Það eru aðeins rétt rúmar þrjár vikur síðan að Herrem eignaðist barn. Þessi frábæri vinstri hornamaður var ekki að bíða með að snúa aftur. Það er ótrúlegt að byrja að spila í sama mánuðu og þú fæðir barn.
Hin 36 ára gamla Herrem eignaðist nefnilega sitt annað barn fyrir aðeins 24 dögum síðan því Noah kom í heiminn 5. mars. Faðirinn er Steffen Stegavik, þjálfari hennar hjá Sola.
Herrem gjorde comeback 24 dager etter fødsel https://t.co/bacoy70Ca8
— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) March 29, 2023
Camilla spilaði í kringum níu mínútur í leiknum á móti Storhamar í gærkvöldi.
Ég mun aldrei taka heimska áhættu. Þetta snýst ekki um að flýta sér til baka til að afreka eitthvað. Þetta snýst um að finna það að ég sé að taka skref fram á við. Ef mér líður vel í skrokknum þá prófum við okkur áfram. Ég mun nota hausinn, sagði Camilla Herrem við TV2 fyrir leikinn.
Camilla Herrem hefur spilað 288 landsleiki fyrir Noreg og skorað í þeim 822 mörk. Hún fjórða leikjahæsta og sjötta markahæsta í sögu norska landsliðsins.
Herrem hefur unnið níu gull með norska landsliðinu á stórmótum, fimm EM-gull, þrjú HM-gull og svo Ólympíugull í London 2012.