Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 08:33 Bandaríski blaðamaðurinn var handtekinn í Katrínarborg. Vísir/Getty Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. Evan Gershkovich, sem er bandarískur ríkisborgari, er sakaður um að hafa reynt að komast yfir leynilegar upplýsingar um rússneskt hergagnafyrirtæki að fyrirmælum bandarískra stjórnvalda, að sögn FSB sem er arftaki alræmdu leyniþjónustu Sovétríkjanna KGB. Blaðamaðurinn er sagður hafa verið handtekinn í Katrínarborg í Úralfjöllum en FSB greinir ekki frá hvenær. Wall Street Journal segist í yfirlýsingu hafna alfarið ásökunum Rússa og krefst þess að hann verði látinn laus tafarlaust. AP-fréttastofan segir að Gershkovich sé fyrsti blaðamaður bandarískrar fréttastofu sem sé handtekinn fyrir njósnir í Rússlandi frá tíma kalda stríðsins. Mikil spenna hefur einkennt samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að frést hafi af Gershkovich í Katrínarborg við að fjalla um innrás Rússa í Úkraínu og málaliðaherinn Wagner group. Dmitrí Kolezev, blaðamaður frá Katrínarborg sem býr utan Rússlands, segir miðlinum að líklegast sé að blaðamannastörf Gershkovichs hafi verið ástæða þess að hann var handtekinn. Gershkovich er 32 ára gamall og starfaði áður fyrir AFP-fréttaveituna og Moscow Times. AP segir að hann sé fréttaritari WSJ í Moskvu og fjalli sem slíkur um Rússland og Úkraínu. FSB staðfesti að hann hefði heimild til að starfa sem blaðamaður frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Wall Street Journal. Rússland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Evan Gershkovich, sem er bandarískur ríkisborgari, er sakaður um að hafa reynt að komast yfir leynilegar upplýsingar um rússneskt hergagnafyrirtæki að fyrirmælum bandarískra stjórnvalda, að sögn FSB sem er arftaki alræmdu leyniþjónustu Sovétríkjanna KGB. Blaðamaðurinn er sagður hafa verið handtekinn í Katrínarborg í Úralfjöllum en FSB greinir ekki frá hvenær. Wall Street Journal segist í yfirlýsingu hafna alfarið ásökunum Rússa og krefst þess að hann verði látinn laus tafarlaust. AP-fréttastofan segir að Gershkovich sé fyrsti blaðamaður bandarískrar fréttastofu sem sé handtekinn fyrir njósnir í Rússlandi frá tíma kalda stríðsins. Mikil spenna hefur einkennt samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að frést hafi af Gershkovich í Katrínarborg við að fjalla um innrás Rússa í Úkraínu og málaliðaherinn Wagner group. Dmitrí Kolezev, blaðamaður frá Katrínarborg sem býr utan Rússlands, segir miðlinum að líklegast sé að blaðamannastörf Gershkovichs hafi verið ástæða þess að hann var handtekinn. Gershkovich er 32 ára gamall og starfaði áður fyrir AFP-fréttaveituna og Moscow Times. AP segir að hann sé fréttaritari WSJ í Moskvu og fjalli sem slíkur um Rússland og Úkraínu. FSB staðfesti að hann hefði heimild til að starfa sem blaðamaður frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Wall Street Journal.
Rússland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira