Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að rútan hafi runnið til í hálku og þannig farið á hliðina. Tilkynning um slysið barst rétt fyrir klukkan ellefu í dag.
„Það eru ekki alvarleg meiðsli en vegna eymsla voru þrír fluttir með sjúkrabíl til Hafnar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Tveir sem eru fluttir liggjandi og einn sitjandi en ekki neitt lífshættulegt eða neitt slíkt. Einhver eymsli á höfði og baki,“ segir Garðar.