Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 11:01 Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð. En þessi staða nautgriparæktunar í dag ætti ekki að koma stjórnvöldum á óvart því að þessi stefna var tekin og undirrituð árið 2015 þegar tollasamningur við ESB var innleiddur. Síðan eru liðin átta ár og rekstrarafkoma nautakjötsframleiðslu hefur verið neikvæð hvert ár síðan, á það hefur verið bent margsinnis. Það verður ekki hjá því komist að benda á þá staðreynd að Framsókn hefur verið í lykilstöðu í fleiri ár sitjandi í ríkisstjórn til þess að jafna stöðu bænda, tryggja rekstraafkomu landbúnaðarins og þar með fæðu- og matvælaöryggi landsins. Forysta flokksins hefur aftur á móti ekki sýnt fram á raunverulegan vilja eða dugnað til stuðnings bændum og eftir sitja því bændur landsins með matvælaráðherra í dag sem einfaldlega styður ekki kjötframleiðslu heldur þess í stað róttækar loftslagsaðgerðir á kostnað landbúnaðarins. Það þarf varla að taka það fram, en allar aðgerðir ætlaðar til þess að efla landbúnaðinn fela í sér að það sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. Rekstrarvandi nautgriparæktunar liggur hjá stjórnvöldum sem ákváðu að svara innlendri nautakjötseftirspurn með því að margfalda innflutning á nautakjöti í stað þess að renna styrktum stoðum undir innlenda nautakjötsframleiðslu og þar með tryggja bæði framboð nautakjöts og rekstrarafkomu nautgripabænda. Staðreyndin er sú að síðan tollasamningurinn við ESB var innleiddur hefur íslensk nautakjötsframleiðsla þurft að standa undir því að innflutt nautakjöt hefur aukist úr 175 tonnum í 801 tonn. Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni, með þeim markaðsafleiðingum að afurðaverð nautakjöts til nautgripabænda hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði, í fleiri ár. Og aftur, á þetta hefur margsinnis verið bent á. Tímabundinn niðurfelling virðisaukaskatts til nautgripabænda mun ekki skila raunverulegum árangri til framtíðar ef á sama tíma er ekkert aðhafst gegn stefnulausum innflutningi á nautakjöti. Rétt er að fagna öllum góðum hugmyndum sem hafa það markmið að efla nautakjötsframleiðslu landsins sem og annan landbúnað. En þá skulum við líka einblína á alvöru aðgerðir sem skila árangri til lengri tíma litið, aðgerðir sem fela í sér framtíðarsýn. Nautgripabændur eiga skilið raunverulegar aðgerðir sem stuðla að árangri til framtíðar. Allt tal um tímabundna niðurfellingu virðisaukaskatts yrði ekkert nema tímabundinn plástur á opið legusár nautgripabænda á sama tíma og það stefnir hraðbyri í annað metár í innflutningi á nautakjöti. Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar er því heimatilbúið hjá stjórnvöldum í formi margföldunar á innflutningi nautakjöts og svo algjört aðgerðaleysis gagnvart íslenskum nautgripabændum. Staða og framtíð nautgriparæktar veltur á raunverulegum vilja stjórnvalda til innlendrar kjötframleiðslu. Höfundur er kúabóndi og varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Miðflokkurinn Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð. En þessi staða nautgriparæktunar í dag ætti ekki að koma stjórnvöldum á óvart því að þessi stefna var tekin og undirrituð árið 2015 þegar tollasamningur við ESB var innleiddur. Síðan eru liðin átta ár og rekstrarafkoma nautakjötsframleiðslu hefur verið neikvæð hvert ár síðan, á það hefur verið bent margsinnis. Það verður ekki hjá því komist að benda á þá staðreynd að Framsókn hefur verið í lykilstöðu í fleiri ár sitjandi í ríkisstjórn til þess að jafna stöðu bænda, tryggja rekstraafkomu landbúnaðarins og þar með fæðu- og matvælaöryggi landsins. Forysta flokksins hefur aftur á móti ekki sýnt fram á raunverulegan vilja eða dugnað til stuðnings bændum og eftir sitja því bændur landsins með matvælaráðherra í dag sem einfaldlega styður ekki kjötframleiðslu heldur þess í stað róttækar loftslagsaðgerðir á kostnað landbúnaðarins. Það þarf varla að taka það fram, en allar aðgerðir ætlaðar til þess að efla landbúnaðinn fela í sér að það sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. Rekstrarvandi nautgriparæktunar liggur hjá stjórnvöldum sem ákváðu að svara innlendri nautakjötseftirspurn með því að margfalda innflutning á nautakjöti í stað þess að renna styrktum stoðum undir innlenda nautakjötsframleiðslu og þar með tryggja bæði framboð nautakjöts og rekstrarafkomu nautgripabænda. Staðreyndin er sú að síðan tollasamningurinn við ESB var innleiddur hefur íslensk nautakjötsframleiðsla þurft að standa undir því að innflutt nautakjöt hefur aukist úr 175 tonnum í 801 tonn. Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni, með þeim markaðsafleiðingum að afurðaverð nautakjöts til nautgripabænda hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði, í fleiri ár. Og aftur, á þetta hefur margsinnis verið bent á. Tímabundinn niðurfelling virðisaukaskatts til nautgripabænda mun ekki skila raunverulegum árangri til framtíðar ef á sama tíma er ekkert aðhafst gegn stefnulausum innflutningi á nautakjöti. Rétt er að fagna öllum góðum hugmyndum sem hafa það markmið að efla nautakjötsframleiðslu landsins sem og annan landbúnað. En þá skulum við líka einblína á alvöru aðgerðir sem skila árangri til lengri tíma litið, aðgerðir sem fela í sér framtíðarsýn. Nautgripabændur eiga skilið raunverulegar aðgerðir sem stuðla að árangri til framtíðar. Allt tal um tímabundna niðurfellingu virðisaukaskatts yrði ekkert nema tímabundinn plástur á opið legusár nautgripabænda á sama tíma og það stefnir hraðbyri í annað metár í innflutningi á nautakjöti. Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar er því heimatilbúið hjá stjórnvöldum í formi margföldunar á innflutningi nautakjöts og svo algjört aðgerðaleysis gagnvart íslenskum nautgripabændum. Staða og framtíð nautgriparæktar veltur á raunverulegum vilja stjórnvalda til innlendrar kjötframleiðslu. Höfundur er kúabóndi og varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar