs. Frá æsku til elliára voru þessi hús upplifun og hluti af þeirri tifinningu að vera Seyðfirðingur. „Þú ert það sem þú upplifir,“ segir í sálfræðinni. Lifandi minningin um horfin hús og annað, sem skriðan eyddi, hún eykur sorg Seyðfirðinga. Hún er líkamlega sár eins og kökkur í brjóstinu. Og gamlir Seyðfirðingar finna alltaf fjörðinn sinn og bæinn „Einhvern veginn inni í sér“ Öryggisleysi og kvíði Skelfingin sem fylgdi þessum hamförum var meira en sú, að horfa eftir heimilum sínum og eignum hverfa í leðjuna. Enginn gat svarað þeirri spurningu hvort hættan væri yfirstaðinn. Hvort fleiri skriður féllu. Óttinn og kvíðinn var viðvarandi, og hann er enn til staðar, og setur mark sitt á líf íbúanna. Þurfa þeir aftur að una því að vera fluttir úr bænum. Þurfa þeir aftur að yfirgefa heimili sín og eignir. Þurfa þeir aftur að lifa það að missa aleiguna. Þurfa þeir áfram að óttast um líf sitt? Það er mikið álag á andlega líðan Seyðfirðinga að burðast með slíkar spurningar. 80 % íbúanna niðurlægðir í þágu Norskra auðmanna Til viðbótar við álag af öryggisleysi þurfa Seyðfirðingar, að lifa við það nú, að verjast árás norskra auðmanna og handbendum þeirra í bæjarstjórn Múlaþings. Bæjarstjórnin valtaði yfir vilja 80% íbúa Seyðisfjarðar, og svipti þá í reynd sjálfsforræði sínu. Kannski finna Seyðfirðingar nú ríkari þörf en nokkurn tíma áður, að verja það, sem þeim er kærast, að verja undurfagra náttúru Seyðisfjarðar, og koma í veg fyrir, að hún verði afskræmd af mannavöldum, - til viðbótar við afskræmingu skriðufallanna Norskir auðmenn og austfirðsk handbendi þeirra vilja dreifa þrem firnalöngum seríum af flotkvíum til laxeldis í endilangan Seyðisfjörð. 80% íbúanna vilja ekki þessi mannvirki í fjörðinn sinn. Sveitarstjórnarfulltrúar frá Djúpavogi og Héraði leyfa ekki að Seyðfirðingar fái að hafa vit fyrir sér sjálfir. Þeir kusu að svipta þá sjálfsforræði sínu með atkvæðagreiðslu, sem fór þvert gegn vilja 80% íbúanna. Í undrun spyr maður, er þessu fólki í sveitarstjórninni sjálfrátt. Eða handbendi annarra? Það hikar ekki við að svipta Seyðfirðinga sjálfsforræði sínu. Dýrmætasta rétti hverrar manneskju.Dýrmætasta rétti mannlegra samskifta. Einstaklinga, sveitarfélaga og þjóða. Ég er sannfærður um að þessi framkoma fulltrúa í bæjarstjórn Múlaþings er í andstöðu við skoðun almennings á Austfjörðum um sómasamleg samskipti fólks. Ég bið sveitarstjórnina að endurskoða atkvæðagreiðsluna, um að svipta Seyðfirðinga sjálfsákvörðunarrétti og afsanna þá um leið dónaleg gífuryrði mín í yfirskriftinni á þessari grein. Höfundur er rafvirkjameistari. Skýringar: Lubbamenni, merkir m.a. ódrenglyndur maður. Lúðulaki, merkir m.a. ræfill. Handbendi, merkir m.a. viljalaus undirlægja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Aurskriður á Seyðisfirði Birgir Dýrfjörð Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Sjálf og sjálfsmynd eru hugtök sem vísa til reynslu okkar og tilfinninga í okkar eigin garð.“ Sumir sálfræðingar orða þetta þannig að sjálfsmynd okkar ákvarði hegðun okkar. Við erum það sem við upplifum.“ (Sálfræðibókin. Mál og menning. Bls. 456.) Þessi speki er sosum ekkert ný. Stephan G. Stephansson, orti: Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, Í fjölnota átthagavísu segir: Engu skiftir að ég fer, eða hvar mig niður ber. Siglufjörður alltaf er, einhvern veginn inni í mér. Vísan er sögð fjölnota því í stað Siglufjörður getur verið Seyðisfjörður eða hvaða átthagi sem er. Að mati Carl Rogers, sálfræðings „er það öllu fólki nauðsynlegt að hafa tilfinningu fyrir sjálfu sér sem einni heild.“ ( Sálfr.b. M&M bl.s. 459) Á fimmta glasi eða svo sungu Íslendingar í Svíþjóð átthaga vísuna hér að ofan undir laginu „Sigga litla systir mín“. Þeir sungu þá: „Gamla Ísland alltaf er einhvern vegin inni í mér.“ Þeir upplifðu sig íslenska heild. Seyðfirðingar 18. desember 2020 urðu þær náttúruhamfarir í Seyðisfirði, að brún neðri botna, ofan við Múlafossinn brast fram, og ægileg aurskriða hvolfdist yfir bæinn. Skriðan eirði engu. Altjón varð á 13 húsum. Fyrir íbúa bæjarins var þessi skelfing þó annað og meira en efnhagslegt tjón. Þegar ógnin straujaði yfir Búðareyrina hurfu 4 hús, sem voru alfriðuð vegna aldurs. Frá æsku til elliára voru þessi hús upplifun og hluti af þeirri tifinningu að vera Seyðfirðingur. „Þú ert það sem þú upplifir,“ segir í sálfræðinni. Lifandi minningin um horfin hús og annað, sem skriðan eyddi, hún eykur sorg Seyðfirðinga. Hún er líkamlega sár eins og kökkur í brjóstinu. Og gamlir Seyðfirðingar finna alltaf fjörðinn sinn og bæinn „Einhvern veginn inni í sér“ Öryggisleysi og kvíði Skelfingin sem fylgdi þessum hamförum var meira en sú, að horfa eftir heimilum sínum og eignum hverfa í leðjuna. Enginn gat svarað þeirri spurningu hvort hættan væri yfirstaðinn. Hvort fleiri skriður féllu. Óttinn og kvíðinn var viðvarandi, og hann er enn til staðar, og setur mark sitt á líf íbúanna. Þurfa þeir aftur að una því að vera fluttir úr bænum. Þurfa þeir aftur að yfirgefa heimili sín og eignir. Þurfa þeir aftur að lifa það að missa aleiguna. Þurfa þeir áfram að óttast um líf sitt? Það er mikið álag á andlega líðan Seyðfirðinga að burðast með slíkar spurningar. 80 % íbúanna niðurlægðir í þágu Norskra auðmanna Til viðbótar við álag af öryggisleysi þurfa Seyðfirðingar, að lifa við það nú, að verjast árás norskra auðmanna og handbendum þeirra í bæjarstjórn Múlaþings. Bæjarstjórnin valtaði yfir vilja 80% íbúa Seyðisfjarðar, og svipti þá í reynd sjálfsforræði sínu. Kannski finna Seyðfirðingar nú ríkari þörf en nokkurn tíma áður, að verja það, sem þeim er kærast, að verja undurfagra náttúru Seyðisfjarðar, og koma í veg fyrir, að hún verði afskræmd af mannavöldum, - til viðbótar við afskræmingu skriðufallanna Norskir auðmenn og austfirðsk handbendi þeirra vilja dreifa þrem firnalöngum seríum af flotkvíum til laxeldis í endilangan Seyðisfjörð. 80% íbúanna vilja ekki þessi mannvirki í fjörðinn sinn. Sveitarstjórnarfulltrúar frá Djúpavogi og Héraði leyfa ekki að Seyðfirðingar fái að hafa vit fyrir sér sjálfir. Þeir kusu að svipta þá sjálfsforræði sínu með atkvæðagreiðslu, sem fór þvert gegn vilja 80% íbúanna. Í undrun spyr maður, er þessu fólki í sveitarstjórninni sjálfrátt. Eða handbendi annarra? Það hikar ekki við að svipta Seyðfirðinga sjálfsforræði sínu. Dýrmætasta rétti hverrar manneskju.Dýrmætasta rétti mannlegra samskifta. Einstaklinga, sveitarfélaga og þjóða. Ég er sannfærður um að þessi framkoma fulltrúa í bæjarstjórn Múlaþings er í andstöðu við skoðun almennings á Austfjörðum um sómasamleg samskipti fólks. Ég bið sveitarstjórnina að endurskoða atkvæðagreiðsluna, um að svipta Seyðfirðinga sjálfsákvörðunarrétti og afsanna þá um leið dónaleg gífuryrði mín í yfirskriftinni á þessari grein. Höfundur er rafvirkjameistari. Skýringar: Lubbamenni, merkir m.a. ódrenglyndur maður. Lúðulaki, merkir m.a. ræfill. Handbendi, merkir m.a. viljalaus undirlægja.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun