Eigum við ekki að láta græðgina eiga sig Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 28. mars 2023 20:01 Vegna ummæla sem látin voru falla í Bítinu á Bylgjunni nú í gærmorgun um að fólk þurfi annað hvort að rísa upp eða gefast upp í því ástandi sem nú ríkir á markaðnum, fannst mér tilvalið að setjast niður og skrifa nokkra punkta inn í umræðuna. Þessi ummæli eru nefnilega ekki til þess fallin að skapa einingu í samfélaginu, heldur þvert á móti til að skapa sundrung og stefna ólíkum hópum upp á móti hverjum öðrum. Verðbólgan liggur eins og mara á þjóðinni sem virðist aldrei ætla að hypja sig. Þegar við horfum fram á verkefni sem eru jafn þung og þetta, sem nú eru uppi, er afar mikilvægt að horft sé í lausnir og leitað sé leiða um það hvernig og hvar við höfum tök á að stíga niður fæti. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í síðustu viku um heilt prósentustig og standa þeir núna í 7,5%. Hér er um að ræða ákvörðun sem hefur víðtæk áhrif á samfélagið í heild, á heimilin í landinu, fyrirtækin og verð á matvöru svo dæmi séu tekin. Staðan er þegar orðin verulega krefjandi en umræða um að enginn sé að gera neitt og að enginn ætli sér að gera neitt er hættuleg og verulega óupplýsandi. Við þurfum öll að finna til ábyrgðar þegar kemur að umræðunni, nálgast hana á ábyrgan hátt og láta allan hræðsluáróður eiga sig. Vaxtakvíði Framundan er eftir sem áður að leysa stöðuna og þá þarf að horfa til þess hvað sé til ráða? Eigum við að hækka skatta á þá sem minnst mega við því, til þess eins að tryggja útgjaldahlið ríkissjóðs? Að mínu viti er þar engum greiði gerður! Við vitum að ástandið í samfélaginu hefur gert fólki erfiðara um vik við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Það skýrist einna helst af þyngri greiðslumatsskilyrðum og hærri eiginfjárskilyrðum sem Seðlabankinn tók ákvörðun um á síðasta ári, með það að markmiði að kæfa markaðinn og stöðva gífurlegar hækkanir á fasteignaverði sem hafa verið fordæmalausar síðustu árin. Ef þessar aðgerðir skila því sem áætlað er að þær skili, þá er það gott og vel. En við þurfum líka að muna að Róm var ekki byggð á einum degi. Árangur af þessum aðgerðum getur tekið tíma að skila sér þannig að fundið sé fyrir því. Heimilin í landinu eru einnig farin að finna vel fyrir hækkunum á greiðslubyrði af húsnæðislánum sökum hækkandi vaxta. Kvíði er farinn að myndast hjá þeim sem þó náðu að festa vextina á lánunum sínum á hagstæðum tíma. Fastvaxtatíminn er fljótur að líða og búast má við töluverðri snjóhengju þegar þeim fastvaxtatíma líkur. Það er afar stórt stökk að fara úr 3% föstum vöxtum yfir í 8% vextina sem í boði eru í dag og má því búast við töluverðu höggi. Samfélagsleg ábyrgð á öllum vígstöðum En tölum aðeins um samfélagslega ábyrgð. Eru allir aðilar í samfélaginu virkilega nauðbeygðir til að nýta sér í hvert sinn allan þann vaxtahækkunarramma sem myndast við hækkun stýrivaxta? Þarf matarkarfan að hækka í hvert sinn og þarf alltaf að hækka vextina á húsnæðislánin okkar? Miðað við fjárhagsstöðu stórfyrirtækjanna og arðgreiðslurnar, afkomuhagnað bankanna og þau laun sem þeir hafa tök á að greiða stjórnarformönnum sínum er svarið einfaldlega NEI! Hvers vegna skila þessar gríðarlegu hækkanir sér aldrei til neytandans? Hvar er samfélagslega ábyrgðin ef hún er yfir höfuð til staðar? Þjónustugjöld virðast fara vaxandi á öllum stöðum í samfélaginu. Þó bólar ekkert á aukinni þjónustu tengdri hækkuninni. Þvert á móti virðist þjónustan hægt og bítandi vera að færast alfarið yfir í netheima með tilheyrandi sjálfsafgreiðslum. Tökum sem dæmi gerð greiðslumats. Áður fyrr fór þessi þjónusta í gegnum þjónustufulltrúa bankanna. Í dag er þessi vinna öll sett í hendur neytandans í gegnum sjálfsafgreiðslukerfi á þeirra svæðum. Neytandinn hefur greiðslumatsferli í gegnum sinn netbanka, hakar í að afla megi upplýsinga frá Creditinfo um stöðu hans yfir tekjur og skuldir og bætir svo við tilfallandi auka liðum ef þörf er á. Þessi vinna kostar neytandann 10.000 kr. sem þýðir að hann greiðir þessa upphæð fyrir að þjónusta sig alfarið sjálfur. Hvenær er komið nóg? Sýnum samstöðu Hræðsluáróður skapar glundroða í samfélaginu og þegar slík staða kemur upp, horfum við fram á að rökræn nálgun á verkefnið sem framundan er, gæti staðið höllum fæti ef skrefin eru ekki varfærnislega stigin og allir fara saman inn í þetta, gangandi í takt. Sagan sýnir okkur að efnahagskrísa skapar sundrung en ekki sameiningu og því þurfum við að breyta. Við þurfum að sýna samstöðu og nálgast þetta sem ein heild. Við búum hér á landi saman og verðum því öll að finna til okkar samfélagslegu ábyrgðar og hjálpast að við að reisa samfélagið upp aftur. Það verðum við að gera saman. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Efnahagsmál Neytendur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vegna ummæla sem látin voru falla í Bítinu á Bylgjunni nú í gærmorgun um að fólk þurfi annað hvort að rísa upp eða gefast upp í því ástandi sem nú ríkir á markaðnum, fannst mér tilvalið að setjast niður og skrifa nokkra punkta inn í umræðuna. Þessi ummæli eru nefnilega ekki til þess fallin að skapa einingu í samfélaginu, heldur þvert á móti til að skapa sundrung og stefna ólíkum hópum upp á móti hverjum öðrum. Verðbólgan liggur eins og mara á þjóðinni sem virðist aldrei ætla að hypja sig. Þegar við horfum fram á verkefni sem eru jafn þung og þetta, sem nú eru uppi, er afar mikilvægt að horft sé í lausnir og leitað sé leiða um það hvernig og hvar við höfum tök á að stíga niður fæti. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í síðustu viku um heilt prósentustig og standa þeir núna í 7,5%. Hér er um að ræða ákvörðun sem hefur víðtæk áhrif á samfélagið í heild, á heimilin í landinu, fyrirtækin og verð á matvöru svo dæmi séu tekin. Staðan er þegar orðin verulega krefjandi en umræða um að enginn sé að gera neitt og að enginn ætli sér að gera neitt er hættuleg og verulega óupplýsandi. Við þurfum öll að finna til ábyrgðar þegar kemur að umræðunni, nálgast hana á ábyrgan hátt og láta allan hræðsluáróður eiga sig. Vaxtakvíði Framundan er eftir sem áður að leysa stöðuna og þá þarf að horfa til þess hvað sé til ráða? Eigum við að hækka skatta á þá sem minnst mega við því, til þess eins að tryggja útgjaldahlið ríkissjóðs? Að mínu viti er þar engum greiði gerður! Við vitum að ástandið í samfélaginu hefur gert fólki erfiðara um vik við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Það skýrist einna helst af þyngri greiðslumatsskilyrðum og hærri eiginfjárskilyrðum sem Seðlabankinn tók ákvörðun um á síðasta ári, með það að markmiði að kæfa markaðinn og stöðva gífurlegar hækkanir á fasteignaverði sem hafa verið fordæmalausar síðustu árin. Ef þessar aðgerðir skila því sem áætlað er að þær skili, þá er það gott og vel. En við þurfum líka að muna að Róm var ekki byggð á einum degi. Árangur af þessum aðgerðum getur tekið tíma að skila sér þannig að fundið sé fyrir því. Heimilin í landinu eru einnig farin að finna vel fyrir hækkunum á greiðslubyrði af húsnæðislánum sökum hækkandi vaxta. Kvíði er farinn að myndast hjá þeim sem þó náðu að festa vextina á lánunum sínum á hagstæðum tíma. Fastvaxtatíminn er fljótur að líða og búast má við töluverðri snjóhengju þegar þeim fastvaxtatíma líkur. Það er afar stórt stökk að fara úr 3% föstum vöxtum yfir í 8% vextina sem í boði eru í dag og má því búast við töluverðu höggi. Samfélagsleg ábyrgð á öllum vígstöðum En tölum aðeins um samfélagslega ábyrgð. Eru allir aðilar í samfélaginu virkilega nauðbeygðir til að nýta sér í hvert sinn allan þann vaxtahækkunarramma sem myndast við hækkun stýrivaxta? Þarf matarkarfan að hækka í hvert sinn og þarf alltaf að hækka vextina á húsnæðislánin okkar? Miðað við fjárhagsstöðu stórfyrirtækjanna og arðgreiðslurnar, afkomuhagnað bankanna og þau laun sem þeir hafa tök á að greiða stjórnarformönnum sínum er svarið einfaldlega NEI! Hvers vegna skila þessar gríðarlegu hækkanir sér aldrei til neytandans? Hvar er samfélagslega ábyrgðin ef hún er yfir höfuð til staðar? Þjónustugjöld virðast fara vaxandi á öllum stöðum í samfélaginu. Þó bólar ekkert á aukinni þjónustu tengdri hækkuninni. Þvert á móti virðist þjónustan hægt og bítandi vera að færast alfarið yfir í netheima með tilheyrandi sjálfsafgreiðslum. Tökum sem dæmi gerð greiðslumats. Áður fyrr fór þessi þjónusta í gegnum þjónustufulltrúa bankanna. Í dag er þessi vinna öll sett í hendur neytandans í gegnum sjálfsafgreiðslukerfi á þeirra svæðum. Neytandinn hefur greiðslumatsferli í gegnum sinn netbanka, hakar í að afla megi upplýsinga frá Creditinfo um stöðu hans yfir tekjur og skuldir og bætir svo við tilfallandi auka liðum ef þörf er á. Þessi vinna kostar neytandann 10.000 kr. sem þýðir að hann greiðir þessa upphæð fyrir að þjónusta sig alfarið sjálfur. Hvenær er komið nóg? Sýnum samstöðu Hræðsluáróður skapar glundroða í samfélaginu og þegar slík staða kemur upp, horfum við fram á að rökræn nálgun á verkefnið sem framundan er, gæti staðið höllum fæti ef skrefin eru ekki varfærnislega stigin og allir fara saman inn í þetta, gangandi í takt. Sagan sýnir okkur að efnahagskrísa skapar sundrung en ekki sameiningu og því þurfum við að breyta. Við þurfum að sýna samstöðu og nálgast þetta sem ein heild. Við búum hér á landi saman og verðum því öll að finna til okkar samfélagslegu ábyrgðar og hjálpast að við að reisa samfélagið upp aftur. Það verðum við að gera saman. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun