Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 08:33 Bandaríski blaðamaðurinn var handtekinn í Katrínarborg. Vísir/Getty Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. Evan Gershkovich, sem er bandarískur ríkisborgari, er sakaður um að hafa reynt að komast yfir leynilegar upplýsingar um rússneskt hergagnafyrirtæki að fyrirmælum bandarískra stjórnvalda, að sögn FSB sem er arftaki alræmdu leyniþjónustu Sovétríkjanna KGB. Blaðamaðurinn er sagður hafa verið handtekinn í Katrínarborg í Úralfjöllum en FSB greinir ekki frá hvenær. Wall Street Journal segist í yfirlýsingu hafna alfarið ásökunum Rússa og krefst þess að hann verði látinn laus tafarlaust. AP-fréttastofan segir að Gershkovich sé fyrsti blaðamaður bandarískrar fréttastofu sem sé handtekinn fyrir njósnir í Rússlandi frá tíma kalda stríðsins. Mikil spenna hefur einkennt samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að frést hafi af Gershkovich í Katrínarborg við að fjalla um innrás Rússa í Úkraínu og málaliðaherinn Wagner group. Dmitrí Kolezev, blaðamaður frá Katrínarborg sem býr utan Rússlands, segir miðlinum að líklegast sé að blaðamannastörf Gershkovichs hafi verið ástæða þess að hann var handtekinn. Gershkovich er 32 ára gamall og starfaði áður fyrir AFP-fréttaveituna og Moscow Times. AP segir að hann sé fréttaritari WSJ í Moskvu og fjalli sem slíkur um Rússland og Úkraínu. FSB staðfesti að hann hefði heimild til að starfa sem blaðamaður frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Wall Street Journal. Rússland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Evan Gershkovich, sem er bandarískur ríkisborgari, er sakaður um að hafa reynt að komast yfir leynilegar upplýsingar um rússneskt hergagnafyrirtæki að fyrirmælum bandarískra stjórnvalda, að sögn FSB sem er arftaki alræmdu leyniþjónustu Sovétríkjanna KGB. Blaðamaðurinn er sagður hafa verið handtekinn í Katrínarborg í Úralfjöllum en FSB greinir ekki frá hvenær. Wall Street Journal segist í yfirlýsingu hafna alfarið ásökunum Rússa og krefst þess að hann verði látinn laus tafarlaust. AP-fréttastofan segir að Gershkovich sé fyrsti blaðamaður bandarískrar fréttastofu sem sé handtekinn fyrir njósnir í Rússlandi frá tíma kalda stríðsins. Mikil spenna hefur einkennt samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að frést hafi af Gershkovich í Katrínarborg við að fjalla um innrás Rússa í Úkraínu og málaliðaherinn Wagner group. Dmitrí Kolezev, blaðamaður frá Katrínarborg sem býr utan Rússlands, segir miðlinum að líklegast sé að blaðamannastörf Gershkovichs hafi verið ástæða þess að hann var handtekinn. Gershkovich er 32 ára gamall og starfaði áður fyrir AFP-fréttaveituna og Moscow Times. AP segir að hann sé fréttaritari WSJ í Moskvu og fjalli sem slíkur um Rússland og Úkraínu. FSB staðfesti að hann hefði heimild til að starfa sem blaðamaður frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Wall Street Journal.
Rússland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira