„Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 23:31 Tryggvi Garðar Jónsson var svekktur með úrslitin í kvöld, en ánægður með sína eigin frammistöðu. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Garðar Jónsson gat gengið sáttur frá borði eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Tryggvi skoraði ellefu mörk fyrir Valsliðið, en það dugði þó ekki til og Valur er úr leik eftir tveggja marka tap, 33-31. Valsmenn þurftu nánast á kraftaverki að halda eftir sjö marka tap í fyrri leiknum á heimavelli. Íslandsmeistararnir mættu með hálf laskað lið til leiks, en Tryggvi Garðar nýtti sitt tækifæri vel, en var þó eðlilega vonsvikinn með úrslit leiksins. „Þetta eru auðvitað smá vonbrigði. Við vorum allir sammála um það að við ætluðum að vinna þennan leik, alveg sama hvað,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leikinn. „Við erum núna úr leik í keppninni og við ætluðum að gera það með sæmd. Við ætluðum að vinna leikinn og vinna báða hálfleikana. Okkur tókst kannski að vinna seinni hálfleikinn, en við vildum vinna þá báða.“ Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins, enda er tveggja marka tap á útivelli gegn liði sem spilar í sterkustu deild heims ekkert til að skammast sín fyrir. „Ég er alveg sammála því. Við spiluðum alveg flotta vörn og sókn á köflum, en ég hefði viljað vinna leikinn.“ Þá segist Tryggvi hafa notið sín vel á vellinum í kvöld. „Já ég var heitur í kvöld. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel fyrir þennan leik og skoða heilmikið. Strákarnir voru að finna mig vel og klippa mig vel og ég var að nýta skotin mín vel.“ Umræða um stöðu Tryggva hjá Valsliðinu myndaðist í vor þegar Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði orð á því að þessi 19 ára leikmaður væri hvorki að spila með aðalliði Vals, né U-liðinu. Tryggvi fékk þó traustið frá þjálfara liðsins, Snorra Steini Guðjónssyni, og segir að hann hafi fengið skotleyfir frá þjálfaranum. „Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara. Ég kom inn á og skaut örugglega úr öllum færum sem ég gat fengið.“ „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona leik mjög lengi frá mér og ég er bara þakklátur fyrir það.“ Þá segist Tryggvi vona að frammistaðan í kvöld skili honum fleiri mínútum inni á vellinum á komandi vikum. „Já ég ætla að vona það. En Snorri ræður þessu og hann setur bara besta liðið inn á. Þannig að vonandi næ ég að komast inn í það.“ Að lokum bætti Tryggvi við að Evrópuævintýri sem þetta væri ómetanleg reynsla fyrir hvaða leikmann sem er. „Þetta er bara geggjuð reynsla. Bara geggjuð reynsla fyrir alla. Þetta er bara geggjað. Umgjörðin í Val, þetta eru bara þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessari keppni, spila í þessum höllum á móti Bundesligu-liðum og allsstaðar. Þetta eru bara forréttindi,“ sagði Tryggvi að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34 „Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53 Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Valsmenn þurftu nánast á kraftaverki að halda eftir sjö marka tap í fyrri leiknum á heimavelli. Íslandsmeistararnir mættu með hálf laskað lið til leiks, en Tryggvi Garðar nýtti sitt tækifæri vel, en var þó eðlilega vonsvikinn með úrslit leiksins. „Þetta eru auðvitað smá vonbrigði. Við vorum allir sammála um það að við ætluðum að vinna þennan leik, alveg sama hvað,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leikinn. „Við erum núna úr leik í keppninni og við ætluðum að gera það með sæmd. Við ætluðum að vinna leikinn og vinna báða hálfleikana. Okkur tókst kannski að vinna seinni hálfleikinn, en við vildum vinna þá báða.“ Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins, enda er tveggja marka tap á útivelli gegn liði sem spilar í sterkustu deild heims ekkert til að skammast sín fyrir. „Ég er alveg sammála því. Við spiluðum alveg flotta vörn og sókn á köflum, en ég hefði viljað vinna leikinn.“ Þá segist Tryggvi hafa notið sín vel á vellinum í kvöld. „Já ég var heitur í kvöld. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel fyrir þennan leik og skoða heilmikið. Strákarnir voru að finna mig vel og klippa mig vel og ég var að nýta skotin mín vel.“ Umræða um stöðu Tryggva hjá Valsliðinu myndaðist í vor þegar Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði orð á því að þessi 19 ára leikmaður væri hvorki að spila með aðalliði Vals, né U-liðinu. Tryggvi fékk þó traustið frá þjálfara liðsins, Snorra Steini Guðjónssyni, og segir að hann hafi fengið skotleyfir frá þjálfaranum. „Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara. Ég kom inn á og skaut örugglega úr öllum færum sem ég gat fengið.“ „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona leik mjög lengi frá mér og ég er bara þakklátur fyrir það.“ Þá segist Tryggvi vona að frammistaðan í kvöld skili honum fleiri mínútum inni á vellinum á komandi vikum. „Já ég ætla að vona það. En Snorri ræður þessu og hann setur bara besta liðið inn á. Þannig að vonandi næ ég að komast inn í það.“ Að lokum bætti Tryggvi við að Evrópuævintýri sem þetta væri ómetanleg reynsla fyrir hvaða leikmann sem er. „Þetta er bara geggjuð reynsla. Bara geggjuð reynsla fyrir alla. Þetta er bara geggjað. Umgjörðin í Val, þetta eru bara þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessari keppni, spila í þessum höllum á móti Bundesligu-liðum og allsstaðar. Þetta eru bara forréttindi,“ sagði Tryggvi að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34 „Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53 Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
„Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34
„Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53
Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30