Snjóflóð féll á fjölbýlishús í Neskaupstað og verið að rýma fjölda húsa Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2023 08:13 Eins og sjá má er gríðarlegur snjór í Neskaupstað. Aðsend Að minnsta kosti tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og vitað er að annað þeirra féll á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Gluggar hafa brotnað og bílar henst til. Verið er að rýma mikinn fjölda húsa í bænum vegna snjóflóðahættu og hefur neyðarstigi Almannavarna verið lýst yfir. Þetta staðfestir Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni. Hann segir að verið sé að rýma hús á svæði 16 og 17 í bænum – en húsin standa við Hrafnsmýri, Gauksmýri, Valsmýri, Starmýri, Víðimýri, Nesbakka og Gilsbakka. Óliver segir að annað flóðið hafi fallið úr Nesgili og á fjölbýlishúsið við Starmýri skömmu fyrir klukkan sjö í morgun. Hitt hafi fallið í sjó fram um sexleytið. Annað flóðið félkk á Starmýri og hitt í sjó fram við Strandgötu.Loftmyndir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum og þá er hættustig í gildi í Neskaupstað og Seyðisfirði. Á vef Fjarðabyggðar segir að unnið sé að því að meta aðstæður í bænum og víðar. Íbúar Norðfjarðar er hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Þá segir að öllu skólahaldi hafi verið aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum. Enginn slasaðist alvarlega Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að enginn hafi slasast alvarlega í flóðunum. Vitað sé um einhver smávægileg meiðsl á einhverjum vegna glerbrota. Jón Björn segir að verið sé að rýma tugi húsa í Mýrarhverfum og að búið sé að opna fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu í Egilsbúð. Hann hvetur alla þá sem búa á rýmingarsvæðinu og sem leita annað en í Egilsbúð að hringja í síma 1717 og skrá sig. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Björgunarsveitarmenn ganga nú í þau hús sem þarf að rýma. Jón Björn segir stærstan hluta Neskaupstaðar vera varinn með varnargörðum, en að atburðir morgunsins sýni svo ekki verði um villst að þurfi að klára verkið. Eins og sjá má er mikill snjór á Neskaupstað.Jóhanna Fanney Jón Björn segir að samkvæmt upplýsingum virðist sem að snjóflóðið hafi ekki tekið með sér veggi í húsinu við Starmýri. Neyðarstig vegna snjóflóða lýst yfir Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna snjóflóðanna sem féllu í Neskaupsstað í morgun. „Ákveðið hefur verið að rýma önnur svæði þar sem snjóflóðahætta er talin vera, bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á báðum stöðum. Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupsstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Björgunarfólk er að störfum á staðnum. Björgunarsveitir af Austurlandi hafa verið boðaðar út, og Vegagerðin, til að ryðja leiðir fyrir björgunaraðila. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað og það eru tilmæli til íbúa þar að halda sig heima og þeim megin í húsum sem fjær eru fjallshlíð. Samhæfingarstöð Almannavarna hefur verið virkjuð,“ segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögregla á Austurlandi segir nú sé verið að ráðast í umfangsmiklar rýmingar á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Norðfjarðargöngum lokað Á vef Vegagerðarinnar segir að Norðfjarðargöngum hafi verið lokað vegna snjóflóðahættu að beiðni lögreglu og almannavarna. Norðfjarðargöng: Norðfjarðargöng eru lokuð að beiðni lögreglu og almannavarna. Þar er mikil snjóflóðahætta og eitt flóð þegar fallið. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 27, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta staðfestir Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni. Hann segir að verið sé að rýma hús á svæði 16 og 17 í bænum – en húsin standa við Hrafnsmýri, Gauksmýri, Valsmýri, Starmýri, Víðimýri, Nesbakka og Gilsbakka. Óliver segir að annað flóðið hafi fallið úr Nesgili og á fjölbýlishúsið við Starmýri skömmu fyrir klukkan sjö í morgun. Hitt hafi fallið í sjó fram um sexleytið. Annað flóðið félkk á Starmýri og hitt í sjó fram við Strandgötu.Loftmyndir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum og þá er hættustig í gildi í Neskaupstað og Seyðisfirði. Á vef Fjarðabyggðar segir að unnið sé að því að meta aðstæður í bænum og víðar. Íbúar Norðfjarðar er hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Þá segir að öllu skólahaldi hafi verið aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum. Enginn slasaðist alvarlega Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að enginn hafi slasast alvarlega í flóðunum. Vitað sé um einhver smávægileg meiðsl á einhverjum vegna glerbrota. Jón Björn segir að verið sé að rýma tugi húsa í Mýrarhverfum og að búið sé að opna fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu í Egilsbúð. Hann hvetur alla þá sem búa á rýmingarsvæðinu og sem leita annað en í Egilsbúð að hringja í síma 1717 og skrá sig. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Björgunarsveitarmenn ganga nú í þau hús sem þarf að rýma. Jón Björn segir stærstan hluta Neskaupstaðar vera varinn með varnargörðum, en að atburðir morgunsins sýni svo ekki verði um villst að þurfi að klára verkið. Eins og sjá má er mikill snjór á Neskaupstað.Jóhanna Fanney Jón Björn segir að samkvæmt upplýsingum virðist sem að snjóflóðið hafi ekki tekið með sér veggi í húsinu við Starmýri. Neyðarstig vegna snjóflóða lýst yfir Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna snjóflóðanna sem féllu í Neskaupsstað í morgun. „Ákveðið hefur verið að rýma önnur svæði þar sem snjóflóðahætta er talin vera, bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á báðum stöðum. Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupsstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Björgunarfólk er að störfum á staðnum. Björgunarsveitir af Austurlandi hafa verið boðaðar út, og Vegagerðin, til að ryðja leiðir fyrir björgunaraðila. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað og það eru tilmæli til íbúa þar að halda sig heima og þeim megin í húsum sem fjær eru fjallshlíð. Samhæfingarstöð Almannavarna hefur verið virkjuð,“ segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögregla á Austurlandi segir nú sé verið að ráðast í umfangsmiklar rýmingar á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Norðfjarðargöngum lokað Á vef Vegagerðarinnar segir að Norðfjarðargöngum hafi verið lokað vegna snjóflóðahættu að beiðni lögreglu og almannavarna. Norðfjarðargöng: Norðfjarðargöng eru lokuð að beiðni lögreglu og almannavarna. Þar er mikil snjóflóðahætta og eitt flóð þegar fallið. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 27, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjarðabyggð Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið. 27. mars 2023 08:43 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið. 27. mars 2023 08:43
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent